../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rblóð-054
Útg.dags.: 08/06/2024
Útgáfa: 3.0
2.02.01.01 Kristallar í liðvökva
Hide details for Rannsóknir -  AlmenntRannsóknir - Almennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar:
Kristallaleit í liðvökva er mikilvæg rannsókn til þess að greina þvagsýrugigt, pseudogout og chondrocalcinosis. Í þvagsýrugigt finnast þvagsýrukristallar en kalsíumpýrófosfat kristallar í pseudogout og chondrocalcinosis. Ofangreindir kristallar finnast stundum í liðvökva án þess að þeir virðist valda bólgu. Finnist þeir hins vegar inni í hvítum blóðkornum þykir það þó benda til að þeir séu bólguvaldandi. Hafa ber í huga að sterakristallar líkjast þessum kristöllum og þeir geta fundist í liðvökva jafnvel í nokkra mánuði eftir sterainndælingu í liðinn.

Hide details for Sýnataka, sending og geymslaSýnataka, sending og geymsla
Gerð og magn sýnis:
3 ml liðvökvi tekið á glas með fjólubláum tappa sem innihalda K3EDTA storkuvari (vökva).
Rannsóknina á helst að framkvæma strax en sé þess ekki kostur er ráð að geyma hluta vökvans í kæli og hluta í frysti.
Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk
Neikvætt.
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Svar: Stigagjöf neikvætt til 4+.

    Túlkun
    Hækkun: Í þvagsýrugigt finnast þvagsýrukristallar en kalsíumpýrófosfat kristallar í pseudogout og chondrocalcinosis. Ofangreindir kristallar finnast stundum í liðvökva án þess að þeir virðist valda bólgu. Finnist þeir hins vegar inni í hvítum blóðkornum þykir það þó benda til að þeir séu bólguvaldandi. Hafa ber í huga að sterakristallar líkjast þessum kristöllum og þeir geta fundist í liðvökva jafnvel í nokkra mánuði eftir sterainndælingu í liðinn.

    Ritstjórn

    Cindy Severino Anover
    Sigrún H Pétursdóttir
    Páll Torfi Önundarson

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Páll Torfi Önundarson

    Útgefandi

    Sigrún H Pétursdóttir

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 08/31/2011 hefur verið lesið 9121 sinnum