Blóðtaka úr slagæð
1. Algengast er að taka slagæðablóð úr framhandleggsslagæð (e. Radial Artery).
2. Sjúklingur snýr lófa upp og handleggur er hafður í 30° halla. Setja má t.d. handklæði undir olnboga til að ná réttri stöðu.
3. Púls er þreifaður á stungustað og sótthreinsaður. Stungustaður er ekki snertur eftir sótthreinsun húðar. Ef þörf er á að þreifa stungustað aftur er farið í dauðhreinsaða hanska.
4. Stimpill sprautunnar er dreginn út þannig að hann sé nægilega ofarlega miðað við það sýnamagn sem taka á, æskilegt sýnamagn er a.m.k. 1,0 ml. Haldið er á sprautu með þumalfingri og vísifingri (eins og á pílu) og stutt rétt ofan við áætlaðan stungustað með vísifingri hinnar handar. Stungið er í húð 5-10 mm frá vísifingri með nálaropið upp í 30 - 45° halla.
5. Æskilegast er að blóðþrýstingur sjúklings þrýsti sýni í sprautu. Lámarksmagn 300 µl.
6. Nálin er dregin út og sett bómullartúffa yfir stungustað og þrýst létt í 3 - 5 mínútur.
7. Öryggishlíf sett yfir nál og nál hent í nálabox.
8. Allt loft er losað úr sprautunni, meðfylgjandi tappi settur á og tryggt að sprautan sé loftþétt. Ef tappinn er yfirfallstappi er hann fylltur af blóði.
9. Sýni er velt varlega til að koma í veg fyrir storku. Sprautan er húðuð að innan með storkuvara (heparin) sem leysist upp við blöndun.
10. Sprautan merkt með auðkenni sjúklings.
11. Sýni geymist við stofuhita að hámarki 30 mínútur.
Örugg losun sýnatökuefna og áhalda
Blóðtaka úr æðalegg (arteriunál)
Við breytingu á súrefnisgjöf er beðið í a.m.k. 20-30 mínútur þar til stöðugt ástand næst áður en sýni er tekið.
1. Þrefalt magn saltvatns sem er í æðalegg er tekið áður en sýni er tekið. (Venjulega eru það 3 ml samtals)
2. Sprauta er sett á krana og blóðþrýstingur sjúklings látinn þrýsta sýni í sprautu. Lágmarksmagn er 250 µl.
3. Allt loft er losað úr sprautunni, meðfylgjandi tappi settur á og tryggt að sprautan sé loftþéttt. Ef tappinn er yfirfallstappi er hann fylltur af blóði.
4. Sýni er velt varlega til að koma í veg fyrir storku. Sprautan er húðuð að innan með storkuvara (heparin) sem leysist upp við blöndun.
5. Hönskum afklæðst og hendur sprittaðar.
6. Sprautan merkt með auðkenni sjúklings.
7. Sýni geymist við stofuhita að hámarki 30 mín.
Örugg losun sýnatökuefna og áhalda
Blóðtaka í hárrör (capillary tubes)
Við breytingu á súrefnisgjöf er beðið í a.m.k. 20-30 mínútur þar til stöðugt ástand næst áður en sýni er tekið.
Algengast er að taka blóðsýni úr hæl. Gott er að fótur sé heitur til að blóðflæði verði gott.
1. Stungustaður er þreifaður og sótthreinsaður. Hjá börnum undir 6 mánaða er yfirleitt tekið úr hæl (gætt er að stinga ekki í hælbein), hjá börnum eldri en 6 mánaða er tekið úr fingri (löngutöng eða baugfingri). Stungustaður er ekki snertur eftir sótthreinsun húðar. Ef þörf er á að þreifa stungustað aftur er farið í dauðhreinsaða hanska.
2. Valinn er hnífur/nál (lancet) 0,85 mm fyrir fyrirbura og allt að 2.4 mm fyrir eldri börn.
3. Eftir stungu er fyrsti blóðdropinn ávallt þurrkaður.
4. Segull er settur í rörið (sérstök hárpípurör með heparíni) og tappa tyllt laust á endann.
5. Blóð er látið renna í hárrörið og forðast að taka upp loft. Forðast er að setja mikinn þrýsting á stungustað.
6. Tappi er þéttur og tappi settur á hinn endann.
7. Sýni er velt varlega. Nota má segul til blöndunar.
8. Hönskum afklæðst og hendur sprittaðar.
Sýni mælt innan 10 mínútna eða fyrr ef hægt er. Sýni geymist við stofuhita í 10 mínútur að hámarki.
Örugg losun sýnatökuefna og áhalda