Túlkun
Jákvætt próf þýðir að erfðaefni M. genitalium eða T. vaginalis fannst í sýninu og er tilgreint á svari hvaða sýkill greindist.
Neikvætt próf þýðir að erfðaefni M. genitalium eða T. vaginalis fannst ekki í sýninu.
Jákvæð niðurstaða er merki um virka eða nýlega sýkingu af völdum M. genitalium eða T. vaginalis. Jákvætt svar táknar að markraðir sýkils séu til staðar í sýninu en ekki að sýkillinn sé lifandi. Því má búast við að fá jákvætt svar nokkrum vikum eftir meðferð. Neikvæð niðurstaða útilokar ekki sýkingu.
Falskt neikvæðar niðurstöður geta sést:
- Ef sýni er illa tekið, ekki geymt við 4°C eða berst seint til rannsóknastofu, og ef magn sýkla í sýninu er fyrir neðan næmi prófsins.
- Ef efni eru til staðar í sjúklingasýni sem hindra kjarnsýrumögnum.
- Ef stökkbreytingar á bindistað vísa og þreifara (í markröðum sýklanna) eru til staðar.
Falskt jákvæðar niðurstöður geta sést:
- Ef sýni mengast af jákvæðu sýni annars sjúklings (t.d. við flutning þvagsýnis í Urine Monovette glas).
- Ef Mycobacterium smegatis, Streptococcus salivarium eða Vibrio paraheamolyticus finnast í sýni. Möguleg kross-binding við erfðaefni þessara baktería fannst í rannsóknum framleiðanda.
Næmi til greiningar á M. genitalium er um 75% fyrir þvag og 70% fyrir skeiðarstroksýni í samanburði við próf sem umritar RNA (sem finnst í MG í mun fleiri eintökum en DNA) (2). Sértæki er um 100% fyrir báða sýnaflokkana. Klínísk þýðing falskt neikvæðra niðurstaðna er ekki þekkt að svo stöddu.
Fyrir karla er vitað að magn MG í sýnum er í réttu hlutfalli við einkenni og teikn þvagrásarbólgu (5) og því er mögulegt að falskt neikvæðar niðurstöður sjáist frekar í einkennalausum körlum.
Lítið er vitað um næmi og sértæki prófsins fyrir greiningu á TV.