../
IS
Gæðahandbók
Breytingartillaga
Prenta
Senda
Loka
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-118
Útg.dags.: 05/30/2024
Útgáfa: 7.0
2.02.01.01 CK (Kreatinkinasi)
Almennt
Almennt
Verð:
Sjá
Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar:
Kreatínkínasi (CK) hvatar efnahvarfið: Kreatinfosfat + ADP < --- > kreatin + ATP. CK finnst einkum í þverrákóttum beinagrindarvöðvum, hjartavöðva og í litlu magni í heila, meltingavegi og þvagblöðru. Við frumuskemmdir í þessum líffærum lekur ensímið út úr frumunum. Langmest af CK í blóði er komið frá þverrákóttum beingrindarvöðvum. CK er lægra í konum, en körlum og lækkar hjá eldri einstaklingum.
Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd
Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd
Gerð og magn sýnis:
Sýni tekið í lithíum heparín glas með grænum tappa
með geli (gul miðja)
Litakóði samkvæmt Greiner.
Sýni er skilið niður innan einnar klukkustundar við 3000 rpm í 10 mínútur.
Geymist í 7 daga í kæli.
Mælt allan sólarhringinn, alla daga.
Viðmiðunarmörk
Viðmiðunarmörk
Karlar <50 ára: < 400 U/L; Karlar > 50 ára: < 280 U/L; Konur: <210 U/L
Niðurstöður
Niðurstöður
Túlkun
Hækkuð gildi sjást hjá langflestum einstaklingum með skemmd í þverrákóttum beinagrindarvöðvum og hjartavöðva. Aukning sést m. a við muscular dystrophy og í öðrum tilfellum af vöðvaskemmdum svo sem áverkum á beinagrindar vöðva. Líkamleg áreynsla veldur hækkun á CK. Einnig getur CK í blóði hækkað eftir að lyfi er sprautað í vöðva. Getur hækkað við vanstarfsemi skjaldkirtils.
Heimildir
Heimildir
Viðmiðunarmörk sjá:
www.furst.no/norip
Tietz Textbook of Clinical Chemistry and Molecular Diagnostics. Fifth Edition. Elsevier Saunders, 2012.
Ritstjórn
Sigrún H Pétursdóttir
Ingunn Þorsteinsdóttir
Samþykkjendur
Ábyrgðarmaður
Ísleifur Ólafsson
Útgefandi
Sigrún H Pétursdóttir
Upp »