../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-145
Útg.dags.: 09/10/2019
Útgáfa: 4.0
2.02.03.01.01 Osteokalsín
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar: Osteókalsín er helsta non-kollagen prótein í beinvef. Það er myndað af osteoblöstum og er 49 amínósýrur (a.s.) að lengd. Framleiðsla osteókalsíns er örvuð af 1,25 díhýdroxývítamíni D en er einnig háð K vítamíni þar sem osteókalsín inniheldur þrjár γ-karboxý-glútamínsýrur. Hlutverk osteókalsíns er óljóst en styrkur osteókalsíns í blóði endurspeglar beinumsetningu.
Í blóði finnst heilt osteokalsín (a.s.1-49) en jafnframt stór N-terminal/midregion bútur (a.s. 1- 43) sem er mun stöðugri. Mæliaðferðir sem mæla bæði formin, líkt og sú sem hér er notuð, gefa stöðugri niðurstöður.
Helstu ábendingar: Til að fylgja eftir og meta árangur meðferðar við beinþynningu. Mælingin er ekki notuð til greiningar á beinþynningu.
Hide details for Sýnataka, sending og geymslaSýnataka, sending og geymsla
Gerð og magn sýnis:
Sýni tekið í glas með fjólubláum tappa án gels (svört miðja). Litakóði samkvæmt Greiner.
Sýni snúið strax niður. Niðursnúið plasma geymist í 2 daga við 15-25°C, 3 daga við 2-8°C og 3 mánuði við -20°C.
Forðast blóðkornarof (hemólýsu).

Mæling gerð einu sinni í viku.
Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk
10 - 40 µg/L
Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
Túlkun. Styrkur osteokalsíns í sermi er notaður sem mælikvarði á beinumsetningu.
Hækkun: Hækkuð gildi osteókalsíns benda til aukinnar beinumsetningar, t.d við hyperparathyroidism, renal osteodystrophy, thyortoxicosis, acromegaly, beinbrot, beinmeinvörp og beinþynningu með hárri beinumsetningu.
Lækkun: Getur sést við hypoparathyroidism, hypothyroidism og vaxtahormóns skort.
Hide details for HeimildirHeimildir
Upplýsingableðill N-MID Osteocalcin, 2013-11, V 15. Roche Diagnostics
Tietz Textbook of Clinical Chemistry and Molecular Diagnostics. Fifth Edition. Elsevier Saunders, 2012.

    Ritstjórn

    Sigrún H Pétursdóttir
    Guðmundur Sigþórsson

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Ísleifur Ólafsson

    Útgefandi

    Sigrún H Pétursdóttir

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 03/04/2011 hefur verið lesið 2079 sinnum