../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-097
Útg.dags.: 05/21/2024
Útgáfa: 5.0
2.02.01.01 Kalíum
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar: Í heilbrigðum fullorðnum manni eru um það bil 3,5 mól eða 137 g af frumefninu kalíum og er það allt á forminu eingild jón, K+. Styrkur K+ er um það bil 30 sinnum hærri í innanfrumuvökva en í utanfrumuvökva. Þessum mikla mun í styrk er viðhaldið af jónapumpum í frumuhimnum. Nýrun stjórna kalíumstyrk í utanfrumuvökva ásamt renín-angíotensín-aldósterón kerfinu. Næstum allt kalíum sem síað er út í frumþvag í nýrum er endurupptekið, en í fjarpíplum (distal tubulúlí) er K+ skilið út í skiptum fyrir Na+. Aldósterón eykur endurupptökuna á Na+ og eykur þannig útskilnað á K+.
Skipting K+ milli innan– og utanfrumuvökva breytist við breytingar á sýrustigi. Við acidosis fer K+ út úr frumum í skiptum fyrir H+, en í alkalósu er færslan í hina áttina. Insúlín og katekólamín örva kalíumupptöku frumna.

Bæði hyper- og hypokalemia hafa í för með sér hjartsláttartruflanir, minnkaðan styrk vöðva og lamanir og ileus. Hypokalemía getur minnkað hæfni nýrna til að þétta þvag og valdið þannig polyuriu. Kalíum í nýburum er ca. 15% hærra en hjá fullorðnum. Sjúklingar sem eru með P- kalíum styrk < 2,5 mmól/L eða >6,5 mmól/L eru í lífshættulegu ástandi.
Mælingin er gerð með jónasértækum rafskautum (ionspecific electrodes, ISE).

ATH! Vægt rauðkornarof (hemolysis) gefur falskt of há gildi. Ekki eru gefnar út niðurstöður á sýnum með hemólýsu.
Hide details for Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.
Gerð og magn sýnis:
0,5 ml plasma án hemólýsu. Sýni tekið í lithíum heparín glas með grænum tappa með geli (gul miðja) . Litakóði samkvæmt Greiner.

Geymist 2 vikur í kæli, ótakmarkað fryst.

Mæling er gerð allan sólarhringinn, alla daga vikunnar.
Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk
3,5- 4,8 mmól/L.
Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
Túlkun
Hækkun: Tilfærsla á K-jónum úr innanfrumuvökva í utanfrumuvökva svo sem við acidosis, insúlínskort, miklar vefjaskemmdir eða hematoma. Minnkaður útskilnaður við nýrnabilun. Minnkuð aldósterón framleiðsla. Lyfjameðferð með kalíumsparandi þvagræsilyfjum. Of hröð vökvagjöf í æð með K-jónum.
Lækkun: Tilfærsla á kalíum úr utanfrumuvökva í innanfrumuvökva svo sem við alkalosis, aukna upptöku frumna af glúkósa, við meðhöndlun með insúlíni á diabetic ketoacidosis. Einnig við aukið tap á K-ríkum vökva svo sem við uppköst eða niðurgang, "salt-losing nephritis", langvarandi meðhöndlun með vissum þvagræsilyfjum. Hyperaldosteronismus.
Hide details for HeimildirHeimildir
1) Method Sheet ISE indirect Na-K-Cl, 2022-12, V9.0. Roche Diagnostics, 2022
2) Laurells Klinisk kemi í praktisk medicin. Studentlitteratur, Lund, Svíþjóð, 2012; síða 55-79.
3) Tietz Textbook of Clinical Chemistry and Molecular Diagnostics. Fourth Edition. Elsevier Saunders, 2006.
4) P. Rustad, P. Felding, L. Franzson, V. Kairisto, A. Lahti, A. Mårtensson, P. Hyltoft Petersen, P. Simonsson, H. Steensland & A. Uldall. The Nordic Reference Interval Project 2000: recommended reference intervals for 25 common biochemical properties. Scand J Clin Lab Invest. 2004;64(4):271-84.

    Ritstjórn

    Sigrún H Pétursdóttir
    Ingunn Þorsteinsdóttir
    Ísleifur Ólafsson

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Ísleifur Ólafsson

    Útgefandi

    Sigrún H Pétursdóttir

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 03/06/2011 hefur verið lesið 4764 sinnum