../ IS  
Útgefiđ gćđaskjal: Leiđbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-051
Útg.dags.: 06/23/2023
Útgáfa: 6.0
2.02.01.01 DHEA-S
Hide details for AlmenntAlmennt
Verđ: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriđi rannsóknar: Dehýdróepiandrósterón (DHEA) og dehýdróepiandrósterón-súlfat (DHEA-S) eru andrógen sterar framleiddir í nýrnahettum. Dagleg framleiđsla á DHEA-S er svipuđ ađ magni og kortisóls, en er öfugt viđ kortisól ekki undir beinni stjórn ACTH. Langvarandi hár styrkur ACTH veldur ţó einnig hćkkun á DHEA-S, ţar sem ACTH örvar alla starfsemi í nýrnahettum. Súlfat hópur DHEA-S gerir ţađ ađ verkum ađ ţađ binst fast albúmíni og lengir sú binding helmingunartímann í blóđi. Styrkur DHEA-S í blóđi gefur ţannig vísbendingu um starfrćna virkni nýrnahetta. Engin sólahringssveifla er á styrk DHEA-S öfugt viđ DHEA. Ţéttni DHEA-S í sermi er mjög mismunandi eftir aldri, sjá viđmiđunarmörk. DHEA-S sjálft hefur lítil sem engin andrógen áhrif, en getur metaboliserast í virkari andrógen eins og andróstendíon og testósterón í vefjum líkamans og valdiđ ţannig karlkyns einkennum ef framleiđsla ţeirra eykst viđ sjúkdóma í nýrnahettum.
Helstu ábendingar:
Helstu ábendingar fyrir DHEA-S mćlingum er grunur um karlkyns (androgen) einkenni hjá konum og börnum og ber ţá einnig ađ mćla styrk S-testósteróns (tótal) og S-SHBG (sex hormone binding globulin). Ađrar ábendingar eru ofvöxtur eđa ćxli í nýrnahettum og mat á bćlingu á nýrnahettustarfsemi viđ sykursterameđferđ.
Hide details for MćliađferđMćliađferđ
Electrochemiluminiscence immunoassay "ECLIA" á mćlitćki frá Roche (cobas e immunoassay analyzers).
Hide details for Sýnataka, sending, geymsla og hvenćr mćling er framkvćmd.Sýnataka, sending, geymsla og hvenćr mćling er framkvćmd.
Gerđ og magn sýnis: Sermi, 0,5 ml.
Sýni tekiđ í serum glas međ rauđum tappa međ geli (gul miđja). Litakóđi samkvćmt Greiner.

Geymist 14 daga í kćli eftir ađ sýniđ hefur veriđ snúiđ niđur og 12 mánuđi viđ -20°C
Mćling gerđ einu sinni í viku.
Hide details for ViđmiđunarmörkViđmiđunarmörk
Háđ aldri og kyni.

Börn μmól/L

< 1 vikna2,93-16,5
1 - 4 vikna0,86-11,7
1 - 12 mán.0,09-3,35
1 - 4 ára0,01-0,53
5 – 9 ára0,08 – 2,31

Konur

10 – 14 ára0,92 – 7,6
14 – 19 ára1,8 - 10
19 – 24 ára4,0 - 11
24 – 34 ára2,7 – 9,2
34 – 44 ára1,6 – 9,2
44 – 54 ára0,96 – 7,0
54 – 64 ára0,51 – 5,6
64 – 74 ára0,26 – 6,7
> 74 ára0,33 – 4,2

Karlar

10 – 14 ára0,66 – 6,7
14 – 19 ára1,9 – 13
19 – 24 ára5,7 – 13
24 – 34 ára4,3 – 12
34 – 44 ára2,4 – 12
44 – 54 ára1,2 – 9,0
54 – 64 ára1,4 – 8,0
64 – 74 ára0,91 – 6,8
> 74 ára0,44 – 3,3
  Hide details for NiđurstöđurNiđurstöđur
  Truflandi efni: Bíótín (B7 vítamín) í háum styrk getur valdiđ truflun, falskri hćkkun, í DHEA-S ađferđinni sem veriđ er ađ nota á Landspítala (Cobas Roche). Hjá sjúklingum á háum bíótín skömmtum (<5 mg/dag) ţurfa ađ líđa a.m.k. 8 klst frá síđasta bíótín skammti ţar til bóđsýni er tekiđ. Ţađ sama gildir um fjölvítamín og bćtiefni sem innihalda bíótín (fjölvítamín og bćtiefni fyrir hár, húđ og neglur innihalda oft mikiđ bíótín).

  Túlkun
  Hćkkun: Hćkkun á DHEA-S í sermi sést viđ víriliserandi ástand sem á uppruna sinn í nýrnahettum eins og medfćddan nýrnahettuofvöxt. Einnig viđ fjölblöđru eggjastokka. Mjög há gildi geta gefiđ til kynna andrógen framleiđandi ćxli í nýrnahettuberki og ectopic ACTH framleiđslu.
  Lćkkun: Lág gildi DHEA-S sjást hjá unglingum međ seinkađan kynţroska. Einnig sjást lág gildi viđ vanstarfsemi nýrnahetta og góđkynja kortisólframleiđandi ćxli. Einnig viđ međferđ međ sykursterum og viđ lágan styrk albúmíns í sermi eins og viđ međgöngu, skorpulifur og per os östrógen međferđ.
  Hide details for HeimildirHeimildir
  Upplýsingableđill DHEA-S, Cobas, Roche. 2022-10, V 21.0.
  Tietz Textbook of Clinical Chemistry and Molecular Diagnostics. Sixth Edition. Elsevier Saunders, 2018.

   Ritstjórn

   Aldís B Arnardóttir
   Sigrún H Pétursdóttir
   Ingunn Ţorsteinsdóttir
   Fjóla Margrét Óskarsdóttir
   Guđmundur Sigţórsson

   Samţykkjendur

   Ábyrgđarmađur

   Ingunn Ţorsteinsdóttir

   Útgefandi

   Ingunn Ţorsteinsdóttir

   Upp »


   Skjal fyrst lesiđ ţann 03/04/2011 hefur veriđ lesiđ 2949 sinnum