../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rmynd-068
Útg.dags.: 11/04/2020
Útgáfa: 2.0
2.02.06.101 TS ristill
Hide details for Rannsóknir - Heiti, ábendingar, frábendingarRannsóknir - Heiti, ábendingar, frábendingar
Heiti rannsóknar: Tölvusneiðmyndir af ristli.
Samheiti: CT Colon.
Pöntun: Heilsugátt, sjá leiðbeiningar um pöntun myndgreiningarþjónustu.
Ábendingar: Sýndarspeglun á ristli til mats á sepum, æxlum o.fl.
Frábendingar: Þungun. þeir sem ekki geta tekið hægðarlyf.
    Hide details for Undirbúningur og framkvæmdUndirbúningur og framkvæmd

    Undirbúningur:
    Daginn fyrir rannsókn þarf taka hægðarlyf til að hreinsa ristilinn, drekka skuggaefni og vera á fljótandi fæði.Góð hreinsun er mikilvæg svo að rannsóknin sé fullnægjandi.
    • Kaupa þarf Picoprep hægðarlyf í apóteki. Í pakkanum eru tvö bréf sem þarf að blanda í vatn og drekka tvisvar.
    • Sækja þarf skuggaefni,Tagitol í afgreiðslu röntgendeildar. Pakki með þremur flöskum af efninu.
    • Ef tölvusneiðmynd af ristli er gerð eftir ristilspeglun þarf að drekka skuggaefnisblöndu sólahring fyrir rannsókn og vera á fljótandi fæði..
    • Vera þarf á fljótandi fæði og drekka vel yfir daginn
    • Undirbúningur fyrir rannsókn

    Aðferð:
    Í upphafi rannsóknar þarf að liggja á hliðinni á rannsóknarbekk og litlum staut er komið fyrir í endaþarmi. Lofti er blásið rólega í ristil þar til sjúklingur finnur til óþæginda. Teknar eru myndir á baki og grúfu.
    Mikilvægt er að liggja kyrr til að forðast myndgalla. Til að minnka hreyfingu í þörmum og slaka á sléttum vöðvum er gefið lyf í æð, buscopan.
    Geislafræðingur framkvæmir rannsóknina.
    Við tölvusneiðmyndir er notað röntgentæki sem gefur frá sér jónandi geislun og hægt er að skoða myndir í öllum sniðum í tví- og þrívídd. Þær geta gefið ítarlegar upplýsingar um ástand líffæra og æða.

    Tímalengd: 30 mín.

    Eftirmeðferð: Engin, en mælt er með að drekka vel af vatni eftir rannsóknina.
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Röntgenlæknir skoðar og metur rannsóknina. Niðurstaða er send til þess læknis sem óskaði eftir rannsókn, sem einnig getur skoðað niðurstöður í heilsugátt.

    Starfsfólki öðrum en læknum og læknariturum er óheimilt að lesa svar í síma. Svör eru eingöngu lesin fyrir lækna.

    Ritstjórn

    Alda Steingrímsdóttir
    Ásrún Karlsdóttir
    Þórdís Halldórsdóttir

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Pétur Hannesson

    Útgefandi

    Alda Steingrímsdóttir

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 02/21/2015 hefur verið lesið 1329 sinnum