../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-742
Útg.dags.: 11/07/2023
Útgáfa: 2.0
2.02.01.01 Vórikónazól
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar: Vórikónazól (e. voriconazole) er breiðvirkt triazol sveppalyf. Það er notað við ífarandi aspergillosis sýkingum, candidasýkingum í blóði, ífarandi candítasýkingum og alvarlegum sveppasýkingum af völdum Scedosporium spp. og Fusarium ssp. Lyfjahvörf vórikónazóls eru ólínuleg og breytileg innan og milli einstaklinga, meðferðarbilið er þröngt og milliverkanir við önnur lyf eru algeng. Mælingar á styrk vórikónazóls eru því gagnlegar til að stilla inn hæfilegan lyfjastyrk í blóði og til að koma í veg fyrir eitranir.
Helstu ábendingar: Meðferðareftirlit.
Hide details for Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.
Sýnataka: Við meðferðareftirlit skal safna sýni rétt fyrir venjulegan lyfjatökutíma. Sýni skal ekki tekið fyrr en jafnvægi er komið á lyfjastyrkinn í blóði sem er eftir 5 helmingunartíma lyfsins (á bæði við í upphafi lyfjameðferðar og eins eftir breytingar á skömmtum).
Gerð og magn sýnis: Sermi, 0,5 ml. Sýni tekið í serum glas með rauðum tappa án gels (svört miðja) . Litakóði samkvæmt Greiner.


Geymsla: Sýni geymist í kæli í 7 daga og í frysti í 3 mánuði.
Framkvæmd: Mælingin er gerð í Fossvogi, einu sinni í viku. Mælt á massagreini (LC-MS/MS).

Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk
Meðferðarmörk: 2,0 - 5,5 mg/L
Eitrunarmörk: > 6 mg/L
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Túlkun Meðferðarmörk miðast við lággildi (e. trough levels).
    Hækkun: Gildi >6 mg/L hafa verið tengd eitrunum af völdum vórikónazols.
    Lækkun: Gildi < 1 mg/L hafa verið tengd ófullnægjandi meðferðarsvörun.

    Truflandi efni: Efni í geli í blóðtökuglasi geta truflað mælingar sem gerðar eru á massagreinum. Þar fyrir utan getur gel valdið falskri lækkun á styrk lyfs í blóðsýni með því að draga lyfið í sig. Þessi lækkun getur verið klínískt marktæk, háð rúmmáli sýnis og þeim tíma sem sýnið er geymt í glasinu.
    Hide details for HeimildirHeimildir
    Recipe, Instruction Manual, ClinMass TDM kit System, Antimycotics in Serum / Plasma. Document Version 2.0, Date of Release: 25.11.2019.
    Tietz Textbook of Clinical Chemistry and Molecular Diagnostics. Sixth Edition. Elsevier Saunders, 2017.

      Ritstjórn

      Sigrún H Pétursdóttir
      Ingunn Þorsteinsdóttir
      Fjóla Margrét Óskarsdóttir

      Samþykkjendur

      Ábyrgðarmaður

      Ísleifur Ólafsson

      Útgefandi

      Sigrún H Pétursdóttir

      Upp »


      Skjal fyrst lesið þann 10/31/2022 hefur verið lesið 350 sinnum