../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rmynd-113
Útg.dags.: 06/26/2023
Útgáfa: 4.0
2.02.09 Ristilrannsókn undirbúningur

Undirbúningur og hreinsun daginn fyrir rannsókn
  1. Tært fljótandi fæði og drekka vel yfir daginn, sjá dæmi hér neðar.
  2. Kaupa Picoprep hægðarlyf í apóteki sem er blandað í vatn og drukkið tvisvar.
    PICOPREP
    Picoprep duft er leyst upp í köldu vatni (150 ml) og hrært í 2-3 mínútur áður en það er drukkið. Stundum hitnar lausnin þegar PICOPREP leysist upp og ef slíkt gerist skal bíða með að drekka þar til lausnin hefur kólnar, sjá fylgiseðil.

    Hverjir mega ekki nota Picoprep?
    Einstaklingar með alvarlegan nýrnasjúkdóm, hjartasjúkdóm, virkan bólgusjúkdóm í þörmum t.d Crohn's og þeir sem eru með stóma.
    þurfa að vera á fljótandi fæði í 2 daga fyrir rannsókn. Ef vafi er um hvort nota á Picoprep, er best að hafa samband við þann lækni sem sendi beiðni um rannsóknina.
    Einstaklingar með sykursýki er ráðlagt að huga vel að insúlíngjöf og mæla blóðsykur oftar en venjulega.

    Daginn fyrir röntgenrannsókn af ristli
    • Mikilvægt er að fylgja leiðbeiningum um úthreinsun svo rannsóknin takist vel.
    • Drekka tæra vökva minnst 2 lítra til að vega upp á móti vökva sem tapast við úthreinsun.
    • Drekka gjarnan næringarríka sæta drykki til að halda líkamsstyrk en ekki drekka gosdrykki, kolsýrt vatn eða mjólkurvörur.
    • Taka má sín reglulegu lyf ef einhver eru.

    Kl. 8:00 Drekka minnst eitt glas af tærum vökva.
        Fyrra bréfið af Pricoprep leyst upp í vatni 150 ml. og drukkið.
        Drekkið minnst eitt glas af vatni eða safa.

    Kl. 13:00 Drekka minnst þrjú glös (720ml) af tærum vökva.
        Seinna bréfið af Pricoprep leyst upp í vatni 150 ml. og drukkið.
        Drekka sæta eða næringarríka tæra vökva að vild.

    Kl. 19:00 Drekka minnst eitt glas af tærum vökva t.d súpu eða seiði.
        Drekka má tæra vökva til miðnættis. Ef drukkið er eftir miðnætti getur það orsakað
    tíðari salernisferðir og truflað svefn.

    Að morgni rannsóknardags
    Vera fastandi en drekka má 2 glös af vatni eða ávaxtasafa.
    Ekki reykja.

    Dæmi um fljótandi fæði:
    • Tærar súpur og saftsúpur.
    • Hafra- og hrísgrjónaseiði, (soð af hafra- og hrísgrjónum).
    • Tær ávaxtasafi (án aldinkjöts) og ávaxtahlaup.
    • Tærir goslausir orkudrykkir t.d Gatorade.
    • Kaffi og Te með hunangi eða sykri, þó ekki meira en 3 bolla á sólarhring.
    • Frostpinnar án súkkulaðihúðar.




    Myndgreiningardeild- Rannsóknarsvið
    Hringbraut - Sími 543 8000
    Fossvogur - Sími 543 8300

    Ritstjórn

    Alda Steingrímsdóttir
    Soffía G Þorsteinsdóttir

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Pétur Hannesson

    Útgefandi

    Alda Steingrímsdóttir

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 09/23/2011 hefur verið lesið 4722 sinnum