../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rsýk-020
Útg.dags.: 11/07/2023
Útgáfa: 4.0
2.02.01.01 Antistreptolysin O (AST - ASO)
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar:
Mælingar mótefna gegn beta-haemolýtískum streptókokkum af flokki A (Streptococcus pyogenes) eru hjálplegar við greiningu fylgikvilla (gigtsóttar (rheumatic fever), skarlatssóttar og nýrnahnoðrabólgu (glomerulonephritis)), en hafa takmarkaða þýðingu við greiningu bráðrar hálsbólgu. Við gigtsótt koma einkenni fram u.þ.b.10 dögum eftir ómeðhöndlaða hálsbólgu (tonsillitis/pharyngitis). Í kossageitarfaröldrum fá allt að 10-15% hinna sýktu einstaklinga nýrnahnoðrabólgu (glomerulonephritis) u.þ.b. 20 dögum síðar. AST/ASO prófið greinir illa mótefni gegn húðsýkingastofnum. Þau greinast hins vegar vel með Anti-DNasa B mótefnamælingu. Því er mælt með því að mæla bæði AST/ASO og Anti-DNasa B mótefni þegar greina á fylgikvilla streptókokkasýkinga. Þessi blóðvatnspróf gagnast einnig við mismunagreiningu við vissa gigtsjúkdóma og leit að orsakavaldi kverkakýlis (peritonsillar abscess).
Rannsóknin byggir á myndun mótefnaflétta milli antistreptolysin O og latex agna húðuðum með streptolysin O. Hækkun á antistreptolysin O kekkjar við latex agnirnar (mótefnafléttur myndast) og verður kökkmyndun sýnileg í hvarfefnablöndu.

Helstu ábendingar: Grunur um fylgikvilla við sýkingu af völdum streptokokka af flokki A (hálsbólga, pyodermia eða lungnabólga).
Hide details for Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.
Gerð og magn sýnis:
Sermi 0,5 ml án hemólýsu.
Sýni tekið í serumglas (rauður tappi með geli (gul miðja) ). Litakóði samkvæmt Greiner.

Sermi má geyma í kæli (2-8°C) í hámark 48 klst. Ef þarf að geyma lengur þá er sýnið fryst. Gæta skal þess að blóð sé vel storkið svo ekki sé vottur af fibrini í serminu.

Mæling er gerð virka daga á rannsóknakjarna í Fossvogi.
Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk
<200 IU/ml

Niðurstöðu er svarað sem stöðluðu tölugildi í IU/ml. Tölugildin eru <100, >100<200, >200<400, >400<800, >800<1600, >1600<3200.
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Túlkun
    Hækkun: Hækkuð AST/ASO mótefni jafngilda ekki greiningu á bráðri gigtsótt, en gefa til kynna fyrri sýkingu með GrA streptokokkum. Hækkuð gildi koma fram 2-4 vikum eftir sýkingu af völdum Gr. A streptókokka. Mótefni gegn AST/ASO myndast að jafnaði ekki við sýkingar af völdum Str. Gr. A í húð, en geta orðið jákvæð við sýkingar af völdum streptókokka af gr. C eða G.
    Mikil hækkun á lípíðum í blóði geta gefið falska hækkun AST/ASO mótefnum.
    Hide details for HeimildirHeimildir
    1. Manual of Clinical Microbiology. ASM Press, Washington D.C.
    2. Garcia LS og fél. Clinical Microbiology Procedures Handbook. ASM Press, Washington D.C.
    3. Statens Serum Institut Diagnostisk håndbog
    4. Antistreptolysin O. Upplýsingar frá hvarfefnaframlleiðanda: Cortex Diagnostics Inc, CA, USA

      Ritstjórn

      Sigrún H Pétursdóttir
      Ingunn Þorsteinsdóttir
      Ísleifur Ólafsson

      Samþykkjendur

      Ábyrgðarmaður

      Ísleifur Ólafsson

      Útgefandi

      Sigrún H Pétursdóttir

      Upp »


      Skjal fyrst lesið þann 05/01/2010 hefur verið lesið 4068 sinnum