../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rmein-222
Útg.dags.: 12/08/2023
Útgáfa: 1.0
2.02.04.01 VariantPlex Exp. Solid Tumor Panel - 76 gen
Hide details for Rannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriðiRannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriði
Heiti rannsóknar: VariantPlex Expanded Solid Tumor Panel
Samheiti: VariantPlex76, VarPlex, VarPlex76, VariantPlex Exp.

Markmið rannsóknar: Að greina breytingar í útröðum 76 gena (sjá fylgiskjal 1, bls. 2-5), röskun í mislengdarerfðamörkum (e. microsatellite instability, MSI) og mögnun á völdum genum, þ.m.t. ERBB2, EGFR og MET.

Aðferð: DNA eða TNA (e. Total nucleic acids) einangrun, háhraðaraðgreining (e. Next generation sequencing, NGS) á NextSeq eða MiSeq raðgreini.

Pöntun: Rafræn beiðni í Heilsugátt / Beiðni um stökkbreytingapróf.

Verð: 24 einingar. Sjá Gjaldskrá.

Ábendingar: Prófið greinir stökkbreytingar í æxlisvef, sem geta verið leiðbeinandi um val á krabbameinsmeðferð, hjálpað til við greiningu eða geta sagt fyrir um horfur. Prófið greinir þannig flestar þekktar lyfjanlegar stökkbreytingar í þeim genum sem raðgreind eru, og finnast t.d. í krabbameinum sem eiga uppruna í lungum, ristli, lifur, brisi, gallgöngum, brjóstum, eggjastokkum, legi, blöðruhálskirtli, skjaldkirtli og nýrum.

Mögulegar viðbótarrannsóknir: FusionPlex Lung panel til að leita samrunagena ef niðurstöður gefa tilefni til.
Hide details for SýniSýni
Gerð og magn sýnis:
  • Vefjasýni eða nálarsýni FFPE (e. formalin-fixed paraffin-embedded), skorin í 12 µm þykkar sneiðar (1-5 sneiðar eftir flatarmáli vefjarins).
  • Cellblock sýni, skorin í 12 µm þykkar sneiðar (oft mjög fáar frumur og því gott að fá eins margar sneiðar og unnt er).
  • Vefjasneið á gleri (1-3 gler eftir flatarmáli vefjarins).
  • Frumustrok á gleri (1 gler nóg ef sýnið er frumuríkt).

Val á sýni: Meinafræðingur velur sýni, merkir þann hluta vefjarins sem á að nota og metur æxlisprósentu.
Æxlisprósenta: Hlutfall æxlisfrumna í sýninu þarf að vera a.m.k. 10% til að hægt sé að framkvæma prófið.
Hide details for SvartímiSvartími
2-6 vikur
Hide details for Niðurstöður og túlkunNiðurstöður og túlkun
Niðurstöður rannsóknarinnar eru birtar í Heilsugátt.

Í Heilsugáttarsvari eru allar breytingar sem finnast í æxlissýninu taldar upp, auk þess sem þær
eru settar í klínískt samhengi. Nánar tiltekið eru birtar upplýsingar um allar þær stökkbreytingar
sem fundust í sýninu og fyrir hverja þeirra er greint frá núkleótíð- og amínósýrubreytingu, NM-röð
og tíðni breytingarinnar.
Einnig eru genamagnanir taldar upp, en þær þarf í einhverjum tilfellum að staðfesta með öðrum
aðferðum. MSI gildi er gefið upp í prósentu og sérstaklega bent á þegar niðurstöður benda til að
MSI gildi teljist hátt.

Þær stökkbreytingar sem finnast í sýninu eru flokkaðar í tier I, tier II og tier III eftir klínískri þýðingu.

Flokkun í tier I vísar í breytingar sem hafa beina klíníska þýðingu hvað varðar lyfjagjöf.
Flokkun í tier II byggir m.a. á því hvort að stökkbreytingarnar eru til skoðunar í erlendum klínískum
rannsóknum og/eða nú þegar notuð sem lyfjamörk í öðrum krabbameinsgerðum.
Flokkun í tier III á við þær breytingar þar sem klínísk þýðing breytingar er óþekkt.

Einnig eru breytingar flokkaðar eftir áhrifum á horfur í einhverjum tilfellum, en þá er það tekið
sérstaklega fram.

Ritstjórn

Rósa Björk Barkardóttir
Inga Reynisdóttir
Guðrún Jóhannesdóttir
Helga Sigrún Gunnarsdóttir - helgashe
Bylgja Hilmarsdóttir - bylgjahi

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Inga Reynisdóttir
Jón G Jónasson

Útgefandi

Helga Sigrún Gunnarsdóttir - helgashe

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 11/06/2023 hefur verið lesið 73 sinnum