../ IS  
Útgefið gæðaskjal
Skjalnúmer: Rblóð-033
Útg.dags.: 02/01/2023
Útgáfa: 7.0
2.02.01.01 Fíbrínógen
Verð: Sjá Gjaldskrá
Pöntunarkóði: FIBR
Grunnatriði rannsóknar:
    Fíbrínógenmæling er einkum gagnleg við mat á truflunum á blóðstorknun en fíbrínóben er einnig sterkur áhættuþáttur kransæðasjúkdóms. Mælingin er gerð með Clauss aðferð.
Gerð og magn sýnis:
Blóð tekið í storkuprófsglas sem inniheldur 3,2% natríum sítrat.
Litakóði samkvæmt Greiner.
    Sýnatökuglasið verður að vera alveg fullt, glasinu velt vel og sent rannsóknastofu sem allra fyrst.
Ath: Stasað sem minnst og sjúklingur á alls ekki kreppa og rétta úr hnefa.
Sýnaglas skilið niður í skilvindu við 20°C og 3000 rpm í 10 mínútu. Mælingin er gerð á plasma.

Mælingin skal gerð innan 8 klst frá blóðtöku.
Mæling er gerð allan sólarhringinn, alla daga vikunnar.
Plasma geymist 8 klst við 20±5°C
Plasma geymist fryst við - 70°C.
1,5 - 4,0 g/L.
Svar: g/L
Túlkun
Hækkun: Fibrinogen hækkar við bráðar sýkingar og bráða streitu af öðrum orsökum einnig við estrogengjöf og meðgöngu. Hækkað fíbrínógen er áhættuþáttur
kransæðasjúkdóms.
Lækkun: Fíbrínógen er oftast verulega lækkað í DIC og eftir gjöf segaleysandi lyfja en lág gildi finnast einnig við lifrarbilun á lokastigi (þá er venjulega einnig skortur á fleiri storkuþáttum).

Ritstjórn

Sigrún H Pétursdóttir
Ingunn Þorsteinsdóttir
Fjóla Margrét Óskarsdóttir
Kristín Ása Einarsdóttir
Páll Torfi Önundarson

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Páll Torfi Önundarson

Útgefandi

Sigrún H Pétursdóttir

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 03/03/2011 hefur verið lesið 7305 sinnum