../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-039
Útg.dags.: 03/14/2023
Útgáfa: 4.0
2.02.01.01 Kólesteról LDL
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar: LDL kólesteról er reiknað með Friedewalds jöfnunni: S-LDL-kólesteról = S-kólesteról - S-HDL-kólesteról - (0,45 x fS-þríglýseríðar). LDL kólesteról er ekki reiknað ef S-þríglýseríðar eru hærri en 4 mmól/L. Mestur hluti kólesteróls í plasma er LDL kólesteról, eða um 60-70 % af heildarmagni kólesteróls.
Hide details for Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.
Einstaklingur þarf að vera fastandi fyrir sýnatöku.

Gerð og magn sýnis:
Sýni tekið í lithíum heparín glas með grænum tappa með geli (gul miðja)
Litakóði samkvæmt Greiner.
Sýni geymist í 7 daga í kæli.
Mæling er gerð allan sólarhringinn, alla daga vikunnar.
Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk
1,5 - 5,2 mmól/L
Athuga viðmiðunarmörk ekki þau sömu og meðferðarmörk
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Túlkun
    Hækkun: Sést við arfgenga kólesteról hækkun (familial hypercholesterolaemia).
    Hide details for HeimildirHeimildir

    Ritstjórn

    Sigrún H Pétursdóttir
    Ingunn Þorsteinsdóttir
    Fjóla Margrét Óskarsdóttir

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Ísleifur Ólafsson

    Útgefandi

    Ingunn Þorsteinsdóttir

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 06/12/2011 hefur verið lesið 1548 sinnum