../
IS
Gæðahandbók
Breytingartillaga
Prenta
Senda
Loka
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rmynd-077
Útg.dags.: 12/21/2015
Útgáfa: 4.0
2.02.02.01 Fistilrannsókn
Rannsóknir - Heiti, ábendingar, frábendingar
Rannsóknir - Heiti, ábendingar, frábendingar
Heiti rannsóknar:
Fistilrannsókn á handlegg fyrir blóðskilun
Samheiti:
Fistulographia.
Pöntun:
Röntgensvör
, sjá
leiðbeiningar um pöntun myndgreiningarþjónustu
.
Ábendingar:
Grunur um þrengsli í fistli.
Frábendingar
:
Skuggaefnisofnæmi.
Hátt kreatíningildi / skert nýrnastarfsemi:
Skuggaefnismagn sem gefið er í æð er reiknað út frá serum kreatínin, því þarf nýleg blóðprufa að liggja fyrir, einnig er stuðst við aldur, hæð og þyngd. Upplýsingar um serum kreatínin má finna á innraneti LSH, sjá
Heilsugátt
.
Sjúklingi með bráða nýrnabilun er ekki gefið skuggaefni. Þetta á ekki við um einstakling sem er reglulega í blóðskilun.
Sykursýkislyf:
Noti einstaklingur eitthvert af eftirtöldum sykursýkislyfjum:
Glucophage, Glucovance eða Avandmet
, sem öll innihalda Metformin, skal
sleppa að taka sykursýkislyf
daginn sem rannsókn er
faramkvæmd og
byrja aftur 48 klst. eftir
rannsóknina.
Ef gefa þarf skuggaefni í bráðarannsókn skal hætta notkun á Metformin lyfja 48 klst. eftir rannsókn og endurtaka serum kreatínin mælingu.
Ofnæmi:
Við þekkt joðskuggaefnisofnæmi þarf lyfjaforgjöf. Sjá
Ofnæmislyf - Joðskuggaefni
.
Einstaklingur utan spítala geta nálgast ofnæmislyf á myndgreiningardeild tveimur dögum fyrir rannsókn.
Undirbúningur og framkvæmd
Undirbúningur og framkvæmd
Undirbúningur:
Enginn. Leiðbeiningar um ofnæmi og sykursýki eru í ábendingar/frábendingar
Aðferð:
Við myndgreiningarannsókn af fistli er notað röntgentæki sem gefur frá sér jónandi geislun. Skuggaefni er sprautað um nál sem sett hefur verið í fistilinn og myndir teknar í skyggningu. Framkvæmt af röntgenlækni með aðstoð geislafræðings.
Tímalengd:
20 - 30 mínútur.
Eftirmeðferð:
Engin.
Niðurstöður
Niðurstöður
Röntgenlæknir skoðar og metur rannsóknina. Niðurstaða er send til þess læknis sem óskaði eftir rannsókn, þegar svar hefur verið staðfest. Oftast er það næsti virki dagur. Læknar innan LSH geta skoðað svör og myndir á innri vef.
Svör eru eingöngu lesin fyrir lækna. Starfsfólki öðrum en læknum og læknariturum er óheimilt að lesa svar í síma.
Heimildir
Heimildir
Mosby
Ritstjórn
Alda Steingrímsdóttir
Soffía G Þorsteinsdóttir
Samþykkjendur
Ábyrgðarmaður
Pétur Hannesson
Útgefandi
Alda Steingrímsdóttir
Upp »