../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rsýk-199
Útg.dags.: 01/26/2023
Útgáfa: 8.0
2.02.20 Liðvökvi - bakteríur, sveppir, mýkóbakteríur
Hide details for Rannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriðiRannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriði
Heiti rannsókna: Liðvökvi/strok frá lið - almenn ræktun, Liðvökvi/strok frá lið - svepparæktun, Liðvökvi/strok frá lið - berklaræktun
Samheiti:
Pöntun: Beiðni um sýklarannsókn eða Cyberlab innan LSH. Verð: Sjá Gjaldskrá
    Hide details for ÁbendingÁbending
    Bakteríurannsókn. Grunur um liðsýkingu. Bakteríur eru helsta orsök liðsýkinga.

    Mýkóbakteríurannsókn. (1) Grunur um liðsýkingu af völdum mýkóbaktería úr M. tuberculosis komplex, M. aviumkomplex eða annarra tegunda. (2) Eftirlit eftir meðferð.

    Svepparannsókn. Liðsýkingar af völdum Candida og myglusveppa eru sjaldgæfar og sjást helst í kjölfar skurðaðgerða (gerviliðísetninga) og opinna áverka.

    Mögulegar viðbótarrannsóknir:
    Mýkóbakteríurannsókn. Ef ástæða þykir til má senda sýni til Statens Serum Institut til PCR leitar að M. tuberculosis komplex. Gert að beiðni læknis.

    Leit að erfðaefni baktería með kjarnsýrumögnunaraðferðum. Sent erlendis. Gert í samráði við lækni sjúklings.
    Hide details for Grunnatriði rannsóknarGrunnatriði rannsóknar
    Bakteríurannsókn. Smásjárskoðun á Gramslituðu sýni og ræktun, bæði í lofti og við loftfirrð skilyrði. Ræktun fer fram í 5 daga. Sé vökvi tekinn frá sjúklingi með gervilið þá er ræktað í 14 daga. Við sýkingu sjást bakteríur ekki nema í hluta tilfella, en langoftast sést mikið af margkjarna átfrumum. Bakteríur sem ræktast eru tegundagreindar og gert næmispróf.
    Sýni frá börnum 12 ára og yngri fara auk þess í PCR greiningu (FilmArray Joint Infection panel), sem m.a. getur greint Kingella kingae, algengur liðsýkingavaldur hjá börnum sem vex oft illa í ræktunum. Best er að hringja í vakthafandi lækni á Sýklafræðideild til að biðja um PCR greiningu og nauðsynlegt er að senda sýnið í sterílu glasi (a.m.k. 0.2 mL, en meira ef sýnið á líka að fara í hefðbundna ræktun).

    Svepparannsókn. Smásjárskoðun á Gramslituðu sýni (og Giemsa litun ef þarf). Ræktun fer fram í 3 vikur. Sýni sem sett eru í blóðræktunarkolbur eru ræktuð í 1 viku. Allur gróður er greindur með viðeigandi aðferðum. Upplýsingar um næmispróf má finna í leiðbeiningum.

    Mýkóbakteríurannsókn. Sýni er skilið niður og botnfall er notað til smásjárskoðunar, eftir litun með Auramin O, og til ræktunar í BacT/Alert kolbum og á Lövenstein-Jensen æti. Ræktun fer fram í 6 vikur. Þegar sýrufastir stafir ræktast er framkvæmd kjarnsýrumögnun á gróðrinum til að greina mýkóbakteríur til tegundar. Ef M. tuberculosis komplex greinist er leitað að lyfjaónæmisgenum sem skrá fyrir ónæmi gegn rifampicin og isoniazid. Biðja þarf sérstaklega um næmispróf á öðrum mýkóbakteríutegundum.
    Hide details for SýnatakaSýnataka
      Hide details for Sérstök tímasetning sýnatökuSérstök tímasetning sýnatöku
      Bakteríu- og svepparannsókn. Æskilegt er að taka sýni fyrir upphaf sýklalyfjagjafar. Vöxtur sveppa bælist þó síðar eftir sveppalyfjagjöf en vöxtur baktería eftir bakteríulyfjagjöf.
      Hide details for Ílát og áhöldÍlát og áhöld
      Liðástungusett.

      Bakteríu- og svepparannsókn. Sýni sett í dauðhreinsað glas með utanáskrúfuðu loki og líka í blóðræktunarflöskur ef nóg er til af sýni (BacT/Alert - FN Plus anaerobic og FA Plus aerobic). Ef lítið magn af sýni er til, þá má setja það frekar í barnablóðræktunarflösku (BacT/Alert PF PLUS með gulum tappa). Ýmsar rannsóknir hafa sýnt að best sé að rækta liðvökva í blóðræktunarflöskum, þannig að ef nægilegt sýnamagn næst þá er hluti af sýninu sett í blóðræktunarflöskur á rannsóknarstofunni, en einnig má gera það strax við sýnatökuna. Til að hægt sé að framkvæma gramslitun með smásjárskoðun og/eða PCR greiningu með FilmArray liðvökvapanel þarf sýnið þó að berast í dauðhreinsuðu glasi. Ef tekið er strok frá lið (í aðgerð) er það tekið á bakteríuræktunarpinna.

      Mýkóbakteríurannsókn. Sýni sett í dauðhreinsað glas með utanáskrúfuðu loki. Í blóðugum sýnum má hindra storku með sodium polyanethole sulfonate eða heparín storkuvara, en ekki EDTA.
      Hide details for Gerð og magn sýnisGerð og magn sýnis
      Bakteríu- og svepparannsókn. Ástungusýni er best. Æskilegt magn: 1 til >10 ml fyrir bakteríuræktun. > 10 ml fyrir bakteríu- og svepparæktun eða svepparæktun eingöngu. Ef sjúklingur hefur dren og ekki er fýsilegt að stinga á liðinn, þá má senda drenvökva.

      Mýkóbakteríurannsókn. Helst > 3 ml; 10 – 15 ml enn betra þar sem líkur á að finna mýkóbakteríur í sýninu aukast með magni sýnis.
      Hide details for Lýsing sýnatökuLýsing sýnatöku
      1. Rétt fyrir liðástunguna er stungusvæðið sótthreinsað með sótthreinsiefni sem skal liggja á því a.m.k. í 1 mínútu og síðan skal þurrka nokkrum sinnum yfir með bómull vættri í efninu og láta það þorna áður en stungið er.
      2. Setjið liðvökvann í dauðhreinsað sýnaglas (án storkuvara sem geta verið sýklahemjandi) og aukalega má setja beint í blóðræktunarflöskur ef nóg er til af sýni.
      3. Ef sýni er tekið í blóðræktunarkolbu (grunur um bakteríu- eða gersveppasýkingu) skal sótthreinsa blóðkolbutappa með alkóhóli sem er látið þorna fyrir sýnatöku. Takið hlífðarhatt af flöskunum og sótthreinsið gúmmítappann með sótthreinsiefni og látið það þorna. BacTAlert flöskurnar eru merktar með rúmmálsmerkingum - 5 ml milli strika á flöskum.
      4. Merkið flöskurnar með auðkenni sjúklings. Ef notaðir eru límmiðar gætið þess þá að skilja eftir lesanlegan hluta af strikamerki flöskunnar og að líma ekki yfir flipann með strikamerkinu sem settur er á beiðnina við komu á Sýklafræðideild né yfir fyrningardagsetningu flöskunnar.
      5. Sendið sýnaglas og/eða flöskurnar eins fljótt og auðið er á Sýklafræðideild.

      Örugg losun sýnatökuefna og áhalda

    Hide details for Sending og geymslaSending og geymsla
      Hide details for Geymsla ef bið verður á sendinguGeymsla ef bið verður á sendingu
      Bakteríu- og svepparannsókn. Geyma við stofuhita og flytja sem fyrst á rannsóknastofu ( í síðasta lagi innan 24 klst.).

      Mýkóbakteríurannsókn. Ef flutningur tefst um meira en 1 klst skal geyma í kæli < 24 klst. Ef einnig er pöntuð almenn bakteríurannsókn á sama sýni skal geyma það við stofuhita.

    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
      Hide details for SvarSvar
      Niðurstaða jákvæðrar smásjárskoðunar á Gramslituðu sýni og litun fyrir sýruföstum stöfum er hringd strax og hún liggur fyrir.
      Sýkingarvöldum sem greinast er svarað með heiti og með viðeigandi næmisprófum.
      Neikvæðri ræktun er svarað: Enginn vöxtur.

      Bakteriuræktun. Neikvætt svar er gefið út eftir 5 daga (undantekning, liðvökvi frá sjúklingi með gervilið, þá berst neikvætt svar eftir 14 daga.

      Svepparæktun. Neikvætt svar er gefið út eftir 7 (blóðræktunarkolbur) til 21 dag (ræktun á skálum).

      Mýkóbakteríurannsókn. Neikvæð svör fást eftir 6 vikur. Niðurstöður úr smásjárskoðun liggja fyrir eftir einn til tvo virka daga.
      Hide details for TúlkunTúlkun
      Bakteríu- og svepparannsókn. Þekktir meinvaldar sem ræktast úr ástungusýnum er taldir sýkingarvaldar; niðurstöður úr drenum skal meta með hliðsjón af ástandi og sögu sjúklings. Þegar lítið meinvirkar bakteríur (umhverfis- eða húðflóra) eða umhverfissveppir, s.s.
      Penicillim,vaxa á skálum þarf að meta tilfellið; oftast er um mengun að ræða, annað hvort við sýnatöku eða á rannsóknastofu.

      Mýkóbakteríurannsókn. M. tuberculosis telst alltaf sjúkdómsvaldur. Greining annarra mýkóbaktería verður að túlka í samræmi við tegund og bakteríumagn, einkenni og undirliggjand ástand sjúklings, gerð sýnis og líkur á umhverfismengun, til dæmis úr vatni.
      Næmi smásjárskoðunar er 22 til 81% samanborið við ræktun mýkóbaktería. Sértæknin er >99% fyrir Mycobacterium ættkvíslina; örfáar aðrar bakteríur eru einnig sýurfastar, til dæmis Nocardia og Rhodococcus.
      Ekki er hægt að greina tegund í smásjárskoðun og litunin greinir bæði lifandi og dauðar mýkóbakteríur.

    Hide details for HeimildirHeimildir
    1. Karen C. Carroll og Michael A. Pfaller. Manual of Clinical Microbiology. ASM Press, Washington D.C.
    2. Amy L. Leber og fél. Clinical Microbiology Procedures Handbook. ASM Press, Washington D.C.

    Ritstjórn

    Guðrún Svanborg Hauksdóttir - gusvhauk
    Kristján Orri Helgason - krisorri
    Ingibjörg Hilmarsdóttir
    Katrín Helga Óskarsdóttir - katrinho
    Álfheiður Þórsdóttir - alfheidt
    Sara Björk Southon - sarabso

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Guðrún Svanborg Hauksdóttir - gusvhauk
    Kristján Orri Helgason - krisorri
    Ingibjörg Hilmarsdóttir

    Útgefandi

    Álfheiður Þórsdóttir - alfheidt

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 06/09/2010 hefur verið lesið 42577 sinnum