../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rblóð-022
Útg.dags.: 12/13/2019
Útgáfa: 1.0
2.02.01.01 Blóðstrok, smásjárskoðun
    Hide details for Rannsóknir -  AlmenntRannsóknir - Almennt
    Verð: Sjá Gjaldskrá
    Pöntunarkóði í Flexlab: BSM, DIFS
    Grunnatriði rannsóknar:
    Smásjárskoðun er deilitalning hvítra blóðkorna og mat á útliti blóðmyndar. Rannsóknin er nauðsynleg til greiningar blóðsjúkdóma og greinir ýmsar reaktífar breytingar, t.d. sýkingar.
    Deilitalning er sundurgreining hvítra blóðkorna hvort heldur með frumugreini "elektrónískum mæli " eða smásjárskoðun " eyecount " handdeilitalning. Hún er gefin upp sem prósenta (%) hverrar tegundar hvítra blóðkorna í smásjárskoðun, raunfjöldi tegundar finnst með því að margfalda hundraðshluta hennar með Hbk sjúklingsins og deila með 100.
    Dæmi: Sé Hbk t.d. 60,0 x 109/L og neutrofíl segment 2%, er raunfjöldi neutrofíl segmenta :
    2 x 60/100 = 1,2 x109/L.
    Ef talning í frumugreini er utan ákveðinna gilda og/eða ef frumugreinir gefur til kynna óeðlilega blóðmynd (samkvæmt vinnureglum rannsóknarstofunnar) er blóðstrok smásjárskoðað .
    Ef beðið er um sérfræðiálit, er smásjárskoðað og kallað á sérfræðingi í blóðmeinafræði til að gefa hematólógískt álit á blóðmynd.
    Ef óskað er sérstaklega eftir smásjárskoðun skal ástæða smásjárskoðunar koma fram á beiðni eða hringt á rannsóknarstofu samdægurs ef beiðni er rafræn.
    Hide details for Sýnataka, sending og geymslaSýnataka, sending og geymsla
    Gerð og magn sýnis:
    EDTA-blóð lámark 1mL (Glas með fjólubláum tappa ). Lítakóði samkvæmt Greiner. Af aðsendu sýni þarf að strjúka blóðstrok strax úr EDTA sýni og láta þorna (best ef fixerað í methanol), senda niðurstöður úr blóðkornateljara og glasið með ef mögulegt er. Senda strax á rannsóknarstofu.

    Á rannsóknarstofunni eru lituð blóðstrok geymd í 1 mánuð og blóðmynd í Cellavision er geymd í ótakmarkaðan tíma.
    Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk
    Hvít blóðmynd:
    <11 ára
    >11 ára
    Stafir
    <11 %
    <16%
    Neutrophilar
    17 - 59%
    25 - 75%
    Lymphocytar
    27 - 67%
    18 - 54%
    Monocytar
    <9%
    <9%
    Eosinofilar
    <7%
    <7%
    Basofilar
    <2%
    <2%

    Rauð blóðmynd:
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Svar:
    %, Afbrigðileiki í útliti rauðra og hvítra blóðkorna er gefinn upp í + til +++
    Túlkun: Blóðstrok eru skoðuð af reyndum starfsmönnum, að gefnum ákveðnum skilmerkjum staðfestir læknir svarið.

Ritstjórn

Kristjana Schmidt
Sigrún H Pétursdóttir
Páll Torfi Önundarson

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Páll Torfi Önundarson

Útgefandi

Sigrún H Pétursdóttir

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 03/23/2011 hefur verið lesið 1190 sinnum