../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-133
Útg.dags.: 06/15/2023
Útgáfa: 5.0
2.02.01.01 Metanól
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar: Metanól (methyl alcohol) eða tréspíritus finnst í ýmsum iðnaðarvörum, t.d. rúðuhreinsivökvum, frostlegi og leysiefnum. Metanól frásogast hratt frá meltingarvegi og hámarksþéttni næst í blóði eftir 0,5-1 klst frá inntöku. Dreifingarrúmmál er um 0,6 L/kg og próteinbinging er engin. Helmingunartími metanóls er 14-18 klst. Um 20% af metanóli útskilst á óbreyttu formi um lungu og nýru. Afgangurinn er brotinn niður í lifur, fyrst af alkóhól dehýdrógenasa sem hvatar oxun metanóls í formaldehýð og síðan formaldehýð dehýdrógenasa sem hvatar oxun formaldehýðs í maurasýru (formic acid). Maurasýran brotnar síðan niður í koldíoxíð og vatn. Metanólið sjálft er tiltölulega lítið eitrað og veldur einungis vægum ölvunaráhrifum, eitrunareinkenni metanóleitrunar stafa fyrst of fremst af maurasýrunni. Einkenni metanóleitrunar koma yfirleitt ekki fram fyrr en eftir 12-24 klst eftir inntöku, þ.e. eftir að maurasýra hefur myndast í nægjanlegu magni til að valda eitrun. Hafi etanól verið drukkið samhliða metanóli seinkar það framkomu eitrunareinkenna sem geta þá komið fram eftir 48-72 klst. Einkenni metanóleitrunarinnar eru sljóleiki, sjóntruflanir (sem getur endað sem varanleg blinda), ógleði, uppköst, kviðverkir, rugl, höfuðverkir, krampar, meðvitundarleysi, svæsin efnaskiptasýring og jafnvel öndunarlömun og dauði. Meðhöndlun metanóleitrunar byggist á því að leiðrétta efnaskiptasýringuna og að hamla frekara niðurboti metanóls með því að gefa lyfið fómepizól (4-methýlpýrazól) sem er sértækur hamlari á alkóhóldehýdrógenasa eða með því að gefa etanól sem er samkeppnishvarfefni fyrir alkóhóldehýdrógenasa. Þetta lengir helmingunartíma metanóls í 40-80 klst. Í svæsnum tilfellum getur þurft að grípa til blóðskilunar. Gjöf á fólínsýru er talin geta aukið niðurbrot maurasýru í koldíoxíð og vatn. Eitrunarskammtar af metanóli eru mjög einstaklingsbundnir en lífshættulegur skammtur er talinn vera 1-2ml/kg af hreinu metanóli en til eru dæmi um varanlega blindu og dauðsföll eftir mun lægri skammta eða 0,1 ml/kg.
Helstu ábendingar:
Grunur um metanól eitrun.
Hide details for Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.
Gerð og magn sýnis:
Sýni tekið í serum glas með rauðum tappa án gels (svört miðja) . Ekki skal hreinsa húð með alkóhóli fyrir blóðtöku. Litakóði samkvæmt Greiner.
Sermi, a.m.k. 1,5 ml. Geyma skal sýnið í vel lokuðu glasi til að varna uppgufun.
Sýnið geymist í 2 vikur í kæli og í 1 mánuð í frysti.

Hafa þarf samband við rannsóknastofuna til að fá rannsóknina gerða. Utan dagvinnutíma þarf að kalla út sérfræðilækni á rannsóknakjarna til að framkvæma mælinguna.
Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk
Neikvætt

Eitrunarmörk:
Ábending fyrir meðferð með etanóli eða fómepisóli er oft miðuð við metanól styrk > 6,2 mmól/L (20 mg/dl; 200 ug/mL; 200 mg/L). Sé efnaskiptasýring til staðar er meðhöndlað þótt styrkurinn sé lægri.
Oft er miðað við að meðhöndla sjúklinga með blóðskilun sé metanól styrkur > 15,6 mmól/L (50 mg/dL).
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Túlkun niðurstaðna: Mæling á S-metanóli staðfestir eða útilokar með beinum hætti grun um metanóleitrun. Mælingin er hinsvegar flókin og tímafrek og niðurstaða liggur oft ekki fyrir nægjanlega snemma til að gagnast við ákvarðanatöku um upphafsmeðferð.

    Neðangreindar mælingar geta gefið vísbendingar um metanóleitrun með óbeinum hætti;

    Osmólal-bil: Metanól veldur auknu osmólal bili. (Osmólal bil = mælt S-osmólalitet – reiknað osmólalitet í sermi (2 x Na+ + glúkósi + urea): viðmiðunarmörk < 15 mOsm/kg H2O). Það er metanólið sjálft sem veldur aukningu á osmólal bilinu og kemur aukningin því fram fljótt eftir inntöku metanóls en minnkar síðan eftir því sem líður á eitrunina, þ.e. samhliða niðurbroti metanóls. Eðlilegt osmólal bil útilokar því ekki metanóleitrun. (Muna að etanól, sé það til staðar, leggur til osmólal bilsins).
    Anjóna-bil: Eftir því sem á líður á eitrunina og styrkur niðurbrotsefna hækkar kemur fram efnaskiptasýring með auknu anjóna bili. (Anjónabil = Na+ - (Cl- + HCO3-): viðmiðunarmörk 10 – 14 mmól/L).
    S-amýlasi: Margir sjúklingar með metanóleitrun hafa hækkun á S-amýlasa.

    Til að breyta einingum metanóls úr:
    g/L í mmól/L er margfaldað með 31,2
    mg/dL í mmól/L er margfaldað með 0,312
    ug/mL í mmól/L er margfaldað með 0,0312
    mmól/L í mg/dL er deilt með 0,312


    Hide details for HeimildirHeimildir
    Tietz Textbook of Clinical Chemistry and Molecular Diagnostics, Fifth Edition, Elsevier Saunders, 2012.
    Methanol and ethylene glycol poisoning. UpToDate, 2018.
    Chow Yuen Ng, et al. Toxic alcohol diagnosis and management: an emergency medicine review. Internal and Emergency Medicine (2018) 13:375-383.
    Kraut, Mullins. Toxic alcohols, review article. New Endland Journal of Medicine. 2018;378:270-80.
    Rietjens, Lange and Muelenbelt. Ethanol glycol or methanol intoxication: which antidote should be used, fomepizole or ethanol? Nederlands The Journal of Medicine. 2014,vol 72, No 2.


    Ritstjórn

    Sigrún H Pétursdóttir
    Ingunn Þorsteinsdóttir
    Fjóla Margrét Óskarsdóttir
    Guðmundur Sigþórsson

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Ingunn Þorsteinsdóttir

    Útgefandi

    Ingunn Þorsteinsdóttir

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 03/04/2011 hefur verið lesið 2416 sinnum