../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-174
Útg.dags.: 03/14/2023
Útgáfa: 6.0
2.02.01.01 SHBG
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar: : SHBG (sex hormone binding globulin) er prótein sem myndast í lifur og hefur það hlutverk að flytja kynhormón í blóði (einkum testósterón og estradíól). U.þ.b. 40-60% testósteróns í blóðrásinni er bundið SHBG en afgangurinn er bundinn albúmíni að undanskildum ~ 2% sem eru á fríu formi. Testósterón er fast bundið SHBG og er sá hluti testósteróns því að mestu óaðgengilegur fyrir vefi líkamans til skemmri tíma. Fríi hlutinn ásamt albúmínbundna hlutanum eru aftur á móti auðveldlega aðgengilegir og því líffræðilega virkir (bioavailable). Magn SHBG ákvarðar því hve stór hluti heildar testósteróns í blóði er líffræðilega virkur.
Helstu ábendingar: Mæling á P/S-SHBG er gagnleg þegar heildar testósterón styrkur í sermi er í ósamræmi við klínísk einkenni. SHBG ásamt heildar testósteróni er notað við útreikninga á Virku -testósteróni og P/S-testósterón/SHBG hlutfalli.
Hide details for MæliaðferðMæliaðferð
Electrochemiluminiscence immunoassay "ECLIA" á mælitæki frá Roche (cobas e immunoassay analyzers).
Hide details for Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.
Gerð og magn sýnis:
Sýni tekið í lithíum heparín glas með grænum tappa með geli (gul miðja)
Litakóði samkvæmt Greiner.

Plasma 0,5 ml.
Sýnið geymist í þrjá daga í kæli og í mánuð við – 20ºC.
Mæling er gerð alla virka daga.
Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk
Magn SHBG í blóðrásinni er háð aldri og kyni. P/S-SHBG er hátt hjá börnum af báðum kynjum. Við kynþroska lækkar SHBG magn, meira hjá körlum en konum. Gildi haldast síðan stöðug þar til þau fara hækkandi hjá karlmönnum eftir miðjan aldur en lækkandi hjá konum eftir tíðahvörf.

Karlar 20-49 ára: 18,3 - 54,1 nmóL/L.
Karlar ≥ 50 ára: 20,6 - 76,7 nmól/L.
Konur 20-49 ára: 32,4 - 128 nmól/L.
Konur ≥ 50 ára: 27,1 - 128 nmól/L.
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Truflandi efni: Bíótín (B7 vítamín) í háum styrk getur valdið truflun, falskri lækkun, í SHBG aðferðinni sem verið er að nota á Landspítala (Cobas Roche). Hjá sjúklingum á háum bíótín skömmtum (>5mg/dag) þurfa að líða a.m.k. 8 klst frá síðasta bíótín skammti þar til blóðsýni er tekið. Það sama gildir um fjölvítamín og bætiefni sem innihalda bíótín (fjölvítamín og bætiefni fyrir hár, húð og neglur innihalda oft mikið bíótín).

    Túlkun
    Aukning á SHBG þýðir að líklega er minna testósterón aðgengilegt fyrir vefi líkamans heldur en heildar testósterón styrkur gefur til kynna. Ef SHBG er lækkað þá bendir það til þess að stærri hluti heildar testósteróns sé virkur (bioavailable). P/S-SHBG er mælt ásamt heildar testósteróni þegar reikna á út Virkt-testósterón (við grun um hypógónadisma hjá körlum eða hýperandrógenisma hjá komum) eða P/S-Testósterón/SHBG hlutfall (við grun um hýperandrógenisma hjá konum og börnum).

    Hækkun: Hækkun á SHBG sést við lifrarsjúkdóma, ofstarfsemi skjaldkirtils, anórexíu, á meðgöngu og við estrógen meðferð og við minnkaða kynhormónaframleiðslu hjá körlum.
    Lækkun: Lækkun á SHBG sést við offitu, áunna sykursýki, PCOS, skjaldvakabrest (hypothyroidism), æsavöxt (acromegaly), Chushings sjúkdóm og sykurstera notkun og við notkun andrógen virkra lyfja.
    Hide details for HeimildirHeimildir
    Upplýsingableðill SHBG 2022-01, V13.0, Roche Diagnostics.
    Tietz Textbook of Clinical Chemistry and Molecular Diagnostics. Sixth Edition, Elsevier Saunders 2017.

      Ritstjórn

      Sigrún H Pétursdóttir
      Ingunn Þorsteinsdóttir
      Fjóla Margrét Óskarsdóttir
      Guðmundur Sigþórsson

      Samþykkjendur

      Ábyrgðarmaður

      Ísleifur Ólafsson

      Útgefandi

      Ingunn Þorsteinsdóttir

      Upp »


      Skjal fyrst lesið þann 03/06/2011 hefur verið lesið 2977 sinnum