../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rsvið-256
Útg.dags.: 12/27/2022
Útgáfa: 6.0
2.03 Blóðtaka úr slagæð
Hide details for SýnatakaSýnataka
    Hide details for Almennt - ForrannsóknarferliAlmennt - Forrannsóknarferli
    Mikilvægt er að rétt sé staðið að blóðtökum til að gæði blóðsýna verði fullnægjandi en það er skilyrði fyrir réttum rannsóknarniðurstöðum. 60 - 70% allrar skekkju við mælingar má rekja til þátta í forrannsóknarferli s.s. blóðtöku og meðhöndlunar sýna.
    Hide details for Ílát og áhöldÍlát og áhöld
    Einnota hanskar
    Sprittklútar (>0,5% klórhexidín glúkónat í 70% alkóhóli eða 70% alkóhól). Klórhexidinspritt á ekki að nota á börn yngri en 2 mánaða.
    Bómull/Grisjur
    Plástur
    Nálabox fyrir notaðar nálar
    Handspritt
    Sprauta 5 ml (ef tekið er úr æðalegg)
    Blóðgassprauta með öryggisnál (arterial blood sampling kit) og þurru LITHÍUM HEPARÍNI.
    Sérstakur tappi fylgir. Einnig eru til sprautur fyrir arteríulínur sem eru með öðruvísi enda.
    Sérstakur hnífur fyrir blóðtöku úr hæl barna og hárpípurör.



    Heparinhúðuð sprauta fyrir blóðgös Hárpípurör


    Nál (Lancet) notuð fyrir blóðtökur úr hæl barna

    Hide details for Auðkenni og undirbúningur sjúklingsAuðkenni og undirbúningur sjúklings
    Auðkenni sjúklings
    Til að tryggja að blóðsýni sé tekið úr réttum einstaklingi er sjúklingur spurður um nafn og kennitölu og það borið saman við persónuauðkenni á beiðni og límmiðum. Ef sjúklingur er ófær um að veita þessar upplýsingar sjálfur er auðkenni staðfest af hjúkrunarfræðingi, lækni, aðstandanda eða af armbandi.

    Undirbúningur sjúklings
    • Við breytingu á eftirtöldum atriðum er beðið í a.m.k. 20-30 mínútur þar til stöðugt ástand næst áður en sýni er tekið.
      • Súrefnisgjöf - styrkur súrefnis í innöndunarlofti (FIO2)
      • Hiti
      • Öndunarmynstur (e. breathing pattern)
    • Ef við á er útskýrt fyrir sjúklingi hvað verður gert.
    • Haft er í huga að blóðgasgildi breytast tímabundið við oföndun vegna kvíða, ef haldið er niðri í sér andanum, uppköst og grát.
    • Ef við á er sjúklingur er látinn slaka á í þægilegri stöðu, liggjandi í rúmi eða sitjandi í þægilegum stól í a.m.k. 5 mínútur þar til öndun verður stöðug. Fyrir göngudeildarsjúklinga getur þurft að bíða lengur en 5 mínútur.

    Val á æð

    Framhandleggsslagæð (e. Radial Artery)
    Framhandleggsslagæðin er aðgengileg við úlnlið í flestum sjúklingum og er í dag algengasti staður fyrir ástungu á slagæð í klínískum aðstæðum. Það er auðvelt að pressa á hana yfir þétt liðbönd úlnliðsins og þess vegna er tíðni margúla (e. hematoma) hlutfallslega lág. Hliðlægt blóðflæði í hendina er venjulega til staðar með ölnarslagæð (e. ulnar artery) en getur vantað í suma einstaklinga. Breytt Allen próf (e. modified Allen Test) getur verið gagnlegt við að meta þessa hliðlægu blóðrás. Ónógt blóðflæði í hendina getur verið ábending um að finna þurfi annan stungustað. "Passive patient technique" má gera við ungbörn og börn.


    Upphandleggsslagæð/upparmsslagæð (e. Brachial Artery)
    Upphandleggsslagæðin er einnig notuð til töku slagæðablóðs. Getur hentað betur ef taka þarf mikið magn sýnis. Getur verið erfiðara að stinga á hana því hún liggur dýpra milli vöðva og bandvefs. Rétt staða handleggsins með ofréttingu (e. hyperextension) bætir stöðu æðarinnar fyrir ástungu. Hún hefur ekki stuðning af þéttu felli/bandvefsreifum (e.fascia) eða beini og hjá sjúklingum í ofþyngd getur verið mjög erfitt að þreifa hana. Erfiðara er að ná nægum þrýstingi á stungustaðinn vegna djúprar legu í mjúkvefjum. Tíðni margúla getur verið algengari en við töku úr framhandleggsslagæð. Æðin er almennt ekki notuð hjá ungbörnum eða börnum. Sérstaklega hjá ungbörnum er erfiðara að þreifa hana og engin hliðlæg blóðrás er til staðar.


    Femoral slagæð (e. Femoral Artery)
    Femoral slagæðin er stór æð sem er venjulega staðsett nálægt yfirborði í nára og er auðvelt að þreifa og stinga á. Ókostir eru léleg hliðlæg blóðrás í fótinn og aukin hætta á sýkingu.
    Í nýburum liggur mjaðmaliðurinn og femoral bláæðin og taugin svo nærri slagæðinni að skaði á þeim er hætta sem getur verið frábending. Hinsvegar er stunga á femoral slagæð í ungbörnum og börnum hlutfallslega auðveld og örugg.
    Femoral stungustaður er staðsettur á þríhyrningslaga svæði við efri hluta læris.

    Háræðar
    Hitað háræðasýni er ígildi slagæðasýnis. Það er notað til að meta sýru basa jafnvægi. Samt sem áður hefur blóð úr hælstungu á nýbura takmarkanir fyrir nákvæmu mati á súrefnisþrýstingi. Háræða PO2 getur haft slæma fylgni við PaO2 í slagæðablóði. Þegar PO2 í slagæðablóði er hátt þá er PO2 í háræðablóði yfirleitt lægra, en þegar PO2 í slagæðablóði er lágt þá er PO2 í háræðablóði yfirleitt lægra en í slagæðablóði. Þegar slagæðasýni næst ekki má nota súrefnismettunarmæli eða TCM (transcutaneous monitor) með háræðasýni til að fylgjast með súrefnismettun og hlutþrýstingi súrefni í blóði.

    Slagæð á rist (A.dorsalis pedis)
    Má nota til slagæðastungu eða fyrir inniliggjandi æðalegg þó það sé ekki oft gert.

    Naflaslagæðar (Umbilical Arteries)
    Naflaslagæðar haldast opnar fyrstu 24 til 48 klukkustundir lífsins og jafnvel lengur. Þar sem þetta eru stórar slagæðar og oft er þörf á að mæla hlutþrýsting súrefnis og koltvísýrings í slagæðablóði hjá veikum nýburum eru æðaleggir oft settir í naflaslagæðar. Einnig eru þeir notaðir til þess að fylgjast með blóðþrýstingi barnsins. Æðarnar dragast hratt saman eftir fæðingu nema þeim sé haldið opnum með æðalegg og því er ekki hægt að ná blóði með nál. Endi æðaleggjarins ætti að vera í ósæðinni á milli 6. og 9. brjóstliðar eða á mótum 3. og 4. lendarliðar.

    Aftari sköflungsslagæð (A. tibialis posterior)
    Þessa æð má nota til sýnatöku og fyrir inniliggjandi æðalegg. Hjá nýburum og eldri börnum er hún oft notuð þegar ekki næst að setja legg í naflaslagæð eða slagæð við úlnlið. Æðin greinist frá slagæðinni í hnésbótinni (A. poplitea) og nærir neðri hluta fótleggjar og fót. Best er að komast í æðina þar sem hún beygir aftur fyrri neðsta hluta sköflungs (malleolus medialis).
    Hide details for Lýsing sýnatökuLýsing sýnatöku
    Undirbúningur
      • Hendur eru hreinsaðar.
      • Einnota eða sótthreinsaður margnota bakki er notaður sem hreint vinnusvæði.
      • Tekið til það sem á að nota.
      • Umbúðir eru opnaðar og lagðar á bakkann á þann hátt að ekki þurfi að snerta umbúðir við framkvæmd verksins. Bakkinn er hreint vinnusvæði en ekki yfirborðið sem hann liggur á.
      • Ef nauðsynlegt er að fjarlægja hár af stungustað eru notaðar rafmagnsklippur (ekki rakvél/skafa).
        Hide details for Blóðtaka úr slagæðBlóðtaka úr slagæð

        1. Algengast er að taka slagæðablóð úr framhandleggsslagæð (e. Radial Artery).
        2. Sjúklingur snýr lófa upp og handleggur er hafður í 30° halla. Setja má t.d. handklæði undir olnboga til að ná réttri stöðu.
        3. Púls er þreifaður á stungustað og sótthreinsaður. Stungustaður er ekki snertur eftir sótthreinsun húðar. Ef þörf er á að þreifa stungustað aftur er farið í dauðhreinsaða hanska.
        4. Stimpill sprautunnar er dreginn út þannig að hann sé nægilega ofarlega miðað við það sýnamagn sem taka á, æskilegt sýnamagn er a.m.k. 1,0 ml. Haldið er á sprautu með þumalfingri og vísifingri (eins og á pílu) og stutt rétt ofan við áætlaðan stungustað með vísifingri hinnar handar. Stungið er í húð 5-10 mm frá vísifingri með nálaropið upp í 30 - 45° halla.


        5. Æskilegast er að blóðþrýstingur sjúklings þrýsti sýni í sprautu. Lámarksmagn 300 µl.
        6. Nálin er dregin út og sett bómullartúffa yfir stungustað og þrýst létt í 3 - 5 mínútur.
        7. Öryggishlíf sett yfir nál og nál hent í nálabox.
        8. Allt loft er losað úr sprautunni, meðfylgjandi tappi settur á og tryggt að sprautan sé loftþétt. Ef tappinn er yfirfallstappi er hann fylltur af blóði.
        9. Sýni er velt varlega til að koma í veg fyrir storku. Sprautan er húðuð að innan með storkuvara (heparin) sem leysist upp við blöndun.
        10. Sprautan merkt með auðkenni sjúklings.
        11. Sýni geymist við stofuhita að hámarki 30 mínútur.

        Örugg losun sýnatökuefna og áhalda

        Hide details for Blóðtaka úr æðalegg (arteriunál)Blóðtaka úr æðalegg (arteriunál)
        Við breytingu á súrefnisgjöf er beðið í a.m.k. 20-30 mínútur þar til stöðugt ástand næst áður en sýni er tekið.

        1. Þrefalt magn saltvatns sem er í æðalegg er tekið áður en sýni er tekið. (Venjulega eru það 3 ml samtals)
        2. Sprauta er sett á krana og blóðþrýstingur sjúklings látinn þrýsta sýni í sprautu. Lágmarksmagn er 250 µl.
        3. Allt loft er losað úr sprautunni, meðfylgjandi tappi settur á og tryggt að sprautan sé loftþéttt. Ef tappinn er yfirfallstappi er hann fylltur af blóði.
        4. Sýni er velt varlega til að koma í veg fyrir storku. Sprautan er húðuð að innan með storkuvara (heparin) sem leysist upp við blöndun.
        5. Hönskum afklæðst og hendur sprittaðar.
        6. Sprautan merkt með auðkenni sjúklings.
        7. Sýni geymist við stofuhita að hámarki 30 mín.

        Örugg losun sýnatökuefna og áhalda

        Hide details for Blóðtaka í hárrör (capillary tubes)Blóðtaka í hárrör (capillary tubes)
        Við breytingu á súrefnisgjöf er beðið í a.m.k. 20-30 mínútur þar til stöðugt ástand næst áður en sýni er tekið.
        Algengast er að taka blóðsýni úr hæl. Gott er að fótur sé heitur til að blóðflæði verði gott.

        1. Stungustaður er þreifaður og sótthreinsaður. Hjá börnum undir 6 mánaða er yfirleitt tekið úr hæl (gætt er að stinga ekki í hælbein), hjá börnum eldri en 6 mánaða er tekið úr fingri (löngutöng eða baugfingri). Stungustaður er ekki snertur eftir sótthreinsun húðar. Ef þörf er á að þreifa stungustað aftur er farið í dauðhreinsaða hanska.
        2. Valinn er hnífur/nál (lancet) 0,85 mm fyrir fyrirbura og allt að 2.4 mm fyrir eldri börn.
        3. Eftir stungu er fyrsti blóðdropinn ávallt þurrkaður.
        4. Segull er settur í rörið (sérstök hárpípurör með heparíni) og tappa tyllt laust á endann.
        5. Blóð er látið renna í hárrörið og forðast að taka upp loft. Forðast er að setja mikinn þrýsting á stungustað.
        6. Tappi er þéttur og tappi settur á hinn endann.
        7. Sýni er velt varlega. Nota má segul til blöndunar.
        8. Hönskum afklæðst og hendur sprittaðar.

        Sýni mælt innan 10 mínútna eða fyrr ef hægt er. Sýni geymist við stofuhita í 10 mínútur að hámarki.

        Örugg losun sýnatökuefna og áhalda

        Hide details for Blóðtaka úr sjúklingi í einangrunBlóðtaka úr sjúklingi í einangrun
        Fylgt er reglum deildar varðandi einangrunarsjúklinga. Allt sem nota þarf til blóðtöku á að vera til staðar í einangrunarherbergi og ekkert fer þaðan út nema glösin sem blóð var dregið í. Þau glös á að spritta áður en farið er með þau út úr herberginu.

        Örugg losun sýnatökuefna og áhalda

        Verklag um sjúklinga í einangrun snertismitgát og dropasmitgát.


Hide details for Heimildir og myndböndHeimildir og myndbönd
  1. GP43 Procedures for the Collection of Arterial Blood Specimens. CLSI.
990 550_201104D Avoiding Handbook en_low.pdf

Myndbönd:
Sýnataka fyrir blóðgös - stunga
https://www.youtube.com/watch?v=8z44ryOVEEM

Sýnataka fyrir blóðgös - slagæða lína (arterial line)
https://www.youtube.com/watch?v=nopgqBoUmYg

Sýnataka fyrir fullorðna - háræðablóð
https://www.youtube.com/watch?v=FE2KCjydPGE

Sýnataka fyrir ung börn - háræðablóð
https://www.youtube.com/watch?v=g0jRPZPIsY4

      Ritstjórn

      Helga Sigrún Sigurjónsdóttir
      Ingunn Steingrímsdóttir - ingunnst
      Ólöf Sigurðardóttir
      Gunnhildur Ingólfsdóttir
      Sigrún H Pétursdóttir

      Samþykkjendur

      Ábyrgðarmaður

      Ísleifur Ólafsson

      Útgefandi

      Gunnhildur Ingólfsdóttir

      Upp »


      Skjal fyrst lesið þann 09/14/2015 hefur verið lesið 1331 sinnum