../
IS
Gæðahandbók
Breytingartillaga
Prenta
Senda
Loka
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-126
Útg.dags.: 06/15/2023
Útgáfa: 6.0
2.02.01.01 Lípasi
Almennt
Almennt
Verð:
Sjá
Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar:
Lípasi er ensím sem hvatar hydrolysu á þríglyceríðum í mónoglyceríð og fitusýrur. Ensímið er aðallega myndað í acinar frumum í brisi, en finnst þó einnig í lungum, maga og þörmum. Hlutverk lípasa er að melta þríglyceríð í meltingarveginum. Við bráða brisbólgu lekur aukið magn af lípasa út úr brisfrumum og yfir í blóð. Lípasi filtrerast út í glómerúli nýrna, en er reabsorberaður í túbúli og finnst því ekki að jafnaði í þvagi þótt magn í blóði sé aukið.
Helstu ábendingar:
Grunur um bráða brisbólgu.
Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.
Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.
Gerð og magn sýnis:
Plasma 0,5 ml. Sýni tekið í lithíum heparín glas með grænum tappa
með geli (gul miðja)
.
Litakóði samkvæmt Greiner.
Sýni er skilið niður innan einnar klukkustundar við 3000 rpm í 10 mínútur.
Geymist í 7 daga í kæli og eitt ár fryst við -20°C.
Sýni má senda við stofuhita.
Mæling er gerð allan sólarhringinn, alla daga vikunnar.
Viðmiðunarmörk
Viðmiðunarmörk
Viðmiðunarmörk: 13-60 U/L
Niðurstöður
Niðurstöður
Hækkuð gildi
: Aðeins há gildi hafa klíniska þýðingu. Mjög há gildi, allt að fimm sinnum efri viðmiðunarmörk sjást við bráða brisbólgu. Næmni (sensitivity) lípasa fyrir greiningu á bráðri brisbólgu er 80 - 100 % og sértækni (specificity) 80 - 100 %, eftir því hvaða lípasa gildi eru notuð til greiningar. Hækkun á lípasa þarf ekki endilega að endurspegla umfang bólgubreytinganna. Virkni ensímsins hækkar 4-8 tímum eftir upphaf bólgueinkenna og nær hámarki á 24 tímum, en fellur síðan niður í eðlileg gildi á 7-14 dögum.
Heimildir
Heimildir
Upplýsingableðill Amyl2, 2013-08, V 11 Roche Diagnostics, 2013.
Tietz Textbook of Clinical Chemistry and Molecular Diagnostics. Fifth Edition. Elsevier Saunders. 2012.
Ritstjórn
Sigrún H Pétursdóttir
Ingunn Þorsteinsdóttir
Fjóla Margrét Óskarsdóttir
Samþykkjendur
Ábyrgðarmaður
Ingunn Þorsteinsdóttir
Útgefandi
Ingunn Þorsteinsdóttir
Upp »