../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rsýk-193
Útg.dags.: 08/17/2022
Útgáfa: 4.0
2.02.35 Æðaleggir - bakteríur, sveppir
Hide details for Rannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriðiRannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriði
Heiti rannsóknar: Æðaleggur - almenn ræktun, Æðaleggur - svepparæktun
Pöntun: Beiðni um sýklarannsókn eða Cyberlab innan LSH. Verð: Sjá Gjaldskrá
    Hide details for ÁbendingÁbending
    Grunur um sýkingu í æðalegg (t.d. hiti, einkenni blóðsýkingar eða grunur um að bakteríur í blóði séu frá æðalegg). Ekki er þörf á að senda enda æðaleggs í ræktun ef ekki er grunur um sýkingu.
    Sé grunur um sýkingu út frá legg skal einnig senda blóðræktanir, gjarnan teknar samtímis um æðalegginn og úr útlægri bláæð. Verði blóðræktunin úr leggnum jákvæð með sömu örveru tveimur tímum eða meira á undan þeirri sem tekin er úr útlægri bláæð, styður það það að leggurinn sé sýktur.
    Við grun um mjúkvefjasýkingu umhverfis legginn skal senda strok frá svæðinu.

    Hide details for Grunnatriði rannsóknarGrunnatriði rannsóknar
    Notuð er aðferð sem metur að nokkru leyti hve mikið er af bakteríum eða sveppum á leggnum. Enda leggsins er velt eftir yfirborði blóðagarskálar. Talið er hve margar þyrpingar vaxa. Vaxi færri en 15 þyrpingar af tegundum sem teljast eðlileg flóra húðarinnar (til dæmis kóagúlasa neikvæðir stafylókokkar eða corynebakteríur), eru taldar miklar líkur á mengun frá húð og ekki gerðar frekari rannsóknir. Annars eru allar bakteríur og sveppir tegundargreind og gerð næmispróf.
    Hide details for SýnatakaSýnataka
      Hide details for Sérstök tímasetning sýnatökuSérstök tímasetning sýnatöku
      Ystu 5 cm af æðaleggnum eru klipptir af í dauðhreinsað ílát strax eftir að æðaleggurinn er fjarlægður frá sjúklingi. Æskilegt er að rækta blóð frá æðaleggnum áður en hann er fjarlægður sem og blóð frá útlægri bláæð.
      Hide details for Lýsing sýnatökuLýsing sýnatöku
      Húðin umhverfis stungustaðinn er hreinsuð (ef mjúkvefjasýking umhverfis æðalegg, takið strok áður en stungustaður er hreinsaður). Þegar æðaleggurinn er dreginn út er endinn (um það bil 5 cm) klipptur af með dauðhreinsuðum skærum og látinn detta í dauðhreinsað ílát án þess að snerta fleti sem eru ekki dauðhreinsaðir. Sjá nánar leiðbeiningar um æðaleggi í leiðbeiningum Sýkingavarnadeildar.

      Örugg losun sýnatökuefna og áhalda

    Hide details for Sending og geymslaSending og geymsla
      Hide details for Geymsla ef bið verður á sendinguGeymsla ef bið verður á sendingu
      Helst skal æðaleggurinn koma strax á deildina, innan 15 mín, því annars er hætta á að hann þorni. Að öðrum kosti skal geyma hann í kæli, með nokkrum dropum af dauðhreinsuðu saltvatni, mest í sólarhring.

    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
      Hide details for SvarSvar
      Neikvæðar niðurstöður liggja fyrir eftir fjóra sólarhringa fyrir bakteríuræktun og tvær vikur fyrir svepparæktun. Jákvæðar niðurstöður geta tekið skemmri eða lengri tíma.
      Hide details for TúlkunTúlkun
      Vaxi færri en 15 þyrpingar af bakteríum sem teljast eðlileg húðflóra (til dæmis kóagúlasa neikvæðir stafylókokkar eða corynebakteríur) eru verulegar líkur á mengun frá húð. Þetta á sérstaklega við um blandaðan gróður.
      Séu 15 eða fleiri þyrpingar af bakteríum eru talsverðar líkur á að þær séu komnar frá leggnum. Marktækur vöxtur bendir til þess að bakteríur eða sveppir geti hafa borist út í blóðrásina frá leggnum. Slíkt er talið gerast í um 10% tilfella ef leggurinn er sýklaður (1) og er mælt með að taka blóðræktun sé grunur um blóðsýkingu.

    Hide details for HeimildirHeimildir
    1. Amy L. Leber og fél. Clinical Microbiology Procedures Handbook. Washington DC: American society for Microbiology.
    2. Manual of Clinical Microbiology. ASM Press, Washington D.C.

      Ritstjórn

      Kristján Orri Helgason - krisorri
      Una Þóra Ágústsdóttir - unat
      Ingibjörg Hilmarsdóttir
      Katrín Helga Óskarsdóttir - katrinho
      Álfheiður Þórsdóttir - alfheidt
      Sara Björk Southon - sarabso

      Samþykkjendur

      Ábyrgðarmaður

      Kristján Orri Helgason - krisorri
      Ingibjörg Hilmarsdóttir

      Útgefandi

      Álfheiður Þórsdóttir - alfheidt

      Upp »


      Skjal fyrst lesið þann 02/11/2016 hefur verið lesið 1415 sinnum