../ IS  
Útgefið gæðaskjal
Skjalnúmer: Rblóð-091
Útg.dags.: 09/22/2022
Útgáfa: 5.0
2.02.01.01 Heparínkekkjun
Hide details for Rannsóknir -  AlmenntRannsóknir - Almennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar:
Sumir sjúklingar sem eru á heparíni mynda mótefni gegn heparíni. Mótefnin valda kekkjun á blóðflögum í blóðrásinni og skemmdum á æðaþeli sem getur valdið blóðflögufæð og blóðtöppum. Heparínkekkjun er gerð þegar grunur er um kekkjun blóðflagna af völdum heparíns eða léttheparína. Áður en heparínkekkjun er gerð er gert HIT mótefnapróf (anti PF-4 SticExpert próf).
Rannsóknin er aðeins gerð í samráði við lækna rannsóknastofu í blóðmeinafræði.

Hide details for Sýnataka, sending og geymslaSýnataka, sending og geymsla
Áður en heparínkekkjun er framkvæmd er HIT mótefnapróf gert. Ef HIT mótefnaprófið er neikvætt er Heparínkekkjun ekki gerð.

Sjúklingur má ekki hafa fengið heparín 24 klst fyrir blóðtöku. Blóðflokkur sjúklings skal fylgja með og hvaða heparín sjúklingur hefur fengið.

Gerð og magn sýnis:
Sýni tekið í 2 serum glös með rauðum tappa með geli (gul miðja). Litakóði samkvæmt Greiner.

Magn sýnis: 5 ml serum.
Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
Túlkun
Læknar blóðmeinafræðideildar túlka niðurstöður. Til að greina týpu 2 HIT (sem veldur blóðsegum) þarf að vera sýnt fram á að minni kekkjun komi fram við supratherapeutiska heparin þéttni ("antigen excess") heldur en við therapeutiska þéttni.


Ritstjórn

Sigrún H Pétursdóttir
Ingunn Þorsteinsdóttir
Fjóla Margrét Óskarsdóttir
Kristín Ása Einarsdóttir
Loic Jacky Raymond M Letertre
Páll Torfi Önundarson

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Páll Torfi Önundarson

Útgefandi

Fjóla Margrét Óskarsdóttir

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 10/05/2011 hefur verið lesið 5174 sinnum