../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-183
Útg.dags.: 06/16/2023
Útgáfa: 5.0
2.02.01.01 Transferrín
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar: Transferrín er flutningsprótein fyrir járn í plasma með mólikúlmassann 79,6 kDa. Transferrín hefur tvö samstæð bindiset, hvort bindiset bindur eina járn jón. Tengingin er kröftug, þannig að hverfandi magn af fríu járni finnst í blóði og að jafnaði er um þriðjungur transferríns mettaður járni. Við notkun getnaðarvarnapillu og á meðgöngu hækkar magn transferríns í plasma.
Hide details for Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.
Gerð og magn sýnis:
Sýni tekið í lithíum heparín glas með grænum tappa með geli (gul miðja)
Litakóði samkvæmt Greiner
Sýni geymist í viku í kæli og 6 mánuði í -20°C
Mæling er gerð alla virka daga
Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk
1,94 - 3,26 g/L.
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Túlkun
    Hækkun: Nýmyndun transferríns eykst við járnskort. Östrogen veldur hækkun á transferrín, og hækkar því í lok meðgöngu og við inntöku á lyfjum sem innihalda östrogen.
    Lækkun: Transferrín lækkar við vannæringu, langvinna lifrarsjúkdóma og vegna taps um þarma eða nýru. Í bólgusjúkdómum lækkar transferrín í blóði.
    Hide details for HeimildirHeimildir
    Upplýsingableðill TRSF2, Transferrin, 2019-01, V 1, Roche Diagnostics, 2019
    Tietz Textbook of Clinical Chemistry and Molecular Diagnostics. Fifth Edition. Elsevier Saunders, 2012

      Ritstjórn

      Sigrún H Pétursdóttir
      Ingunn Þorsteinsdóttir
      Fjóla Margrét Óskarsdóttir

      Samþykkjendur

      Ábyrgðarmaður

      Ingunn Þorsteinsdóttir

      Útgefandi

      Ingunn Þorsteinsdóttir

      Upp »


      Skjal fyrst lesið þann 03/04/2011 hefur verið lesið 4716 sinnum