../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-184
Útg.dags.: 06/16/2023
Útgáfa: 7.0
2.02.01.01 T3 frítt
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar: Trijoðótýrónín (T3) er skjaldkirtilshormón sem gegnir mikilvægu hlutverki við stjórnun efnaskipta í líkamanum. T3 í blóði er að hluta til komið beint frá skjaldkirtli en stærri hluti er þó myndaður við afjoðun á T4 utan skjaldkirtils. Í blóði er lang stærstur hluti T3 (> 99,9%) bundinn plasmapróteinum (TBG, albúmín og transtýretíni). Aðeins lítill hluti (< 0,2%) er ópróteinbundinn, þ.e. frítt T3 (FT3) en sá hluti fer inn í frumur og er líffræðilega virkur. Magn bindipróteina hefur mikil áhrif á heildamagn T3 en ekki FT3. Mæling á FT3 gefur því betra mat á skjaldkirtilsstarfsemi heldur en T3.
Helstu ábendingar: Grunur um T3-skjaldvakaeitrun (T3-thyrotoxicosis), þegar TSH er bælt en FT4 eðlilegt.
Hide details for MæliaðferðMæliaðferð
Electrochemiluminiscence immunoassay "ECLIA" á mælitæki frá Roche (cobas e immunoassay analyzers).
Hide details for Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.
Gerð og magn sýnis:
Plasma 0,5 ml. Sýni tekið í lithíum heparín glas með grænum tappa með geli (gul miðja)
Litakóði samkvæmt Greiner.

Geymist 7 daga í kæli og 1 mánuð í frysti.
Mæling er gerð allan sólarhringinn, alla daga vikunnar.
Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk
Aldurpmól/L
Fullorðnir (> 20 ára)3,1-6,8
>11 ára ≤ 20 ára3,9-7,7
>6 ára ≤ 11 ára3,9-8,0
>1 árs ≤ 6 ára3,7-8,5
>3 mán. ≤ 12 mán.3,3-9,0
>6 daga ≤ 3 mán.3,0-9,3
0-6 daga2,6-9,7
Þungaðar konurpmól/L
Trimester 13,78-5,97
Trimester 23,21-5,45
Trimester 33,09-5,03

Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
Truflandi efni: Bíótín (B7 vítamín) í háum styrk getur valdið truflun, falskri hækkun, í frítt T3 aðferðinni sem verið er að nota á Landspítala (Cobas Roche). Hjá sjúklingum á háum bíótín skömmtum (>5mg/dag) þurfa að líða a.m.k. 8 klst frá síðasta bíótín skammti þar til blóðsýni er tekið. Það sama gildir um fjölvítamín og bætiefni sem innihalda bíótín (fjölvítamín og bætiefni fyrir hár, húð og neglur innihalda oft mikið bíótín).

Túlkun FT3 skal túlka samhliða TSH niðurstöðu.
Hækkun: Hækkar við ofstarfsemi skjaldkirtils.
Lækkun: Vanstarfsemi skjaldkirtils. Alvarlegir sjúkdómar utan skjaldkirtils (euthyroid sick syndrome).
Hide details for HeimildirHeimildir
Upplýsingableðill FT3 (Free triidothyronine), 2022-11, V 2.0 Roche Diagnostics.
Reference Intervals for Children and Adults, Elecsys Thyroid Tests, Roche Diagnostics GmbH, 2008.
Tietz Textbook of Clinical Chemistry and Molecular Diagnostics. Sixth Edition. Elsevier Saunders, 2018.

    Ritstjórn

    Sigrún H Pétursdóttir
    Ingunn Þorsteinsdóttir
    Fjóla Margrét Óskarsdóttir
    Guðmundur Sigþórsson

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Ingunn Þorsteinsdóttir

    Útgefandi

    Ingunn Þorsteinsdóttir

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 03/04/2011 hefur verið lesið 7698 sinnum