../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-037
Útg.dags.: 10/06/2023
Útgáfa: 5.0
2.02.01.01 BNP (NT-pro-BNP), N-terminal pro B-type natriuretic peptíð
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar: Hjartavöðvi myndar og losar peptíð-hormóna sem hafa verið nefnd cardiac natriuretic hormón. Tvö helstu hormónin af þessari fjölskyldu eru ANP (atrial natriuretic peptide) og BNP (brain natriuretic peptide). Myndun og losun þeirra eykst verulega við aukið þan og álag á hjartavöðvafrumur. Hormónin hafa kröftuga þvagræsandi verkun, auka úthreinsun á natríum í þvagi og valda slökun í sléttum vöðvum háræða. Þetta leiðir til minnkaðs álags á hjartað.
Peptíðhormónið BNP er myndað sem óvirkt prepro-BNP hormón, sem klofnar fyrst í óvirkt pro-BNP og síðan aftur í tvo hluta, hið virka hormón BNP og óvirka peptíðbútinn NT-Pro-BNP. Virka hormónið BNP er óstöðugt innan og utan líkamans og með stuttan helmingunartíma. Hins vegar er hið óvirka form NT-pro-BNP stöðugt innan og utan líkamans og með alllangan helmingunartíma. NT-pro-BNP er því mun betri mælikvarði á BNP losun frá hjartavöðvafrumum en BNP sjálft.
Helstu ábendingar fyrir rannsóknina eru grunur um hjartabilun, andnauð af óþekktum toga, grunur um einkennalausa hjartabilun og mat á meðferð og horfum við hjartabilun.

Ráðlagt er að nota NT-pro-BNP mælingar til að útiloka vinstri hjartabilun, en ekki til að staðfesta hana.
Hide details for MæliaðferðMæliaðferð
Electrochemiluminiscence immunoassay "ECLIA" á mælitæki frá Roche (cobas e immunoassay analyzers)
Hide details for Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.
Gerð og magn sýnis:
Sýni tekið í lithíum heparín glas með grænum tappa með geli (gul miðja) . Litakóði samkvæmt Greiner
Sýni geymist í 6 daga í kæli og 2 ár við -20°C
Mæling er gerð allan sólarhringinn, alla daga vikunnar.
Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk
< 50 ára
> 50ára
karlar <100 ng/L
karlar <230 ng/L
konur < 150 ng/L
konur <330 ng/L
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Truflandi efni: Bíótín (B7 vítamín) í háum styrk getur valdið truflun, falskri lækkun, á NT-Pro-BNP aðferðinni sem notuð er á Landspítala (Cobas Roche). Hjá sjúklingum á háum bíótín skömmtum (>5mg/dag) þurfa að líða a. m. k. 8 klst frá síðasta bíótín skammti þar til blóðsýni er tekið. Það sama gildir um fjölvítamín og bætiefni sem innihalda bíótín (fjölvítamín og bætiefni fyrir hár, húð og neglur innihalda oft mikið bíótín).

    Túlkun
    Hækkun: Hækkar m. a. við hjartabilun, kransæðasjúkdóm, ofstarfsemi í skjaldkirtli og minnkaða nýrnastarfsemi.
    Hide details for HeimildirHeimildir
    • Tietz Textbook of Clinical Chemistry and Molecular Diagnostics. Fifth Edition. Elsevier Saunders, 2012
    • Upplýsingableðill Elecsys proBNP II, 2018-07, V 13.0 Roche Diagnostics, 2018
    • Ponikowski P, Voors AA, Anker SD et al 2016 esc guidelines for the diagnosis and treatment of acute and chronic heart failure: The task force for the diagnosis and treatment of acute and chronic heart failure of the European Society of Cardiology (ESC)developed with the special contribution of the Heart Failure Association (HFA) of the ESC. Eur Heart J 2016:37;2129–2200
    Ritstjórn

    Sigrún H Pétursdóttir
    Ingunn Þorsteinsdóttir
    Fjóla Margrét Óskarsdóttir

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Ísleifur Ólafsson

    Útgefandi

    Fjóla Margrét Óskarsdóttir

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 03/04/2011 hefur verið lesið 4921 sinnum