../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rónæm-076
Útg.dags.: 08/29/2022
Útgáfa: 4.0
2.02.07 Frumurannsóknir

Til viðbótar við mælingar á sameindum í blóði (mótefni, kompliment og fleira) sem nýst geta til greiningar á sjúklingum með tíðar eða afbrigðilegar sýkingar eru á ónæmisfræðideildinni framkvæmdar ýmsar mælingar á frumuhópum, fjölda þeirra, þroska, virkni og starfsgetu.
Má þar nefna deilitalningar á eitilfrumum í blóði og öðrum líkamsvessum, átfrumupróf, drápspróf og örvunarpróf auk hvítkornaskanna. Sjá nánari lýsingu á einsökum rannsóknum.

    Hide details for Hvítfrumuskann  –  Geislamerking hvítfrumaHvítfrumuskann  –  Geislamerking hvítfruma

    Heiti rannsóknar: Hvítfrumuskann.
    Pöntun: Pöntun rannsóknarinnar fer fram í gegnun Ísótópastofu, sem í samvinnu við ónæmisfræði ákvarðar tíma rannsóknar.

    Ábending:


      Hvítfrumuskann er einkum gagnlegt til að staðsetja eða leita að þrálátri sýkingu eða bólgu, sem ekki hefur tekist að staðsetja með öðrum aðferðum.

      Með geislamerkingu er hægt að nýta sér þá eiginleika hvítfruma að þær leita á sýkinga- og bólgusvæði. Ef samþjöppun á hvítfrumum sést á mynd (tekin á Ísotopastofu) getur það staðfest slíkan grun. Merking er gerð í samráði við Ísotopastofu LSH.


    Grunnatriði rannsóknar:

      Rannsóknin byggir á þeim eiginleikum hvítra blóðfruma, að safnast að svæðum, sem eru bólgin eða sýkt. Með því að einangra frumur og merkja þær með geislavirkum ísótop (99mTechnetium og hjálp bindiefnisins Ceretec), koma fram blettir á mynd, ef samþjöppun fruma á sér stað. Myndirnar eru teknar á Ísótópastofu LSH.

    Aðferð:

      Hvítar blóðfrumur eru einangraðar með því að nota sökk eða framkalla það ef þörf er á. Síðan eru frumurnar merktar með 99mTechnetium. Um það bil 1–2 klst. eftir blóðtökuna fær sjúklingur aftur hvítfrumurnar. Síðan er sjúklingur myndaður, einu sinni eða oftar og getur það ráðist af blóðflæði að svæðinu og fleiri þáttum. Fyrir gjöf er geislavirkni sprautunnar mæld og oftast fær sjúklingur á bilinu 7-12mCi.

    Niðurstöður:

      Engin svör eru gefin út af ónæmisfræðideild, varðandi þessar rannsóknir.
      Hide details for SýnameðhöndlunSýnameðhöndlun

      Sýni - Blóð með Na-Citrat sem storkuvara.


        Blóð er tekið af starfsmanni ónæmisfræðideildar eða samkvæmt nánari fyrirmælum. Magn sýnis fer eftir aðstæðum hverju sinni og ræðst af fjölda hvítra blóðkorna, aldri einstaklings, stærð o.fl. (45–80 ml af blóði).

      Sending og geymsla:

        Sýnataka er alltaf á vegum ónæmisfræðideildar eða í samráði við deildina.
        Starfsmaður ónæmisfræðideildar tekur sýnið með sér á ónæmisfræðideild og vinnur það þar.

        Pöntun rannsóknarinnar fer fram í gegnun Ísótópastofu, sem í samvinnu við ónæmisfræðideild ákvarðar tíma rannsóknar. Sýnið skráð í rannsóknarstofukerfið Glims.

      Hide details for Deilitalning eitilfruma
Deilitalning eitilfruma

      Heiti rannsóknar: Deilitalning eitilfruma
      Pöntun: Beiðni um frumurannsóknir eða Cyberlab innan LSH.

      Ábending:


        Þessi rannsókn veitir upplýsingar um fjölda og hlutfall eitilfruma í blóði svo sem B-fruma, T-fruma, CD4+ og CD8+ T fruma, það nýtist til að fylgjast með framgangi sjúkdóma og áhrifum þeirra á ónæmiskerfið. Deilitalningin er hægt að nota þegar grunur vaknar um ónæmisbilun. Heildarfjöldi CD4 jákvæðra T fruma segir t.d. til um horfur HIV smitaðra og niðurstöður úr prófinu eru notaður til ákvörðunar á lyfjameðferð.

        Mögulegar viðbótarrannsóknir:

        Ekki eru gerðar viðbótarrannsóknir en greining á ýmsum öðrum yfirborðssameindum er möguleg eftir því sem við á og í samráði við sérfræðinga deildarinnar.


      Grunnatriði rannsóknar:

        Heilblóð er litað með flúrskinsmerktum einstofna mótefnum sem beinast gegn mismunandi yfirborðssameindum eitilfruma. Mæling á flúrskini er gerð í flæðifrumusjá (FACS).

      Aðferð:

        Sértæk fúorskinsmerkt mótefni eru látin bindast yfirborðssameindum eitilfurma. Þekktur fjöldi plast kúla er sett út í sýnin og út frá hlutfalli kúla og fruma sem safnast, er fjöldi T fruma af mismunandi gerðum ákvarðaður. Notuð eru mótefni gegn CD45 (allar hvítfrumur ; leucocyte common antigen), CD 19 (allar B-frumur), CD3 (allar T-frumur), CD4 (T-hjálparfrumur og monocytar), CD8 (T-bælifrumur og T-drápsfrumur) og CD16 + CD56 (NK-frumur).

      Niðurstöður eru skráðar í rannsóknarstofuforritið GLIMS.


      Hide details for (Deilitalning) Flokkun og þroskamat fruma í ýmsum sýnum(Deilitalning) Flokkun og þroskamat fruma í ýmsum sýnum

        Heiti rannsóknar: Flokkun og þroskamat hvítfruma
        Pöntun: Beiðni um ónæmispróf fyrir gigtar- og sjálfsofnæmissjúklinga eða Cyberlab innan LSH. Verð: Sjá Gjaldskrá

        Ábending:

          Í einstaka tilvikum getur verið gagnlegt að greina uppruna, eðli og þroska fruma í öðrum líkamsvessum en blóði og má þar nefna mænuvökva, kviðarholsvökva, brjóstholsvökva og BAL (broncoalveolar lavage).

          Tilgangur með rannsókninni getur annars vegar verið til að athuga hvort hvítfrumur (leukcoytar) séu í sýninu og hins vegar að greina frumurnar ef þær eru til staðar. Rannsóknin er gerð sem liður í að kortleggja ástand sjúklinga hverju sinni.

          Þessar rannsóknir eru alltaf gerðar í samráði við ónæmisfræðideildina og skal því hafa samband við deildina áður en ráðist er í slíkar rannsóknir.

          Mögulegar viðbótarrannsóknir:

          Byrjað er á að gera ákveðna skimun á sýninu og ef eitthvað ástæða þykir eru frumur greindar frekar.



        Grunnatriði rannsóknar:

          Við rannsóknina eru notuð sértæk fúor-ljómandi mótefni gegn viðtökum á yfirborði fruma eða innan fruma. Mótefni eru sett saman í glös þannig að samsetningin gefi sem mestar upplýsingar.
          Eftir greiningu í flæðifrumusjá getur verið mögulegt að meta uppruna og virkni hverrar frumutegundar. Einnig er hægt að fylgjast með hlutfalli fruma af mismunandi gerðum, til greiningar og eftirfylgni í meðferð.
        Aðferð:

          Frumur eru litaðar með flúormerku einstofna mótefni, til að ákvarða mismunandi frumugerðir í sýninu. Greint í flæðifrumusjá.

        Niðurstöður: eru skráðar í rannsóknarstofuforritið GLIMS.

          Rafrænar niðurstöður rannsókna eru aðgengilegar innan LSH í gegnum Cyberlab kerfið.

          Viðmiðunargildi: Sérfræðingur á ónæmisfræðideild túlkar/ræðir niðurstöður.

          Svartími: Mælingar eru gerðar eftir þörfum og sem allra fyrst eftir sýnatöku. Úrvinnsla getur tekið lengri tíma.

          Hide details for SýnameðhöndlunSýnameðhöndlun

          Sýni - Mergur 0,5 ml (EDTA eða heparin). Aðrir vökvar 10 ml (EDTA eða heparin) ef hægt er.

          Sýni eru mismunandi og ekki hægt að gefa upp gerð- eða magn sýnis, því það ræðst af því sem á að skoða. Mergur, mænuvökvi, BAL, brjósthols- eða kviðarholsvökvi, fleiðruvökvi, liðvökvi eða annað sem til fellur.
          Nauðsynlegt að setja dropa af heparini út í sýnatökuglasið fyrir sýnatöku.

          Örugg losun sýnatökuefna og áhalda

          Sending og geymsla:

          Merking, frágangur og sending sýna og beiðna

          Oft getur vökvinn verið næringarsnauður og því skiptir miklu máli að sýni komist sem fyrst á rannsóknastofuna, því frumurnar eru skoðaðar lifandi.

          Starfsmenn þurfa einnig að vita að von sé á sýninu þannig að hægt sé að framkvæma prófin sem allra fyrst.

      Hide details for (Deilitalning) Flokkun og þroskamat hvítfruma(Deilitalning) Flokkun og þroskamat hvítfruma

        Heiti rannsóknar: Flokkun og þroskamat hvítfruma
        Pöntun: Beiðni um ónæmispróf fyrir gigtar- og sjálfsofnæmissjúklinga eða Cyberlab innan LSH. Verð: Sjá Gjaldskrá

        Ábending:

          Með þessu prófi er fylgst með fjölda og hlutfalli blóðfruma, það nýtist til að greina og fylgjast með þroska ónæmiskerfisins og framgangi sjúkdóma.

        Grunnatriði rannsóknar:

          Aðferðin er notuð til að greina uppruna, eðli og þroska hvítfruma sem eru litaðar með einstofna mótefnum gegn mismunandi yfirborðssameindum hvítfruma. Þessi aðferð er helst notuð til að finna frávik í hlutföllum frumuhópa í blóði og beinmerg. Svipuðum aðferðum er beitt til að meta ónæmisbilun og jafnvel ónæmisumrót svo sem höfnun vefjagræðlinga. Þessi rannsókn er einungis gerð í samráði við sérfræðinga deildarinnar.

        Aðferð:

          Heilblóð er litað með flúrskinsmerktum einstofna mótefnum sem beinast gegn mismunandi yfirborðssameindum eitilfruma. Mæling á flúrskini er gerð í flæðifrumusjá (FACS).

          Frumur eru litaðar með flúormerkum einstofna mótefnum gegn mismunandi yfirborðssameindum, til að ákvarða mismunandi frumugerðir í sýninu. Greint í flæðifrumusjá.


        Niðurstöður eru skráðar í rannsóknarstofuforritið GLIMS.

          Niðurstöður eru skoðaðar með tilliti til hlutfalla og fjölda frumuhópa og það sett í samhengi við það sem vitað er um viðkomandi sjúkling. Niðurstöður túlkaðar með það í huga og ályktun dregin úr frá því.

          Rafrænar niðurstöður rannsókna eru aðgengilegar innan LSH í gegnum Cyberlab kerfið.

          Viðmiðunargildi: Sérfræðingur á ónæmisfræðideild túlkar/ræðir niðurstöður.

          Svartími: Mælingar eru gerðar eftir þörfum og sem allra fyrst eftir sýnatöku. Úrvinnsla getur tekið lengri tíma.

          Hide details for SýnameðhöndlunSýnameðhöndlun

          Sýni - EDTA-blóð (2 ml) eða mergur (0,5 ml). Ef ekki náðist EDTA sýni er mögulega hægt að nota sýni með öðrum storkuvörum, hafið samband við deildina.

          Blóð tekið í blóðtökuglas með EDT0,5A (Ethylenediaminetetraacetic acid) -storkuvara má geyma í < 24 klst. við stofuhita, (algert hámark í 48 klst. en gæði prófsins minnka með tíma).

          Leiðbeiningar varðandi blóðtöku
          Örugg losun sýnatökuefna og áhalda

          Sending og geymsla:

          Merking, frágangur og sending sýna og beiðna

          Sýni skal senda strax á ónæmisfræðideild, ekki er hægt að geyma sýni nema í mjög takmarkaðann tíma (lifandi frumur) og þá við stofuhita.

          Starfsmenn þurfa einnig að vita að von sé á sýninu þannig að hægt sé að framkvæma prófin sem allra fyrst.


      Hide details for Átfrumupróf (Phagotest)Átfrumupróf (Phagotest)

      Heiti rannsóknar: Átfrumupróf (Phagotest)
      Pöntun: Beiðni um frumurannsóknir eða Cyberlab innan LSH. Verð: Sjá Gjaldskrá

      Ábending:


        Sjúklingar með tíðar eða afbrigðilegar sýkingar og grunur um galla í neutrophilum eða í áthúðun/opsoneringu (immunoglobulinskortur, komplementskortur). Prófið er einnig notað til að skoða áfrif lyfjagjafa á virkni átfruma.

        Mögulegar viðbótarrannsóknir:

        Samhliða þessu prófi er oft gert drápspróf (Bursttest) (Flipi neðar í skjali)


      Grunnatriði rannsóknar:

        Megin starfsemi átfruma er að umlykja og taka inn í sig t.d. bakteríur, til að hægt sé að eyða þeim. Áthúðaðar og flúormerktar E. coli bakteríur sem eru étnar gefa frumunum flúorljómun og vegna mismikils DNA-innihalds E-coli og mannafruma er auðvelt að greina á milli þeirra með DNA-litun. Át fruma er borið saman við 0°C og 37°C hjá sjúklingi og heilbrigðu viðmiði. Niðurstöðurnar sýna hlutfall fruma sem átu E. coli og hversu mikið hver þeirra át

        Prófið er gert samdægurs (granuleraðar frumur eru skammlífar) samkvæmt nánara samkomulagi við ónæmisfræðideild. Við prófið eru notaðar flúormerktar og áthúðaðar, eða ekki áthúðaðar E. coli bakteríur. Við át á þeim gefa frumurnar frá sér flúorljóma, sem mældur er sem MFI (mean fluorerescence intensity) í flæðifrumusjá (flow cytometry - FACS).


      Aðferð:

        Notað er Phagotest-kit frá GLYCOTOPE Biotechnology, fyrir monocyta og granulocyta.

        Flúor-merktum og áthúðuðum (opsonized) E-coli bakteríum er blandað við sýnið og fylgst með hvort frumur sjúklings taka þær upp og verði þar með ljómandi. Borin er saman virkni fruma (át fruma) við 0°C og 37°C.

        Hlutfall fruma sem eru virkar og styrkur flúor ljóssins (MFI = mean fluorerescence intensity), eru borin saman, við 0°C og 37°C. Gildi MFI er mælikvarði á það hvað fruman hefur gleypt margar bakteríur. Til viðbótar er höfð E-coli baktería sem ekki er áthúðuð, en það gefur svar við því hvort einstaklingurinn getur áthúðað bakteríur eðlilega (mótefni og magnakerfið (komplimentkerfið)).

        Frávik frá eðlilegu svari getur verið vegna galla í neutrophilum eða vegna galla í mótefnamyndun og framleiðslu þátta magnakerfisins (complement). Ástæður geta verið vegna meðfæddra galla, áfalla eða veikinda (sykursýki, nýrnabilunar, acute pancreatitis og sýkingar).
        Aukin virkni átfruma getur verið vegna áhrifa ýmissa efna svo sem interleukin-2 eða interferon-gamma, lactic acid bactería og ýmsir plöntusafar geta haft þessi áhrif.


      Niðurstöður eru sendar í pósti.

        Viðmiðunargildi:
          • Viðmiðunarsýni þarf að svara þannig, að hægt sé að sjá að framkvæmd prófsins og prófefni hafi verið í lagi.
          • Hlutfall jákvæðra granulocyta skal vera á bilinu 95-99% ef notað er vatnsbað með hristingi (shaking). Ef ekki er notað hristi bað, má gera ráð fyrir lækkun á MFI um allt að 20-30%.
          • Ef skoðaðir eru monocytar sérstaklega, er hlutfall jákvæðra fruma á bilinu 65-95% og MFI getur verið lægra en hjá granulocytum.
        Svartími: Mælingar eru gerðar eftir þörfum og sem allra fyrst eftir sýnatöku. Úrvinnsla getur tekið lengri tíma
        Hide details for SýnameðhöndlunSýnameðhöndlun

        Sýni - Heparín-blóð (2 ml lágmark, takist að morgni dags)


        Sending og geymsla:
      Hide details for Drápspróf (Bursttest)Drápspróf (Bursttest)

      Heiti rannsóknar: Drápspróf (Bursttest)
      Pöntun: Beiðni um frumurannsóknir eða Cyberlab innan LSH. Verð: Sjá Gjaldskrá

      Ábending:


        Sjúklingar með tíðar sýkingar. Grunur um galla í starfsemi monocyta eða granulocyta eða grunur um chronic granulomatous disease (CGD). Prófið er einnig notað til að skoða áhrif lyfjagjafa á virkni átfruma.

        Mögulegar viðbótarrannsóknir:

        Samhliða þessu prófi er oft gert átfrumupróf (Phagotest) (Flipi ofar í skjali)


      Grunnatriði rannsóknar:

        Megin starfsemi átfruma er að umlykja og taka inn í sig t.d. bakteríur, til að hægt sé að eyða þeim. Prófið er notað til að meta “oxidative burst” (þ.e. NADPH oxidasa hvata kerfið sem leiðir til framleiðslu á H2O2). Notuð er breyting á dihydrorhodamine(DHR)123 í R123 hjá sjúklingi og heilbrigðu viðmiði. R123 gefur flúorljómun sem er mælanleg, sem MFI (mean fluorerescence intensity), í flæðifrumusjá (flow cytometry - FACS).

        Prófið er gert samdægurs (granuleraðar frumur eru skammlífar) samkvæmt nánara samkomulagi við ónæmisfræðideild.


      Aðferð:

        Notað er Phagoburst kit frá GLYCOTOPE Biotechnology, til að mæla "oxidative burst" virkni monocyta og granulocyta.

        Áthúðuðum (opsonized) E-coli bakteríum er blandað við sýnið og fylgst með hvort hvatar (NADPH oxidase) breyta DHR123 (dihydrorhotamine) í R123 sem gefur frá sér mælanlegt ljós. Borin er saman virkni fruma sem eru örvaðar á mismunandi hátt eða ekki örvaðar.

        Hlutfall fruma sem virkjast og styrkur flúor ljós (MFI) þeirra, er borinn saman við óvirkjaðar frumur. Gildi MFI er mælikvarði á virkni hvatanna (magn hvarfefnisins DHR123 sem hefur klofnað).

        Frávik frá eðlilegu svari getur verið vegna galla í neutrophilum, ástæður geta verið bæði meðfæddar (td chronic granulomatous disease) eða vegna utanaðkomandi áhrifa. Alvarleg veikindi, hár aldur, sýkingar, AIDS, líffæragjafir og lyf getur allt haft áhrif, þannig að virkni minnkar.
        Aukin virkni átfruma getur verið vegna áhrifa ýmissa efna svo sem interleukin-2 eða interferon-gamma, lactic acid bactería og ýmsir plöntusafar geta haft þessi áhrif.


      Niðurstöður eru sendar í pósti.

        Viðmiðunargildi:
          • Viðmiðunarsýni þarf að svara þannig, að hægt sé að sjá að framkvæmd prófsins og prófefni hafi verið í lagi.
          • Hlutfall jákvæðra granulocyta skal vera á bilinu:
      98-100%, með GeoMean 300-1000 við PMA örvun,
        97-100%, með GeoMean 150-500 við örvun með E coli
        1-10% aukning með fMLP örvun.
            Þetta miðast við að notað sé vatnsbað með hristingi (shaking). Ef ekki er notað vatnsbað sem hristist, má gera ráð fyrir lækkun á MFI um allt að 20-30%.
          • Ef skoðaðir eru monocytar sérstaklega, má búast við hlutfalli jákvæðra fruma á bilinu 70-100% og MFI getur verið lægra en hjá granulocytum.
        Svartími: Mælingar eru gerðar eftir þörfum og sem allra fyrst eftir sýnatöku. Úrvinnsla getur tekið lengri tíma
        Hide details for SýnameðhöndlunSýnameðhöndlun

        Sýni - Heparín-blóð (2 ml lágmark, takist að morgni dags)


        Sending og geymsla:
      Hide details for Ósérhæfð örvun fruma með PHA (phytohemagglutinin) Ósérhæfð örvun fruma með PHA (phytohemagglutinin)

        Heiti rannsóknar: Ósérhæfð örvun fruma með PHA (phytohemagglutinin)
        Pöntun: Beiðni um ónæmispróf fyrir gigtar- og sjálfsofnæmissjúklinga eða Cyberlab innan LSH. Verð: Sjá Gjaldskrá

        Ábending:

          Þegar grunur er um galla í frumusvari er gagnlegt að gera þessa rannsókn til að sannreyna að viðkomandi geti svarað ósérhæfðri örvun. Svarið þ.e. hvort frumurnar skipta sér, er notað sem mælikvarði á viðbragðið, eða hvort um galla gæti verið að ræða í boðskiptakerfi frumanna.

          Rannsóknin er gerð þegar einstaklingur hefur haft tíðar sýkingar og mismunandi ónæmisfræðileg vandamál, sem erfitt hefur verið að skýra. Þessa rannsókn er einnig hægt að nota til að styrkja greiningar, þar sem þekkt er að skert hæfni til frumufjölgunar, einkennir suma sjúkdóma.

          Mögulegar viðbótarrannsóknir:

          Ekki eru gerðar viðbótarrannsóknir en sérfræðingar deildarinnar geta veitt ráðleggingar varðandi frekari rannsóknir.


        Grunnatriði rannsóknar:

          Mismunandi örvun fruma setur af stað fjölgun fruma en markmiðið er að mæla hvort það á sér stað og þá hversu mikið. Notast er við það, að til að frumur fjölgi sér þarf nýmyndun DNA og ef sett er út í frumuætið geilsamerktir DNA basar er hægt að mæla það í sindurteljara. Því meiri sem fjölgunin verður því meiri verður mæld geislavirkni í sýnunum.

        Aðferð:

          Einkjarna hvítfrumur eru einangraðar úr blóði með þyngdarstigli. Við furmurnar er blandað PHA í mismunandi styrk og æti notað sem bakgrunnsviðmið. Heilbrigður einstaklingur er notaður sem viðmið fyrir eðlilega örvun. Frumurnar eru ræktaðar og út í ræktina er síðan bætt 3H-Thymedine sem fruman tekur upp í DNA sitt ef hún er að skipta sér. Geislavirkni frumanna er mæld í beta-teljara og frumufjölgun metin út frá upptökunni

        Niðurstöður: eru skráðar í rannsóknarstofuforritið GLIMS.
        Heiti rannsóknar:
        Pöntun: Beiðni um ónæmispróf fyrir gigtar- og sjálfsofnæmissjúklinga eða Cyberlab innan LSH. Verð: Sjá Gjaldskrá

        Ábending:

          Þegar grunur er um galla í T-frumum er gagnlegt að gera þessa rannsókn til að sannreyna að viðkomandi geti svarað ósérhæfðri örvun, með fjölgun sérhæfðra fruma. Rannsóknin er gerð þegar einstaklingur hefur haft tíðar sýkingar og mismunandi ónæmisfræðileg vandamál, sem erfitt hefur verið að skýra. Þessa rannsókn er einnig hægt að nota til að styrkja greiningar, þar sem þekkt er að skert hæfni til frumufjölgunar, einkennir suma sjúkdóma.

          Anti-CD3 ásamt anti-CD28 bindast sérhæft við T-eitilfrumur og koma af stað örvun T-fruma. Frumufjölgun eftir slíka örvun gefur til kynna hvort hæfileiki T-fruma til að svara er eðlilegur eða ekki.

          Mögulegar viðbótarrannsóknir:

          Ekki eru gerðar viðbótarrannsóknir en sérfræðingar deildarinnar geta veitt ráðleggingar varðandi frekari rannsóknir.


        Grunnatriði rannsóknar:

          Mismunandi örvun fruma setur af stað fjölgun fruma en markmiðið er að mæla hvort það á sér stað og þá hversu mikið. Notast er við það, að til að frumur fjölgi sér þarf nýmyndun DNA og ef sett er út í frumuætið geilsamerktir DNA basar er hægt að mæla það í sindurteljara. Því meiri sem fjölgunin verður því meiri verður mæld geislavirkni í sýnunum.

        Aðferð:

          Einkjarna hvítfrumur eru einangraðar úr blóði með þyngdarstigli. Við frumurnar er blandað anti-CD3 og anti-CD28 í mismunandi styrk og æti notað sem bakgrunnsviðmið. Heilbrigður einstaklingur er notaður sem viðmið á eðlilega örvun. Frumurnar eru ræktaðar og út í ræktina er síðan bætt 3H-Thymedine sem fruman tekur upp í DNA sitt ef hún er að skipta sér. Geislavirkni frumanna er mæld í beta-teljara og frumufjölgun metin út frá upptökunni.

        Niðurstöður eru skráðar í rannsóknarstofuforritið GLIMS.

    Ritstjórn

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Björn R Lúðvíksson

    Útgefandi

    Helga Bjarnadóttir

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 10/31/2011 hefur verið lesið 2307 sinnum