../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rsýk-306
Útg.dags.: 02/02/2022
Útgáfa: 7.0
2.02.23 Saur - Helicobacter pylori mótefnavakaleit
Hide details for Rannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriðiRannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriði
Heiti rannsóknar: Helicobacter pylori mótefnavakaleit
Samheiti:
Pöntun: Beiðni um sýklarannsókn eða Cyberlab innan LSH. Verð: Sjá Gjaldskrá
    Hide details for ÁbendingÁbending
    Helicobacter pylori(þá þekktur sem Campylobacter pylorieða pyloridis)greindist fyrst í mönnum árið 1982. Helicobacter ættkvíslin varð svo formlega til árið 1989 og innihélt þá einungis 2 tegundir: H. pylori og H. mustelae.Síðan þá hefur tegundum ættkvíslarinnar fjölgað jafnt og þétt og eru nú > 30 talsins og hafa greinst í meltingar- og gallvegum fjölda dýrategunda, s.s. manna og ýmissra annarra spendýra á sjó og landi, auk kjúklinga og villtra fugla. H. pylori,með sinni einkennandi öflugu ureasa-framleiðslu hefur þó nánast eingöngu fundist í mönnum. Smit frá dýrum til manna hefur ekki sannast og er litið á maga mannsins sem heimkynni og uppsprettu smita af völdum bakteríunnar1. Áströlsku læknarnir Barry Marshall og Robin Warren hlutu Nobel´s verðlaunin í læknisfræði árið 2005 fyrir að verða fyrstir til að einangra H. pyloriog sýna fram á tengsl bakteríunnar við magabólgur og magasár. Þessi hreyfanlegi, bogni, Gram neikvæði stafur lifir í slímlaginu yfir þekjufrumum magans og stundum einnig vélinda og skeifugarnar. Talið er að allt að helmingur mannkyns sé sýklaður af H. pylorií maga og nánast allir sem eru sýklaðir hafa bólgufrumuíferð í lamina propria í antrum- og fundushlutum magans, þó fæstir hafi klínísk einkenni. H. pylorier einnig til staðar hjá flestum einstaklingum með "idiopathic" magasár. Tilvist H. pylori eykur hættuna á sárasjúkdómi (e. peptic ulcer disease) og krabbameini í maga, en dregur úr líkum á bakflæði í vélinda og afleiðingum þess og barna-astma og skyldum kvillum. Uppgötvun H. pyloriog hlutverks bakteríunnar sem sjúkdómsvalds hefur valdið straumhvörfum í allri þekkingu og túlkun okkar á lífeðlismeinafræði (pathophysiology) maga og skeifugarnar. Sýnt hefur verið fram á tengsl á milli magabólgu af völdum H. pyloriannars vegar og aldurs, kynþáttar, fjölskyldustærðar og þjóðfélagsstöðu hins vegar. Algengi H. pylorisýklunar er mismunandi eftir þýði (population), hærra í vanþróuðum en þróuðum löndum og getur verið allt frá 20% til 90%. Hjá sjúklingum með staðfest skeifugarnarsár er algengi H. pyloriþó uþb. 80% í öllum aldurshópum. Aðrar Helicobactertegundir og skyldar lífverur finnast stöðugt oftar í klínískum sýnum, en hugsanlegt þýðing þeirra sem mögulegra sjúkdómsvalda er enn óljós.
    Með tilkomu árangursríkra meðferðarmöguleika til að uppræta H. pylori(árangur á bilinu 75-90%) þurfa læknar nú að meta hvaða sjúklingar muni njóta góðs af slíkri meðferð og hverjir ekki (eða jafnvel skaðast). Því hafa verið gefnar út fjölmargar leiðbeiningar um greiningarpróf og meðferð fyrir H. pylori,þær síðustu árið 2016 (á veraldarvefnum) og síðar á prenti2 og 20173.
    Í ACG-leiðbeiningunum segir m.a. um ábendingar fyrir H. pylori greiningarprófum:
    • Aðeins ef ætlunin er að bjóða sjúklingi meðhöndlun reynist prófið jákvætt
    • Sjúklingar með gastric MALT (Mucosa Associated Lymphoid Tissue) - lymphoma, virkan magasárs-sjúkdóm eða fyrri sögu um staðfest magasár
    • "Test-and-treat" (þ.e. að gera greiningarpróf og meðhöndla sjúkling ef það er jákvætt) er viðurkennd aðferðafræði fyrir H. pylori þegar um er að ræða sjúklinga með órannsakaða dyspepsiu, undir 55 ára aldri og ekki með nein "alarm" einkenni (blæðingar, blóðleysi, skjóta seddutilfinningu, óútskýrt þyngdartap, vaxandi kyngingarörðugleika, odynophagíu (sársauka við kyngingu), endurtekin uppköst, fjölskyldusögu um krabbamein í meltingarvegi eða fyrri illkynja sjúkdóm)
    • Ákvörðunin um hvaða greiningarpróf skuli nota hverju sinni fer aðallega eftir því hvort sjúklingur þarfnist nánari skoðunar með endoskópíu og styrkleikum, veikleikum og kostnaði hinna mismunandi prófa

    H. pylori mótefnavakaleit í saur (ImmunoCard STAT! HpSA® )4:
    • Greinir virka H. pylori sýkingu. Gagnast því við fyrstu greiningu á H. pylori sýkingu og til að sýna fram á upprætingu H. pylori eftir meðferð (neikvætt próf amk. 4 vikum eftir lok meðferðar), svo og til greiningar endursýkingar.
    • Hefur þann kost, umfram önnur H. pylori greiningarpróf (t.d. magaspeglun fyrir ureasa-skyndipróf eða ræktun, eða öndunarpróf ("breath test")) að vera ekki invasíft (saursýni) og því einfalt og þægilegt í notkun. Hentar því sérstaklega vel til greiningar á H. pylorisýkingum hjá ákveðnum sjúklingahópum, svo sem börnum eða öldruðum.

    Mögulegar viðbótarrannsóknir: Helicobacter pylori- blóðvatnspróf. Vefjasýni-Helicobacter pylori ræktun.
    Hide details for Grunnatriði rannsóknarGrunnatriði rannsóknar
    Þáttbundin (qualitative) mæling á Helicobacter pylori mótefnavökum (antigenum) í saur. ImmunoCard STAT! HpSA® er fljótleg (e. rapid) "lateral flow immunoassay" sem notar einklóna mótefni gegn H. pylori. Fjórir dropar af þynntu saursýni frá sjúklingi eru látnir detta í brunn á prófspjaldinu. Spjaldið síðan látið bíða í 5 mín. við stofuhita áður en lesið er af. Ef bleik eða rauð lína í aflestrarglugganum birtist við hlið bókstafsins "T" (test) á spjaldinu er prófið jákvætt.
    Hide details for SýnatakaSýnataka

    Hide details for Sending og geymslaSending og geymsla

    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
      Hide details for SvarSvar
      Neikvætt: Ekki greindust H.pylori mótefnavakar (antigen) í sýninu.
      Jákvætt: H.pylori mótefnavakar (antigen) greindust í sýninu.
      Óafgerandi: Óafgerandi niðurstaða. Vinsamlega sendið nýtt saursýni til rannsóknar.
      Hide details for TúlkunTúlkun
      • H. pylori mótefnavakaleit í saur (ImmunoCard STAT! HpSA® ) er gagnlegt til greiningar á H. pylori sýkingu (jákvætt próf) og til að sýna fram á upprætingu H. pylori eftir meðferð (neikvætt próf amk. 4 vi. eftir lok meðferðar). Ef meðferð ber ekki árangur er mælt með magaspeglun og vefjasýnatöku til ræktunar og næmisprófana á bakteríunni.
      • Sýklalyf, próton-pumpu hamlarar og bismuth hindra vöxt H. pylori. Hafi sjúklingur neytt einhverra framangreindra efna innan tveggja vikna fyrir sýnatöku getur niðurstaða ImmunoCard STAT! HpSA rannsóknarinnar orðið falskt neikvæð.
      • Vatnskenndar hægðir geta gefið falskt neikvæða niðurstöðu.
      • Framleiðandi ImmunoCard STAT! HpSA®(Meridian Bioscience) gefur eftirfarandi upplýsingar um greiningarhæfni prófsins, miðað við 227 sj., þar sem 85 (37%) voru jákvæðir fyrir H. pylori:
        Áætlað klínískt næmi (95% CI): 90,6% (84,9-97,1%)
        Áætlað klínískt sértæki (95% CI): 91,5% (87,5-96,5%)
        Jákvætt forspárgildi (95% CI): 86,5% (79,9-94,1%)
        Neikvætt forspárgildi (95% CI): 94,2% (90,1-97,9%)

    Hide details for HeimildirHeimildir
    1. Manual of Clinical Microbiology. ASM Press, Washington D.C.
    2. Malfertheiner P, Megraud F, O´Morain CA, et al; European Helicobacter and Microbiota Study Group and Consensus panel. Management of Helicobacter pylori infection - the Maastricht V/Florence consensus report. Gut. 2017;66:6-30 Maastricht V Florence Cons Rep 2015.pdfMaastricht V Florence Cons Rep 2015.pdf
    3. American College of Gastroenterology - ACG: Chey WD, Leontiadis GI, Howden CW, Moss SF. ACG clinical guideline: treatment of Helicobacter pylori infection. Am J Gastroeneterol. 2017;112:212-239. ACG_Clinical_Guideline__Treatment_of_Helicobacter.12 (2) (1).pdfACG_Clinical_Guideline__Treatment_of_Helicobacter.12 (2) (1).pdf
    4. Meridian Bioscience um ImmunoCard STAT! HpSA®

      Ritstjórn

      Sigríður Sigurðardóttir
      Hjördís Harðardóttir
      Katrín Helga Óskarsdóttir - katrinho
      Álfheiður Þórsdóttir - alfheidt
      Sara Björk Southon - sarabso

      Samþykkjendur

      Ábyrgðarmaður

      Hjördís Harðardóttir

      Útgefandi

      Álfheiður Þórsdóttir - alfheidt

      Upp »


      Skjal fyrst lesið þann 01/09/2015 hefur verið lesið 3352 sinnum