../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-119
Útg.dags.: 06/07/2023
Útgáfa: 6.0
2.02.01.01 CK-MB (Kreatinkínasi-MB)
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar: CK (kreatínkínasi) er ensím byggt úr tveim undireiningum, B- og/eða M-einingum. Til eru þrjú ísóensím: MM, MB og BB. Þar sem undireiningarnar eru mismunandi er hægt að skilja ísóensímin að og mæla virkni hvers þeirra sérstaklega. Í þverrákóttum vöðvum er aðallega MM, en einnig smávegis MB. Í hjartavöðva er hlutfallið 70-90% MM og 10-30% MB. BB er fyrst og fremst í heila, en einnig í öðrum líffærum svo sem þarmavegg, blöðruhálskirtli og skjaldkirtli.
CK- MM (vöðva) er venjulega 94 til 100% af virkni CK í sermi, CK-MB (hjarta) 0-6% og CK-BB (heili) 0%.

Trópónín T mæling er sértækari fyrir skaða í hjartavöðva, en mæling á CK-MB. Í alþjóðlegum leiðbeiningum er mælt með trópónín T eða trópónín I til greiningar á bráðri kransæðastíflu.
Hide details for Sýnataka, sending og geymslaSýnataka, sending og geymsla
Gerð og magn sýnis:
Sýni tekið í lithíum heparín glas með grænum tappa með geli (gul miðja)
Litakóði samkvæmt Greiner
Sýni er skilið niður innan einnar klukkustundar við 3000 rpm í 10 mínútur.
Sýni geymist 8 klukkustundir í kæli og þrjá mánuði við -20°C.
Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk
< 7 µg/L.
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Truflandi efni: Bíótín (B7 vítamín) í háum styrk getur valdið truflun, falskri lækkun, í CK-MB aðferðinni sem verið er að nota á Landspítala (Cobas Roche). Hjá sjúklingum á háum bíótín skömmtum (>5mg/dag) þurfa að líða a.m.k. 8 klst frá síðasta bíótín skammti þar til blóðsýni er tekið. Það sama gildir um fjölvítamín og bætiefni sem innihalda bíótín (fjölvítamín og bætiefni fyrir hár, húð og neglur innihalda oft mikið bíótín).

    Túlkun
    Hækkun: Fyrst og fremst við bráða kransæðastíflu. Hækkar 4-24 tímum eftir sjúkdómsbyrjun. CK-MB er ekki sérhæft fyrir hjartavöðva, því getur hækkun sést við skemmd í þverrákóttum vöðvum.
    Hide details for HeimildirHeimildir
    Tietz Textbook of Clinical Chemistry and Molecular Diagnostics. Fifth Edition. Elsevier Saunders, 2012
    Upplýsingableðill CK-MB, 2019-01, V 6.0 Roche Diagnostics, 2019

    Ritstjórn

    Sigrún H Pétursdóttir
    Ingunn Þorsteinsdóttir
    Fjóla Margrét Óskarsdóttir

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Ingunn Þorsteinsdóttir

    Útgefandi

    Ingunn Þorsteinsdóttir

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 03/05/2011 hefur verið lesið 3078 sinnum