../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-305
Útg.dags.: 07/25/2023
Útgáfa: 5.0
2.02.01.01 IGF1
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar: IGF-1 (insulin-like growth factor I) er peptíð hormón framleitt í lifur. Framleiðsla IGF-1 er undir stjórn vaxtarhormóns (VH). Á meðan styrkur VH í blóði er mjög breytilegur þar sem hormóninu er seytt í púlsum frá heiladingli þá er magn IGF-1 mun stöðugra og endurspeglar meðaltalsstyrk VH undangengins sólarhrings. VH og IGF-1 eru nauðsýnleg hormón fyrir eðlilegan vöxt og þroska beina og vefja. Í blóði er IGF-1 að stórum hluta bundið IGFBP-3 (insulin like growth factor binding protein 3).
Helstu ábendingar: Til að hjálpa til við greiningu sjúkdóma sem orsakast af skorti eða ofgnótt VH. Til að fylgja eftir meðferð með VH. Við mat á heiladingulsstarfsemi (þá gjarnan mælt ásamt heiladingulshormónum).
Hide details for MæliaðferðMæliaðferð
Solid-phase, enzyme -labeled chemiluminescent immunometric assay.
Hide details for Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.
Gerð og magn sýnis: Sermi, 0,5 ml. Sýni tekið í serum glas með rauðum tappa með geli (gul miðja). Litakóði samkvæmt Greiner. Sýnið þarf að snúa niður innan 1 klukkustundar, taka sermi ofan af og færa í nýtt glas.
Geymsla: Sermi geymist í kæli í 1 dag, en í 12 mánuði í frysti.

Mæling gerð einu sinni í viku á rannsóknakjarna Fossvogi.
Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk
Fullorðnir:
Aldur (ár)Central 95% range
19-21117-323
22-2499-289
25-2984-259
30-3471-234
35-3963-223
40-4458-219
45-4953-215
50-5448-209
55-5945-210
60-6443-220
65-6940-225
70-7935-216
80-9031-208


Börn/unglingar:
Aldur (ár)Drengir, µg/L

Central 95% range

Stúlkur, µg/L

Central 95% range

0-3< 15-12918-172
4-622-20835-232
7-940-25557-277
10-1169-316118-448
12-13143-506170-527
14-15177-507191-496
16-18173-414190-429

Tanner StigDrengir, µg/L

Central 95% range

Stúlkur, µg/L

Central 95% range

163-27171-394
2114-411122-508
3166-510164-545
4170-456174-480
5161-384169-400

    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Túlkun Eðlilegt magn IGF-1 í sermi mælir gegn skorti á VH.
    Hækkun: Hækkun á IGF-1 í sermi styður greiningu á risavexti (pituitary gigantism) hjá börnum og æsavexti (acromegaly) hjá fullorðnum.
    Lækkun: Lækkun á IGF-1 í sermi bendir til skorts á VH en það þarf þó að staðfesta með örvunarprófi fyrir VH. Lækkun á IGF-1 sést einnig þegar um er að ræða ónæmi fyrir VH (GH insensitivity). IGF-1 getur verið lækkað við vannæringu, vanstarfsemi skjaldkirtils (hypothyroidism), nýrnabilun, lifrarsjúkdóma og sykursýki.
    Hide details for HeimildirHeimildir
    Upplýsingableðill Immulite 2000 IGF-1 (PIL2KIGF-2, 2018-07-02). Siemens Healthcare Diagnostics Products.
    Tietz Textbook of Clinical Chemistry and Molecular Diagnostics. Sixth Edition. Elsevier Saunders, 2017.

        Ritstjórn

        Sigrún H Pétursdóttir
        Ingunn Þorsteinsdóttir
        Fjóla Margrét Óskarsdóttir
        Guðmundur Sigþórsson

        Samþykkjendur

        Ábyrgðarmaður

        Ísleifur Ólafsson

        Útgefandi

        Sigrún H Pétursdóttir

        Upp »


        Skjal fyrst lesið þann 06/06/2018 hefur verið lesið 2630 sinnum