../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rsýk-391
Útg.dags.: 01/27/2022
Útgáfa: 4.0
2.02.20 Kynfæri - PCR fyrir Mycoplasma genitalium og Trichomonas vaginalis
Hide details for Rannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriðiRannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriði
Heiti rannsóknar: Mycoplasma genitalium og Trichomonas vaginalis erfðaefnispróf.
Samheiti: Mycoplasma og Trichomonas
Pöntun: Beiðni um sýklarannsókn eða Cyberlab innan LSH. Verð: Sjá Gjaldskrá
    Hide details for ÁbendingÁbending
  • Grunur um Mycoplasma genitalium sýkingu hjá körlum með þvagrásarbólgu og neikvætt lekandapróf, hjá konum með einkenni eða teikn grindarholsbólgu og hjá núverandi bólfélögum einstaklinga með greinda MG sýkingu (1).
  • Grunur um Trichomonas vaginalis(TV) sýkingu. Helstu birtingarmyndir sýkingar eru þvagrásarbólga hjá körlum og skeiðarbólga og þvagrásarbólga hjá konum.
    Hide details for Grunnatriði rannsóknarGrunnatriði rannsóknar
  • Ný íslensk rannsókn á Göngudeild Húð- og kynsjúkdóma Landspítala sýndi að algengi M. genitalium í þýði deildarinnar var 9% og að algengi gena sem tengjast azithromycin ónæmi var 50% í MG-jákvæðum einstaklingum. M. genitalium sýking er því næstalgengasti bakteríukynsjúkdómurinn á Íslandi, á eftir klamydíu. Í sömu rannsókn reyndist algengi Trichomonas vera 0.1% (2).
  • Við greiningu M. genitalium og Trichomonas er notað er rauntíma PCR sem leitar að báðum sýklunum í sama hvarfi. Í prófinu eru vísar (prímerar) notaðir til þess að magna upp markröðina sem er verið að leita að og flúrmerktir þreifara (próbar) festast við markröðina og gef þá frá sér lit sem er mældur í rauntíma. Leitað er að 2 markröðum: fyrir M. genitalium er það MgPa og fyrir Trichomonas vaginalis er það 2-kt endurteknar raðir.
  • Ef erfðaefni MG finnst í sýni þá er leitað að markröðum gena sem geta valdið ónæmi fyrir azithromycin.
    Hide details for SýnatakaSýnataka
      Hide details for Sérstök tímasetning sýnatökuSérstök tímasetning sýnatöku
      • Æskilegt er að taka sýni áður en sýklalyfjameðferð hefst.
      • Ef sannreyna þarf árangur meðferðar við M. genitalium skal ekki taka kontrólsyni fyrr en a.m.k. þremur vikum eftir lok meðferðar því að erfðaefni úr dauðum M. genitalium frumum getur skilist út í nokkrar vikur eftir meðferð.
      • Ekki er talin þörf á kontrólsyni eftir meðferð við Trichomonas.
      Hide details for Ílát og áhöldÍlát og áhöld
      • Karlar: dauðhreinsað þvagsýnatökuglas með skrúfuðum tappa
      • Konur: eSwab pinni í glasi með bleikum tappa (mynd)
    _

      Hide details for Gerð og magn sýnisGerð og magn sýnis
      • M. genitalium finnst oft í mjög litlu magni í sýkingum og því er mikilvægt að fylgja leiðbeiningum um sýnatöku.
      • Karlar: taka skal 10 - 20 mL af fyrstu bunu þvagi. Ekki er mælt með meira magni því það þynnir bakteríuþéttni sýnis.
      • Konur: strok frá skeið .
      • Senda má önnur sýni eins og strok frá þvagrás karla, endaþarmi og leghálsi, en minna er vitað um greiningarhæfni prófsins fyrir þessi sýni samanborið við þvag karla og skeiðarstrok.
        • Rannsóknir benda til að þvag karla sé jafn gott eða betra sýni en þvagrásarstrok.
      Hide details for Lýsing sýnatökuLýsing sýnatöku
      Þvagsýni (karlar).
      1. Sjúklingurinn má ekki hafa kastað af sér þvagi í 1 klukkustund fyrir sýnatöku.
      2. Sjúklingur kastar af sér 10 - 20 ml af fyrsta þvagi (ekki miðbunuþvagi) í þvagdós án viðbótarefna. Flytja má þvagið í Urine Monovette glas ef það auðveldar geymslu og flutning.
      Skeiðarstrok (leggangastrok): tekið af heilbrigðisstarfsmanni eða sjúklingi
      1. Sýni tekið með eSwab pinna í sýnaglasi með bleikum tappa, sjá mynd ofar. ATH! Ekki skal væta pinnann í vökvanum í glasinu fyrir sýnatöku.
      2. Tekið er um pinnann fyrir ofan skoruna og honum stungið u.þ.b. 5 cm inn í skeið. Ef kona tekur sýni sjálf skal færa skapabarma í sundur áður en pinna er stungið inn.
      3. Pinna er strokið eftir slímhúðinni með snúningshreyfingu í 30 sek (til að auka smitmagn á pinna).
      4. Ef pinni er brúnn eða blóðugur þarf að endurtaka sýnatöku.
      5. Setjið pinnann í sýnaglasið og brjótið skaftið af við skoruna. Gætið þess að pinnaskaft OFAN við skoru fari ekki ofan í glasið.
      Áríðandi: Pinninn á að fylgja með í glasinu.
      Sjálftekin sýni úr leggöngum.pptx

      Leghálsstrok og þvagrás karla
      1. Sýni tekið með eSwab pinna í sýnaglasi með bláum tappa, sjá mynd ofar. ATH! Ekki skal væta pinnann í vökvanum í glasinu fyrir sýnatöku.
      2. Tekið er um pinnann fyrir ofan skoruna og honum stungið inn í leghálsinn eða þvagrás karla, og snúið í 5 hringi (í sömu átt).
      3. Ef pinni er brúnn eða blóðugur þarf að endurtaka sýnatöku.
      4. Setjið pinnann í sýnaglasið og brjótið skaftið af við skoruna. Gætið þess að pinnaskaft OFAN við skoru fari ekki ofan í glasið.
      Áríðandi: Pinninn á að fylgja með í glasinu.

      Endaþarmsstrok
      1. Sýni tekið með eSwab pinna í sýnaglas með bleikum tappa, sjá mynd ofar. ATH! Ekki skal væta pinnann í vökvanum í glasinu fyrir sýnatöku.
      2. Tekið er um pinnann fyrir ofan skoruna og honum stungið 3 - 5 cm inn í endaþarm.
      3. Pinna er strokið eftir slímhúðinni með snúningshreyfingu, í 5 - 10 sek. Ef pinni er mikið saurmengaður þá skal farga honum og endurtaka sýnatöku.
      4. Setjið pinnann í sýnaglasið og brjótið skaftið af við skoruna. Gætið þess að pinnaskaft OFAN við skoru fari ekki ofan í glasið.
      Áríðandi: Pinninn á að fylgja með í glasinu.

      Örugg losun sýnatökuefna og áhalda

    Hide details for Sending og geymslaSending og geymsla
      Hide details for FlutningskröfurFlutningskröfur
      Sýni má senda við stofuhita og æskilegt er að það berist til Sýkla- og veirufræðideildar Landspítala innan 3ja daga frá sýnatöku.

    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
      Hide details for SvarSvar
      • Niðurstaða fyrir greiningu á M. genitaliumog T. vaginalis liggur fyrir að öllu jöfnu innan 7-10 daga eftir að sýnið berst á Sýkla- og veirufræðideild.
      • M. genitalium og T. vaginalis sýkingar eru ekki tilkynninga- né skráningaskyldir sjúkdómar á Íslandi.
      Hide details for TúlkunTúlkun
      Jákvætt próf þýðir að erfðaefni M. genitalium eða T. vaginalis fannst í sýninu og er tilgreint á svari hvaða sýkill greindist.
      Neikvætt próf þýðir að erfðaefni M. genitalium eða T. vaginalis fannst ekki í sýninu.

      Jákvæð niðurstaða er merki um virka eða nýlega sýkingu af völdum M. genitalium eða T. vaginalis. Jákvætt svar táknar að markraðir sýkils séu til staðar í sýninu en ekki að sýkillinn sé lifandi. Því má búast við að fá jákvætt svar nokkrum vikum eftir meðferð. Neikvæð niðurstaða útilokar ekki sýkingu.

      Falskt neikvæðar niðurstöður geta sést:
      • Ef sýni er illa tekið, ekki geymt við 4°C eða berst seint til rannsóknastofu, og ef magn sýkla í sýninu er fyrir neðan næmi prófsins.
      • Ef efni eru til staðar í sjúklingasýni sem hindra kjarnsýrumögnum.
      • Ef stökkbreytingar á bindistað vísa og þreifara (í markröðum sýklanna) eru til staðar.

      Falskt jákvæðar niðurstöður geta sést:
      • Ef sýni mengast af jákvæðu sýni annars sjúklings (t.d. við flutning þvagsýnis í Urine Monovette glas).
      • Ef Mycobacterium smegatis, Streptococcus salivarium eða Vibrio paraheamolyticus finnast í sýni. Möguleg kross-binding við erfðaefni þessara baktería fannst í rannsóknum framleiðanda.

      Næmi til greiningar á M. genitalium er um 75% fyrir þvag og 70% fyrir skeiðarstroksýni í samanburði við próf sem umritar RNA (sem finnst í MG í mun fleiri eintökum en DNA) (2). Sértæki er um 100% fyrir báða sýnaflokkana. Klínísk þýðing falskt neikvæðra niðurstaðna er ekki þekkt að svo stöddu.

      Fyrir karla er vitað að magn MG í sýnum er í réttu hlutfalli við einkenni og teikn þvagrásarbólgu (5) og því er mögulegt að falskt neikvæðar niðurstöður sjáist frekar í einkennalausum körlum.

      Lítið er vitað um næmi og sértæki prófsins fyrir greiningu á TV.


    Hide details for HeimildirHeimildir
    1. Soni et al. British Association for Sexual Health and HIV national guideline for the management of infection with Mycoplasma genitalium (2018) BASHH2018 full guidelines.pdfBASHH2018 full guidelines.pdf
    2. Hilmarsdóttir I, Arnardóttir EM, Jóhannesdóttir ER, Valsdóttir F, Golparian D, Hadad R, Vigfússon HB, Unemo M. Prevalence of Mycoplasma genitalium and Antibiotic Resistance-Associated Mutations in Patients at a Sexually Transmitted Infection Clinic in Iceland, and Comparison of the S-DiaMGTV and Aptima Mycoplasma genitalium Assays for Diagnosis. J Clin Microbiol. 2020 Aug 24;58(9):e01084-20. doi: 10.1128/JCM.01084-20 https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/32611793/
    3. Murray GL et al. The impact of sample storage on molecular-based detection of Mycoplasma genitalium. J Appl Microbiol. 2019 Oct;127(4):1219-1223.
    4. Hardick K et al. INCLUSIVITY, EXCLUSIVITY, STABILITY AND PROSPECTIVE TESTING OF TWO REAL-TIME PCR ASSAYS FOR MYCOPLASMA GENITALIUM. Sex Transm Infect 2019;95(Suppl 1):A1–A376
    5. Libois A et al. Prevalence of Mycoplasma genitalium in men with urethritis in a large public hospital in Brussels, Belgium: An observational, cross-sectional study. PLoS One. 2018 Apr 26;13(4):e0196217.



    Ritstjórn

    Torfhildur Jónsdóttir
    Ingibjörg Hilmarsdóttir
    Freyja Valsdóttir
    Katrín Helga Óskarsdóttir - katrinho
    Álfheiður Þórsdóttir - alfheidt
    Sara Björk Southon - sarabso

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Ingibjörg Hilmarsdóttir

    Útgefandi

    Álfheiður Þórsdóttir - alfheidt

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 03/02/2020 hefur verið lesið 1747 sinnum