../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rmynd-109
Útg.dags.: 01/14/2014
Útgáfa: 1.0
2.02.05.04.101 Só kjálkaliðir
Hide details for Rannsóknir - Heiti, ábendingar, frábendingarRannsóknir - Heiti, ábendingar, frábendingar
Heiti rannsóknar: Segulómun kjálkaliðir
Samheiti: MRI TMJ (Temporomandibular joint)
Pöntun: Röntgensvör, sjá leiðbeiningar um pöntun myndgreiningarþjónustu.
Ábendingar: Liðhlaup, liðþófahrörnun, bólgur o.fl.
Frábendingar: Gangráður, ígrædd heyrnartæki, æðaklemmur, pumpur, VP - shunt, raförvi (stimulator) og ýmis ígræddur málmur. Mögulegar frábendingar eru mikil innilokunarkennd eða yfirþyngd.

Ekki hefur verið sýnt fram á skaðleg áhrif segulómunar á fóstur höfum við fyrirvara á rannsóknum á þunguðum konum og eru þær ekki framkvæmdar nema brýn nauðsyn þyki.

Athugið: Undantekningar eru á sumum frábendingum og þarf því oft að kanna framleiðanda og/eða aðgerðalýsingu fyrir hvert tilfelli.

    Hide details for Undirbúningur og framkvæmdUndirbúningur og framkvæmd

    Undirbúningur:
    Enginn undirbúningur er fyrir þessa rannsókn
      • Þeir sem eru með mikla innilokunarkennd geta fengið róandi töflu (Dormicum 7,5 mg) og þurfa þeir að mæta 30 mínútur fyrir rannsókn. Ekki er æskilegt að keyra eftir róandi lyf.
      • Gott er að skilja skartgripi eftir heima en í lagi er að vera með gullhringi.
      • Velkomið er að hafa aðstandenda með sér.
      • Mikilvægt er að mæta í rannsókn á réttum tíma, ef mætt er eftir að rannsóknartími hefst getum við ekki lofað að rannsókn verði gerð en gefum þá nýjan tíma.

      Til að tryggja öryggi við rannsókn er farið yfir gátlista með spurningum áður en rannsókn hefst.
      Fjarlægja þarf alla lausa málmhluti og klæðast sjúkrahússlopp til að koma í veg fyrir að málmhlutir á fötum trufli rannsóknina.
      Greiðslukort og önnur skilríki með segulrönd geta eyðilagst ef þau koma inn í rannsóknarherbergið.
      Verðmæti eru geymd í læstum skáp í búningsklefa.
    Aðferð:
      Liggja þarf á baki á rannsóknarbekk, hjálmur (loftnet) er settur yfir höfuð og bekkurinn er færður inn í tækið.
      Heyrnartól eru sett yfir eyru vegna hávaða í tæki og hægt er að hlusta á útvarp eða geisladisk.
      Allir fá öryggishnapp til að geta gert vart við sig ef þeir finna fyrir óþægindum eða innilokunarkennd.
      Í rannsókninni þarf ýmist að hafa munn lokaðan eða opinn samkvæmt fyrirmælum geislafræðings.
      Nauðsynlegt er að liggja kyrr á meðan rannsókn stendur.
    Tímalengd: 20 - 30 mínútur

    Eftirmeðferð: Engin
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Röntgenlæknir skoðar og metur rannsóknina. Niðurstaða er send til þess læknis sem óskaði eftir rannsókn, þegar svar hefur verið staðfest. Oftast er það næsti virki dagur. Læknar innan LSH geta skoðað svör og myndir á innri vef.

    Svör eru eingöngu lesin fyrir lækna. Starfsfólki öðrum en læknum og læknariturum er óheimilt að lesa svar í síma.
    Hide details for HeimildirHeimildir
    1. MR safety
    2. Selectional Anatomy 2

    Ritstjórn

    Alda Steingrímsdóttir
    Aðalheiður Jónsdóttir
    Halldóra Sigrún Guðmannsdóttir

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Pétur Hannesson

    Útgefandi

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 01/14/2016 hefur verið lesið 933 sinnum