../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-686
Útg.dags.: 03/07/2023
Útgáfa: 4.0
2.02.01.01 Kortisól frítt í sólarhringsþvagi
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar: Sjá einnig umfjöllun um S-KORTISÓL. Í blóði er kortisól u.þ.b. 90% próteinbundið, stærsti hlutinn er bundinn próteininu transkortín (einnig kallað corticosteroid binding globulin (CBG)) en minna er bundið albúmíni. U.þ.b. 10% kortisóls í blóði er á fríu formi. Við aukna kortisólframleiðslu mettast próteinbindigetan fljótt þannig að mest aukning verður á fría hluta kortisóls. Frítt kortisól er sá hluti kortisóls sem skilist út með þvagi og gott samband er á milli kortisól útskilnaðar og styrks frís kortisóls í sermi. Mæling á sólarhringsútskilnaði frís kortisóls í þvagi (sÞ-frítt kortisól) gefur því góða mynd af heildarframleiðslu kortisóls. sÞ-frítt kortisól mæling er helst notuð til að skima fyrir Cushings heilkenni, þ.e. aukinni kortisólframleiðslu.
Helstu ábendingar: Grunur um Cushings heilkenni. Stundum einnig mælt í tengslum við Dexometasón próf.
Hide details for MæliaðferðMæliaðferð
LC-MS/MS
Hide details for Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.
Undirbúningur sjúklings: Sjúklingur skal forðast líkamlegt og andlegt álag eins og kostur er, áður og á meðan á þvagsöfnun stendur.
Gerð og magn sýnis: Sólarhringsþvag (24 klst þvagsöfnun). Sjúklingur safnar öllu þvagi í sólarhring (24 klst) samkvæmt leiðbeiningum rannsóknastofu. Þvagi er safnað í þvagsöfnunarílát án íblöndunarefna. Þvagið skal geymt í kæli meðan á söfnun stendur og eins eftir að henni er lokið.
Geymsla: Þvagið geymist í 48 klst við 2-8ºC og frosið í 6 mánuði við -20ºC.

Mæling gerð aðra hverja viku.
Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk
Aldur, ár:Kyn:Kortisól, nmól/24 klst
3-84-55
9-127-102
13-1711-154
18-70+karlar12-165
18-70+konur8-119
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Túlkun: Að því gefnu að þvagsöfnunin hafi verið framkvæmd með réttum hætti og að sjúklingur hafi ekki verið undir álagi, fyrir og á meðan á þvagsöfnun stóð, þá bendir aukinn útskilnaður á fríu kortisóli til Cushings heilkennis en eðlilegar niðurstöður mæla gegn þeirri greiningu. Hjá ófrískum konum og konum á estrogen meðferð verður aukning á útskilnaði á fríu kortisóli. Rannsóknin er ekki ætluð til að greina vanstarfsemi í nýrnahettum.

    Truflandi þættir:
    Ónákvæm þvagsöfnun getur leitt til rangra niðurstaðna. Sé þvagi safnað umfram 24 klukkustundir getur það leitt til falskt hækkaðra niðurstaðna en sé þvagsöfnunin ófullkomin, þ.e. ekki öllu þvagi safnað á þeim 24 klukkustundum sem þvagsöfnunin átti að standa, getur það leitt til falskt neikvæðrar niðurstöðu. Mæling á kreatínín útskilnaði gefur hugmynd um hversu fullkomin þvagsöfnunin hefur verið og þannig skyldu sÞ-kreatínín gildi undir neðri viðmiðunarmörkum eða yfir þeim efri vekja grun um að ekki hafi verið staðið rétt að þvagsöfnuninni.

    Prednisólon truflar mælinguna, þ.e. veldur falskri hækkun á kortisóli. Mæliaðferðin greinir hvort prednosólon sé í sýninu og ef svo er þá er ekki gefin upp kortisól niðurstaða heldur bent á að skila þurfi nýju sýni. Einnig voru eftirtalin lyf prófuð m.t.t. þess hvort þau trufluðu mælinguna, sem þau gerðu ekki: dexamethasone, fludrocortisone, spironolactone, carbamazepin.
    Hide details for HeimildirHeimildir
    Clinical Biochemistry Metabolic and Clinical Aspects. Third Editions. Churchill Livingstone Elsevier, 2014.
    Taylor L, Machacek D, Singh RJ. Validation of High-Throughput Liquid Chromoatography-Tandem Mass Spectrometry Method for Urinary Cortisol and Cortisone. Clinical Chemistry 48:9. 1511-1519 (2002).

        Ritstjórn

        Sigrún H Pétursdóttir
        Ingunn Þorsteinsdóttir
        Fjóla Margrét Óskarsdóttir
        Guðmundur Sigþórsson

        Samþykkjendur

        Ábyrgðarmaður

        Ísleifur Ólafsson

        Útgefandi

        Ingunn Þorsteinsdóttir

        Upp »


        Skjal fyrst lesið þann 02/09/2017 hefur verið lesið 2765 sinnum