../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-551
Útg.dags.: 11/07/2023
Útgáfa: 2.0
2.02.01.01 Kappa og lambda keðjur, fríar
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar: Immúnóglóbúlín eru gerð úr tveimur eins þungum keðjum og tveimur eins léttum keðjum. Þungu keðjurnar eru gamma, alfa, my, epsilon og delta. Léttu keðjurnar eru annað hvort kappa eða lambda keðjur. Við nýmyndun immúnóglóbúlína, myndast umfram magn af léttum keðjum.

Mótefnin, sem notuð eru við mælingu á kappa/lambda keðjum í blóði, bindast við svæði á stöðuga (constant) hluta léttu keðjanna. Bindistaðurinn er á þeim hluta léttu keðjanna, sem bindast þungu keðjunum í immúnóglóbúlínum.

Kappa/lambda hlutfall er betri mælikvarði á hvort um er að ræða einstofna (monoclonal) aukningu á léttum keðjum, en heildarmagn léttu immúnóglóbúlín keðjanna. Minnkuð nýrnastarfsemi getur valdið aukningu á léttum keðjum í blóði, en þá hækka bæði kappa og lambda keðjur.
Hide details for Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.
Gerð og magn sýnis:
Sýni tekið í serum glas með rauðum tappa með geli (gul miðja)
Litakóði samkvæmt Greiner
Mæling gerð einu sinni í viku
Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk
Kappa: 3,3 - 19,4 mg/L
Lambda: 5,7 - 26,3 mg/L
Kappa/lambda hlutfall: 0,26 - 1,65
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Túlkun
    Hækkun/lækkun á kappa/lambda hlutfalli sést við einstofna aukningu á mótefnum (immúnóglóbúlínum). T. d. við mergæxli, Waldenströms macroglobulinemíu, amyloidosis, mallandi mergæxli (smoldering myeloma) og góðkynja mergæxli (monoclonal gammopathy of undetermined significance, MGUS). Um 30% af einstaklingum með góðkynja mergæxli hafa óeðlilegt kappa/lambda hlutfall og um 90% einstaklinga með mergæxli.

    Hækkun á kappa og lambda léttum keðjum sést við minnkaða nýrnastarfsemi.
    Hide details for HeimildirHeimildir
      • National Institute for Health and Care Excellence. Myeloma: diagnosis and management. NICE Guidelines. London: National Institute for Health and Care Excellence: 2016
      • Rajkumar SV, et al. International Myeloma Working Group updated criteria for the diagnosis of multiple myeloma. Lancet Oncology: 2014: e538-548
      • Jenner EL et al. Serum free light chain (FLC) analysis: A Guiding Light in Monoclonal Gammopathy Management. JALM: 2017

      Ritstjórn

      Sigrún H Pétursdóttir
      Ingunn Þorsteinsdóttir

      Samþykkjendur

      Ábyrgðarmaður

      Ísleifur Ólafsson

      Útgefandi

      Sigrún H Pétursdóttir

      Upp »


      Skjal fyrst lesið þann 05/28/2019 hefur verið lesið 1846 sinnum