Samheiti: Glucose dependent insulinotropic polypeptid (Gastric inhibitory polypeptide)
Sýnataka, geymsla og sýnasending
Gerð sýnis : EDTA-Plasma. Taka í stórt EDTA glas. Sjúklingur verður að vera fastandi.
Sýni tekið í glas með fjólubláum tappa án gels (svört miðja) . Litakóði samkvæmt Greiner.
Athugið! Þetta er ekki rútínumæling! Áður en sýni er tekið skal hafa samband við rannsóknastofuna:
http://www.labhandbok.se/
Sýni eru greind aðeins í viðurkenndum rannsóknarverkefnum
Magn: 10 mL EDTA-blóð.
Geymsla sýnis: Skilið strax niður í kæliskilvindu. Plasmað tekið ofan af og fryst innan við klst frá sýnatöku.
Sýnasending: Þurríssending til útlanda.