../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rmynd-163
Útg.dags.: 02/21/2024
Útgáfa: 3.0
2.02.02.01 Endaþarmsrannsókn
Hide details for Rannsóknir - Heiti, ábendingar, frábendingarRannsóknir - Heiti, ábendingar, frábendingar
Heiti rannsóknar: Hægðalosunarrannsókn
Samheiti: Defecografia
Pöntun: Heilsugátt sjá leiðbeiningar um pöntun myndgreiningarþjónustu.

Ábendingar: Erfið hægðalosun, hægðaleki eftir aðgerð.
Frábendingar: Þungun
    Hide details for Undirbúningur og framkvæmdUndirbúningur og framkvæmd

    Undirbúningur: Aðeins konur þurfa að drekka barium skuggaefni 4 klukkustundum fyrir rannsókn.
    Sækja þarf skuggaefni í afgreiðslu röntgendeildar Hringbraut.
    Skuggaefni er blandað og drukkið heima samkvæmt leiðbeiningum.

    Leiðbeiningar um blöndun skuggaefnis:
      1. Blandið innihaldi pokans í 1 dl. af köldu vatni. Hrærið/hristið vel.
      2. Látið blönduna standa í 5 mínútur.
      3. Bætið 3 dl. af vatni út í blönduna og hrærið/hristið vel.
      4. Bæta má við meira vatni ef vill.
      5. Drekkið blönduna 4 klukkustundum fyrir rannsókn. Gott að hræra vel áður en drukkið er.

    Aðferð: Rannsóknin er sársaukalaus en getur verið óþægileg
      Skuggaefni er sprautað um það bil 10 cm. í endaþarm og síðan losað í þar til gert salerni
      og teknar myndir. Þessi rannsóknin sýnir stöðu endaþarms við hægðalosun.
      Meltingalæknir framkvæmir rannsóknina með aðstoð geislafræðings.

    Tímalengd: 20 mín.

    Eftirmeðferð: Engin.
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Meltingalæknir og Röntgenlæknir skoða og meta rannsóknina. Niðurstaða er send til þess læknis sem óskaði eftir rannsókninni.
    Læknar innan LSH geta skoðað svör og myndir í heilsugátt.

    Svör eru eingöngu lesin fyrir lækna. Starfsfólki öðrum en læknum og læknariturum er óheimilt að lesa svar í síma.
    Hide details for HeimildirHeimildir
    1. Bontrager, Kenneth L. 2001. Textbook of Radiographic Positioning and Related anatomy, fimmta útgáfa. Mosby, Inc, United States of America
    2. Dowd, Steven B og Bettye G. Wilson. 1995. Encyclopedia of Radiographic Positioning, volume 1 og volume 2. W.B. Saunders Company. United States of America

    Ritstjórn

    Guðrún Ólöf Þórsdóttir - gudol
    Alda Steingrímsdóttir
    Soffía G Þorsteinsdóttir

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Arnar Þórisson - arnartho

    Útgefandi

    Alda Steingrímsdóttir

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 03/03/2015 hefur verið lesið 208 sinnum