../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-019
Útg.dags.: 05/31/2023
Útgáfa: 11.0
2.02.01.01 Aldósterón í sólarhringsþvagi
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar: Aldósterón er saltsteri sem myndast í nýrnahettum (sjá S-aldósterón). Aldósterón er gert óvirkt í lifur og skilið út í þvagi tengt glúkúróníði. Helmingunartími aldósteróns í blóðrásinni er u.þ.b. 15-20 mínútur. Mæling á sólarhringsútskilnaði aldósteróns í þvagi gefur mynd af heildar framleiðslu aldósteróns.
Helstu ábendingar: Grunur um afleiddan háþrýsting vegna frumkomins eða afleidds aldósterónheilkennis (primer eða secunder hyperaldosteronism).
Hide details for MæliaðferðMæliaðferð
Chemiluminescent immunoassay (CLIA) á mælitæki frá Diasorin (Liaison XS).
Hide details for Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mælt
Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mælt

Undirbúningur sjúklings: Eins og við mælingar á aldósteróni eða reníni þarf að hafa í huga að ýmis lyf og efni geta haft áhrif á túlkun niðurstaðna. Almennt er ráðlegt að vera án þvagræsilyfja (þar á meðal spírónólaktóni) í að minnsta kosti sex vikur fyrir rannsókn, og beta-blokkar, metýldópa, klónidín, díhýdrópýridín kalsíumgangalokar, angíótensínbreytandi ensímhemlar (ACE), angíótensínviðtakablokkar (ARB), beinir renínínblokkar og NSAI verkjalyf (NSAID) í að minnsta kosti tvær vikur (og helst fjórar) áður en útskilnaður aldósteróns í þvagi er mældur. Blóðkalíumlækkun ætti að leiðrétta með kalíumklóríð (KCl) bætiefnum og leiðbeina sjúklingnum um að fylgja mataræði með ríkri natríuminntöku. Sé ekki óhætt að gera þessar breytingar á núverandi lyfjameðferð hjá tilteknum sjúklingum er þó oft hægt að draga vísbendingar af mældum gildum þó sjúklingur sé á ofangreindum lyfjum. Doxazosin og verapamil eru hlutlaus lyf sem oft eru gagnleg til að hafa stjórn á blóðþrýstingi á meðan gerðar eru rannsóknir.
Gerð og magn sýnis: Sólarhringsþvag. Þvagi er safnað í sólarhring í þvagsöfnunarílát án íblöndunarefna. Sýnið skal geymt í kæli meðan á söfnun stendur og eins eftir að söfnun er lokið.
Geymsla: Geymist í 7 daga í kæli og a.m.k. 30 daga í frysti.

Mælt á rannsóknarkjarna Fossvogi.
Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk
3,3 - 78 nmól/dag (1,2 - 28 ug/dag)

ATH: Ný mæliaðferð feb. 2023 (Diasorin Liaison).
Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
Túlkun: Saltneysla hefur áhrif á aldósterón framleiðsu. Við skerta saltneyslu mælast hærri gildi aldosterons í þvagi en við aukna saltneyslu mælast lægri gildi. Nýrnastarfsemi hefur áhrif á aldósterón útskilnað og þarf að hafa það í huga við túlkun.
Hækkun: Frumkomið aldósterónheilkenni: aldósterónmyndandi kirtilæxli í nýrnahettum (Conn´s syndrome) og nýrnahettuauki (bilateral adrenal hyperplasia). Afleitt aldósterónheilkenni: afleiðing aukinnar renín myndunar t.d. vegna nýrnaæðasjúkdóma eða renín framleiðandi æxla.
Lækkun: Minnkuð starfsemi í nýrnahettum (adrenal insufficiency).

Til að umbreyta einingum; µg/dag x 2,775 = nmól/dag.
Hide details for HeimildirHeimildir
Fylgiseðill með hvarfefnum, LIAISON Aldosterone. EN-53959-2020-11 DiaSorin Inc.
Tietz Textbook of Clinical Chemistry and Molecular Diagnostics. Sixth Edition. Elsevier Saunders, 2017.

    Ritstjórn

    Sigrún H Pétursdóttir
    Ingunn Þorsteinsdóttir
    Fjóla Margrét Óskarsdóttir
    Guðmundur Sigþórsson

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Ísleifur Ólafsson

    Útgefandi

    Fjóla Margrét Óskarsdóttir

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 03/03/2011 hefur verið lesið 14781 sinnum