../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-744
Útg.dags.: 11/03/2023
Útgáfa: 2.0
2.02.01.01 Itraconazol
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar: Itraconazol er breiðvirkt triazol sveppalyf með virkni gegn ýmsum tegundum sveppa. Lyfið er m.a. notað við candidasýkingum í leggöngum, sveppasýkingum í húð og nöglum og við ífarandi aspergillus sýkingum. Itraconazol frásogast hratt frá meltingarvegi og hámarksþéttni næst innan 2-5 klst eftir inntöku. Frásog er háð sýrustigi í maga. Aðgengi (bioavailability) er breytilegt en eykst ef lyfið er tekið inn strax eftir máltíð. Dreyfingarrúmmál itraconazols er stórt og próteinbinding er miklil. Itraconazol er brotið niður í lifur í fjölda ólíkra niðurbrotsefna, aðallega fyrir tilstilli CYP3A4. Aðalumbrotsefnið er hýdroxýitraconazol sem hefur sambærilega sveppadrepandi verkun in vitro og itraconazol. Itraconazol og hydroxyitraconazol skiljast aðalega út sem óvirk umbrotsefni í þvagi og með hægðum. Meðalhelmingunartími brotthvarfs hjá fullorðnum er 34-42 klst eftir fjölskammta meðferð og jafnvægisstyrkur (steady state) næst eftir u.þ.b. 7 – 9 daga. Itroconazol getur haft áhrif á lyfjahvörf annarra lyfja og önnur lyf geta haft áhrif á umbrot itroconazols deili þau sömu niðurbrotsleiðum.
Hide details for Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.
Sýnataka: Við meðferðareftirlit skal safna sýni rétt fyrir venjulegan lyfjatökutíma. Sýni skal ekki tekið fyrr en jafnvægi er komið á lyfjastyrkinn í blóði sem er eftir 5 helmingunartíma lyfsins, þ.e. eftir 7 -9 daga (á bæði við í upphafi lyfjameðferðar og eins eftir breytingar á skömmtum).
Gerð og magn sýnis: Sermi, 0,5 ml. Sýni tekið í serum glas með rauðum tappa án gels (svört miðja) . Litakóði samkvæmt Greiner.
Geymsla: Sýni geymist í kæli í 7 daga og í frysti í 3 mánuði.
Framkvæmd: Mælingin er gerð í Fossvogi, einu sinni í viku. Mælt á massagreini (LC-MS/MS).

Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk
Meðferðarmörk:
Itraconazol: > 0,5 mg/L (staðbundin sýking)
> 1 mg/L (altæk (systemic) sýking)
Hydroxyitroconazol: meðferðarmörk hafa ekki verið ákvörðuð
Samanlagður styrkur itraconazols og hydroxyitraconazols: > 1,5 mg/L
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Túlkun Meðferðarmörk miðast við lággildi (e. trough levels).
    Truflandi efni: Efni í geli í blóðtökuglasi geta truflað mælingar sem gerðar eru á massagreinum. Þar fyrir utan getur gel valdið falskri lækkun á styrk lyfs í blóðsýni með því að draga lyfið í sig. Þessi lækkun getur verið klínískt marktæk, háð rúmmáli sýnis og þeim tíma sem sýnið er geymt í glasinu.
    Hide details for HeimildirHeimildir
    Recipe, Instruction Manual, ClinMass TDM kit System, Antimycotics in Serum / Plasma. Document Version 2.0, Date of Release: 25.11.2019.
    Tietz Textbook of Clinical Chemistry and Molecular Diagnostics. Sixth Edition. Elsevier Saunders, 2017.
    Itraconazole: Drug information. www.uptodate.com (03.11.2022)
    Sporanox, samantekt á Eiginleikum lyfs. www.serlyfjaskra.is (03.11.2022)

        Ritstjórn

        Sigrún H Pétursdóttir
        Ingunn Þorsteinsdóttir
        Fjóla Margrét Óskarsdóttir
        Guðmundur Sigþórsson

        Samþykkjendur

        Ábyrgðarmaður

        Ísleifur Ólafsson

        Útgefandi

        Ingunn Þorsteinsdóttir

        Upp »


        Skjal fyrst lesið þann 11/30/2022 hefur verið lesið 113 sinnum