../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rsýk-342
Útg.dags.: 11/14/2022
Útgáfa: 14.0
2.02.16 Kynfæri kvenna - GBS ræktun
Hide details for Rannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriðiRannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriði
Heiti rannsóknar: Kynfæri kvenna - leit að Strept. haemol. gr. B , Ytri kynfæri kvenna - leit að Strept. haemol. gr. B, Strok frá endaþarmi - leit að Strept. haemol. gr. B
Samheiti: GBS ræktun
Pöntun: Beiðni um sýklarannsókn eða Cyberlab innan LSH. Verð: Sjá Gjaldskrá
    Hide details for ÁbendingÁbending
    Skimun fyrir Streptococcus agalactiae, þ.e. β-hemólýtískum streptókokkum af flokki B (GBS), hjá þunguðum konum.

    Mikilvægt er að biðja sérstaklega um ræktun í leit að Streptococcus agalactiae(streptókokkum af flokki B, GBS).

    Fræðsla um GBS sýklun á meðgöngu:
    β-hemólýtískir streptókokkar af flokki B (GBS), Streptococcus agalactiae, eru hluti af einkennalausri sýklun í leggöngum eða endaþarmi um 10-40% þungaðra kvenna, en í íslenskri rannsókn á tímabilinu 1994-1997 var beratíðnin 24% í þessum hópi. Uppruna sýklunarinnar má að öllum líkindum rekja til eðlilegrar bakteríuflóru í þörmunum og getur sýklunin verið tímabundin eða viðvarandi. Bakterían getur borist í legvatn við lok meðgöngu eða í fæðingu og leitt til alvarlegrar sýkingar hjá nýburanum, s.s. blóðsýkingar, lungnabólgu og heilahimnubólgu. Einnig getur hún valdið sýkingu hjá móður s.s. þvagfærasýkingu og sýkingu í legi.

    Á Íslandi hefur hingað til ekki verið mælt með almennri skimun fyrir GBS á meðgöngu, en ef ákveðið er að skima fyrir GBS er yfirleitt mælt með að sýnið sé tekið við 36 til 38 vikna meðgöngu, eða sem næst fæðingu. Til að ræktunin verði sem næmust er mælt með að taka strok neðarlega úr skeið, frá spöng og að lokum frá endaþarmi. Ræktun GBS frá þvagi á meðgöngu er einnig mikilvæg vísbending um GBS sýklun í leggöngum. Á Landspítala er mælt með fyrirbyggjandi sýklalyfjagjöf í æð í upphafi fæðingar til að fyrirbyggja sýkingu hjá nýburanum ef GBS ræktun frá móður hefur verið jákvæð á meðgöngu frá skeiðarsýni eða þvagi, ef konan hefur áður átt barn með GBS sýkingu, ef um fyrirburafæðingu (<37 vikur) er að ræða eða ef móðirin fær hita í fæðingu og/eða merki eru um sýkingu í legi (chorioamnionitis).

    Mögulegar viðbótarrannsóknir: Vegna mikils magns blandaðrar þarmaflóru í þessum sýnum eru þau óhæf til almennrar sýklarannsóknar.
    Hide details for Grunnatriði rannsóknarGrunnatriði rannsóknar
    Eingöngu er leitað að GBS.
    Sýninu er sáð á skálar og til að ræktunin verði sem næmust er sýnið einnig sett í fljótandi valæti til að hemja vöxt annarrar þarmaflóru. Greinist bakterían er gert næmispróf, en GBS eru að öllu jöfnu næmir fyrir penisillíni.
    Hide details for FaggildingFaggilding
    Sjá yfirlit yfir faggildar/ófaggildar rannsóknir á Sýkla- og veirufræðideild hér.
    Hide details for SýnatakaSýnataka

    Hide details for Sending og geymslaSending og geymsla
      Hide details for Geymsla ef bið verður á sendinguGeymsla ef bið verður á sendingu
      Í kæli eða við stofuhita. Æskilegast er að sýnið berist innan sólarhrings. Við ræktun á eldra sýni er hætta á falskt neikvæðri ræktunarniðurstöðu.

    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
      Hide details for SvarSvar
      Niðurstaða liggur að jafnaði fyrir innan 3ja virkra daga frá móttöku sýnis.
      Greinist GBS í sýni frá þungaðri konu í fæðingu er hringt til beiðanda.
      Hlutasvör: Strax og staðfest hefur verið að GBS vaxi í sýninu er gefið út bráðabirgðasvar í tölvukerfi Landspítalans (Cyberlab).
      Hide details for TúlkunTúlkun
      GBS finnast oft í skeiðarflóru kvenna og eru yfirleitt skaðlausir konunni. Að jafnaði er ekki mælt með sýklalyfjameðferð nema hjá barnshafandi konum í tengslum við fæðingu og þá til að vernda nýburann.

    Hide details for HeimildirHeimildir
    1. Karen C. Carroll og Michael A. Pfaller. Manual of Clinical Microbiology. ASM Press, Washington D.C.
    2. Amy L. Leber og fél. Clinical Microbiology Procedures Handbook. ASM Press, Washington D.C
    3. Prevention of group B streptococcal early-onset disease in newborns: ACOG committee opinion, number 797.Obstet Gynecol. 2020;135(2):e51.
    4. Prevention of early-onset neonatal group B streptococcal disease: Green-top guideline no. 36. BJOG. 2017;124:e280-e305.
    5. Bjarnadóttir I, Hauksson A, Kristinsson KG, Vilbergsson G, Pálsson G, Dagbjartsson A. Beratíðni b-hemólýtískra streptókokka af flokki B meðal þungaðra kvenna á Íslandi og smitun nýbura. Læknablaðið 2003; 89: 111-5
    6. Hjartardóttir H, Jonsdottir BJ. Útgefið gæðaskjal Landspítala; Verklagsregla. Skjalnúmer 15.12. Landspítali 2022.

    Ritstjórn

    Ólafía Svandís Grétarsdóttir
    Sigríður Ólafsdóttir
    Lena Rós Ásmundsdóttir - lenaros
    Katrín Helga Óskarsdóttir - katrinho
    Álfheiður Þórsdóttir - alfheidt
    Sara Björk Southon - sarabso

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Lena Rós Ásmundsdóttir - lenaros

    Útgefandi

    Álfheiður Þórsdóttir - alfheidt

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 04/30/2010 hefur verið lesið 56040 sinnum