../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-099
Útg.dags.: 07/29/2024
Útgáfa: 4.0
2.02.01.01 Kalsíum
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar: Heilbrigður einstaklingur er með 1000 – 1400 g af grunnefninu kalsíum í líkamanum og er nánast allt bundið í beinum. Aðeins um 0,1% af heildarmagni kalsíum er í utanfrumuvöka. Í sermi er kalsíum jónað (ca. 50%), próteinbundið (ca. 40%) og komplexbundið (ca.10%). Þessi hlutföll eru háð ýmsu, svo sem pH blóðs og styrk albúmíns, sem og annarra próteina. Við þessa mælingu er allt kalsíum mælt, þ.e. öll þrjú ofantalin form þess. Það er þó aðeins jónaða formið, sem hefur bein lífefnafræðileg áhrif í líkamanum.
Helstu ábendingar: Er skimpróf við grun um beinasjúkdóma, sjúkdóma í parathyroid kirtlum, nýrnasteina, nýrnabilun, krampa, grun um D-vítamínskort, briskirtilsbólgu, myeloma, sarcoidosis, og fleiri sjúkdóma.
Hide details for Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.
Gerð og magn sýnis:Sýni tekið í lithíum heparín glas með grænum tappa með geli (gul miðja).
Litakóði samkvæmt Greiner Vacuette
Sýni er skilið niður innan einnar klukkustundar við 3000 rpm í 10 mínútur.

Geymist í 7 daga í kæli og 8 mánuði í frysti.
Sýni má senda við stofuhita.
Mæling er gerð allan sólarhringinn, alla daga vikunnar

Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk

Aldur
Eining
Viðmiðunarmörk
0 - 10 daga
mmól/L
1,90 - 2,60
10 daga - 2 ára
mmól/L
2,25 - 2,75
2 - 12 ára
mmól/L
2,20 - 2,70
12 - 18 ára
mmól/L
2,10 - 2,50
fullorðnir
mmól/L
2,15 - 2,50
Viðmiðunarmörk fullorðinna eru samkvæmt samnorrænum viðmiðunarmörkum (NORIP).

Viðmiðunarmörk P/S-kalsíum fyrir börn eru sett samkvæmt rannsókn og ráðleggingum hvarfefnaframleiðandans Roche Diagnostics
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Túlkun niðurstaðna
    Hækkun:
    Hækkun sést við aukna losun á kalsíum úr beinum, en sjaldnar við aukna upptöku kalsíum í meltingarvegi eða aukna endurupptöku á kalsíum í nýrum.
    Algengustu ástæður fyrir hækkun á kalsíum eru krabbamein af ýmsum gerðum og hyperparathyroidismus. Hækkun á kalsíum sést einnig við D-vítamín eitrun, ofstarfsemi skjaldkirtils, meðferð með þvagræsilyfjum og ýmsa aðra sjúkdóma. Aukinn kalsíum styrkur í blóði vegna hækkunar á próteinbundnu kalsíum sést við ofþornun (dehydration) og myeloma þar sem einstofna mótefnin binda kalsíum.
    Lækkun:
    Lækkun sést við D-vítamín skort og aðrar truflanir í D-vítamín búskap, lækkun á parathyroid hormóni (PTH), nýrnabilun, bráða briskirtilsbólgu, miklar blóðgjafir með cítrat-blóði og magnesíum skort. Hafa skal í huga að hypokalcemía getur verið vegna lækkunar á próteinbundnu kalsíum og er þá yfirleitt um mikla lækkun á albúmíni að ræða. Æskilegt er þá að mæla jóníserað kalsíum.
    Kalsíum er gjarnan nokkru hærra hjá nýburum á fyrsta sólarhring eftir fæðingu en lækkar síðan og getur verið nokkru lægra en gefin viðmiðunarmörk fyrstu vikuna. Eftir það oftast svipað og í fullorðnum.
    Lífshættuleg gildi: < 1,70 mmol/L og >3,5 mmol/L.
    Hide details for HeimildirHeimildir
    Heimildir
    Viðmiðunarmörk:
    http://nyenga.net/norip/index.htm
    Tietz Textbook of Clinical Chemistry and Molecular Diagnostics. Fourth Edition. Elsevier Saunders. 2012.

    Laurell Klinisk Kemi i Praktisk Medicin, Ninth Edition. Studentlitteratur. 2012.

    Ritstjórn

    Sigrún H Pétursdóttir
    Ingunn Þorsteinsdóttir
    Fjóla Margrét Óskarsdóttir
    Ísleifur Ólafsson

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Ísleifur Ólafsson

    Útgefandi

    Sigrún H Pétursdóttir

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 03/04/2011 hefur verið lesið 3638 sinnum