../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-076
Útg.dags.: 06/26/2023
Útgáfa: 5.0
2.02.01.01 Haptóglóbin
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar: Haptóglóbin er myndað í lifur og bindur frítt hemoglóbín í plasma, en lifrarfrumur hreinsa síðan hemoglóbín
-haptóglóbin komplexinn fljótt úr blóðinu. Því hefur intravascular rauðkornarof í för með sér lækkun haptóglóbins. Þegar allt haptóglóbin hefur bundist við frítt hemoglóbin við intravascular rauðkornarof, hækkar frítt hemoglóbin í blóði. Haptóglóbin styrkur hækkar í blóði við bólguviðbrögð í líkamanum.
Hide details for Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er gerðSýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er gerð
Gerð og magn sýnis:
Sýni tekið í lithíum heparín glas með grænum tappa með geli (gul miðja)
Litakóði samkvæmt Greiner
Sýni geymist í kæli í eina viku.
Mæling gerð alla virka daga.
Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk
Viðmiðunarmörk: < 15 ára: 0-2,05 g/L; > 15 ára:0,35-2,05 g/L .
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Túlkun
    Hækkun: Hækkar við bráðar og langvinnar bólgur (acute phase prótein).
    Lækkun: Lækkun við rauðkornarof. Einnig getur verið lækkun við langvinna lifrarsjúkdóma og aukið magn á östrogeni. Styrkur haptóglóbins er mjög lágur hjá nýburum.
    Hide details for HeimildirHeimildir
    Upplýsingableðill HAPT2, 2018-08, V 5.0 Roche Diagnostics, 2018
    Tietz Textbook of Clinical Chemistry and Molecular Diagnostics. Fifth Edition. Elsevier Saunders. 2012

      Ritstjórn

      Sigrún H Pétursdóttir
      Ingunn Þorsteinsdóttir
      Fjóla Margrét Óskarsdóttir

      Samþykkjendur

      Ábyrgðarmaður

      Ingunn Þorsteinsdóttir

      Útgefandi

      Ingunn Þorsteinsdóttir

      Upp »


      Skjal fyrst lesið þann 03/03/2011 hefur verið lesið 6189 sinnum