../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-051
Útg.dags.: 06/23/2023
Útgáfa: 6.0
2.02.01.01 DHEA-S
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar: Dehýdróepiandrósterón (DHEA) og dehýdróepiandrósterón-súlfat (DHEA-S) eru andrógen sterar framleiddir í nýrnahettum. Dagleg framleiðsla á DHEA-S er svipuð að magni og kortisóls, en er öfugt við kortisól ekki undir beinni stjórn ACTH. Langvarandi hár styrkur ACTH veldur þó einnig hækkun á DHEA-S, þar sem ACTH örvar alla starfsemi í nýrnahettum. Súlfat hópur DHEA-S gerir það að verkum að það binst fast albúmíni og lengir sú binding helmingunartímann í blóði. Styrkur DHEA-S í blóði gefur þannig vísbendingu um starfræna virkni nýrnahetta. Engin sólahringssveifla er á styrk DHEA-S öfugt við DHEA. Þéttni DHEA-S í sermi er mjög mismunandi eftir aldri, sjá viðmiðunarmörk. DHEA-S sjálft hefur lítil sem engin andrógen áhrif, en getur metaboliserast í virkari andrógen eins og andróstendíon og testósterón í vefjum líkamans og valdið þannig karlkyns einkennum ef framleiðsla þeirra eykst við sjúkdóma í nýrnahettum.
Helstu ábendingar:
Helstu ábendingar fyrir DHEA-S mælingum er grunur um karlkyns (androgen) einkenni hjá konum og börnum og ber þá einnig að mæla styrk S-testósteróns (tótal) og S-SHBG (sex hormone binding globulin). Aðrar ábendingar eru ofvöxtur eða æxli í nýrnahettum og mat á bælingu á nýrnahettustarfsemi við sykursterameðferð.
Hide details for MæliaðferðMæliaðferð
Electrochemiluminiscence immunoassay "ECLIA" á mælitæki frá Roche (cobas e immunoassay analyzers).
Hide details for Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.
Gerð og magn sýnis: Sermi, 0,5 ml.
Sýni tekið í serum glas með rauðum tappa með geli (gul miðja). Litakóði samkvæmt Greiner.

Geymist 14 daga í kæli eftir að sýnið hefur verið snúið niður og 12 mánuði við -20°C
Mæling gerð einu sinni í viku.
Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk
Háð aldri og kyni.

Börn μmól/L

< 1 vikna2,93-16,5
1 - 4 vikna0,86-11,7
1 - 12 mán.0,09-3,35
1 - 4 ára0,01-0,53
5 – 9 ára0,08 – 2,31

Konur

10 – 14 ára0,92 – 7,6
14 – 19 ára1,8 - 10
19 – 24 ára4,0 - 11
24 – 34 ára2,7 – 9,2
34 – 44 ára1,6 – 9,2
44 – 54 ára0,96 – 7,0
54 – 64 ára0,51 – 5,6
64 – 74 ára0,26 – 6,7
> 74 ára0,33 – 4,2

Karlar

10 – 14 ára0,66 – 6,7
14 – 19 ára1,9 – 13
19 – 24 ára5,7 – 13
24 – 34 ára4,3 – 12
34 – 44 ára2,4 – 12
44 – 54 ára1,2 – 9,0
54 – 64 ára1,4 – 8,0
64 – 74 ára0,91 – 6,8
> 74 ára0,44 – 3,3
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Truflandi efni: Bíótín (B7 vítamín) í háum styrk getur valdið truflun, falskri hækkun, í DHEA-S aðferðinni sem verið er að nota á Landspítala (Cobas Roche). Hjá sjúklingum á háum bíótín skömmtum (<5 mg/dag) þurfa að líða a.m.k. 8 klst frá síðasta bíótín skammti þar til bóðsýni er tekið. Það sama gildir um fjölvítamín og bætiefni sem innihalda bíótín (fjölvítamín og bætiefni fyrir hár, húð og neglur innihalda oft mikið bíótín).

    Túlkun
    Hækkun: Hækkun á DHEA-S í sermi sést við víriliserandi ástand sem á uppruna sinn í nýrnahettum eins og medfæddan nýrnahettuofvöxt. Einnig við fjölblöðru eggjastokka. Mjög há gildi geta gefið til kynna andrógen framleiðandi æxli í nýrnahettuberki og ectopic ACTH framleiðslu.
    Lækkun: Lág gildi DHEA-S sjást hjá unglingum með seinkaðan kynþroska. Einnig sjást lág gildi við vanstarfsemi nýrnahetta og góðkynja kortisólframleiðandi æxli. Einnig við meðferð með sykursterum og við lágan styrk albúmíns í sermi eins og við meðgöngu, skorpulifur og per os östrógen meðferð.
    Hide details for HeimildirHeimildir
    Upplýsingableðill DHEA-S, Cobas, Roche. 2022-10, V 21.0.
    Tietz Textbook of Clinical Chemistry and Molecular Diagnostics. Sixth Edition. Elsevier Saunders, 2018.

      Ritstjórn

      Aldís B Arnardóttir
      Sigrún H Pétursdóttir
      Ingunn Þorsteinsdóttir
      Fjóla Margrét Óskarsdóttir
      Guðmundur Sigþórsson

      Samþykkjendur

      Ábyrgðarmaður

      Ingunn Þorsteinsdóttir

      Útgefandi

      Ingunn Þorsteinsdóttir

      Upp »


      Skjal fyrst lesið þann 03/04/2011 hefur verið lesið 3160 sinnum