../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-187
Útg.dags.: 06/16/2023
Útgáfa: 11.0
2.02.01.01 TSH
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar: TSH (thyroid stimulating hormone) eða týrótrópín er próteinhormón myndað í fremri hluta heiladinguls. TSH stjórnar framleiðslu skjaldkirtilshormónanna T4 og T3. Framleiðsla TSH er örvuð af TRH (thyrotropin releasing hormone) en hamin afturvirkt af háum styrk T4 og T3. Mæling á styrk TSH í sermi er næmur og sértækur mælikvarði á skjaldkirtilsstarfssemi.
Helstu ábendingar: Skimun fyrir skjaldkirtilssjúkdómum, grunur um skjaldvakaofseytingu (hyperthyroidism) eða skjaldvakabrest (hypothyroidism). Til að fylgja eftir lyfjameðferð með skjaldkirtilshormóni (týroxíni) og lyfjameðferð við ofstarfsemi skjaldkirtils (antithyroidea).
Hide details for MæliaðferðMæliaðferð
Electrochemiluminiscence immunoassay "ECLIA" á mælitæki frá Roche (cobas e immunoassay analyzers).
Hide details for Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.
Gerð og magn sýnis:
Sýni tekið í lithíum heparín glas með grænum tappa með geli (gul miðja)
Litakóði samkvæmt Greiner.

Sýni geymist 14 daga í kæli og í 24 mánuð í frysti við - 20°C. Ekki skal frysta sýni oftar en einu sinni.
Mæling er gerð allan sólarhringinn, alla daga vikunnar.
Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk
AldurmIU/L
> 20 ára0,30 - 4,20
>11 ára ≤ 20 ára0,51 - 4,30
>6 ára ≤ 11 ára0,60 - 4,48
>1 árs ≤ 6 ára0,70 - 5,97
>3 mán. ≤ 12 mán.0,73 - 8,35
>6 daga ≤ 3 mán.0,72 - 11,0
0-6 daga0,70 - 15,2
Þungaðar konur *mIU/L
Trimester 10,26 - 3,70
Trimester 20,28 - 3,90
Trimester 30,30 - 4,20

* Viðmiðunarmörk fyrir þungaðar konur eru fengin úr leiðbeiningum (guidlines) The American Thyroid Association frá 2017.
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Truflandi efni: Bíótín (B7 vítamín) í háum styrk getur valdið truflun, falskri lækkun, í TSH aðferðinni sem verið er að nota á Landspítala (Cobas Roche). Hjá sjúklingum á háum bíótín skömmtum (>5mg/dag) þurfa að líða a.m.k. 8 klst frá síðasta bíótín skammti þar til blóðsýni er tekið. Það sama gildir um fjölvítamín og bætiefni sem innihalda bíótín (fjölvítamín og bætiefni fyrir hár, húð og neglur innihalda oft mikið bíótín).

    Túlkun
    Hækkun: TSH hækkar við skjaldvakabrest (hypothyroidism) t.d. vegna langvinnrar skjaldkirtilsbólgu (Hashimoto-sjúkdóms), eftir brottnám skjaldkirtils, í kjölfar geislajoðmeðferðar vegna ofseytingar skjaldkirtilshormóna og vegna lyfja (amíódarón). TSH framleiðandi heiladingulsæxli er mjög sjaldgæf orsök hækkunar á TSH.
    Lækkun: TSH lækkar við skjaldvakaofseytingu vegna Graves-sjúkdóms, ofseytandi hnúða (toxic adenoma, toxic multinodular goiter) og skjaldkirtilsbólgu (thyroiditis). Ofskömmtun skjaldkirtilshormóns og joðinnihaldandi lyfja (amíódarón og röntgenskuggaefna) getur valdið TSH lækkun. Sjúkdómar í heiladingli eru mjög sjaldgæf orsök TSH lækkunar.
    Hide details for HeimildirHeimildir
    Upplýsingableðill TSH (Thyrotropin), 2023-01, V 2.0. Roche Diagnostics.
    Reference Intervals for Children and Adults, Elecsys Thyroid Tests, Roche Diagnostics GmbH, 2008.
    Tietz Textbook of Clinical Chemistry and Molecular Diagnostics. Sixth Edition. Elsevier Saunders, 2018.
    Guidlines of the American Tyroid Association for the diagnosis and management of thyroid disease during pregnancy and postpartum. Thyroid, 2017, Vol 27; 315-389.

      Ritstjórn

      Sigrún H Pétursdóttir
      Ingunn Þorsteinsdóttir
      Fjóla Margrét Óskarsdóttir
      Guðmundur Sigþórsson

      Samþykkjendur

      Ábyrgðarmaður

      Ingunn Þorsteinsdóttir

      Útgefandi

      Ingunn Þorsteinsdóttir

      Upp »


      Skjal fyrst lesið þann 03/10/2011 hefur verið lesið 10644 sinnum