../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rsýk-612
Útg.dags.: 10/10/2023
Útgáfa: 7.0
2.02.01 Brjóstholsvökvi - bakteríur, sveppir, mýkóbakteríur
    Hide details for Rannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriðiRannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriði
    Heiti rannsóknar:
      Brjóstholsvökvi - almenn ræktun
      Brjóstholsvökvi - svepparæktun
      Brjóstholsvökvi - berklaræktun
    Pöntun: Beiðni um sýklarannsókn eða Cyberlab innan LSH. Verð: Sjá Gjaldskrá
      Hide details for ÁbendingÁbending
      Bakteríuræktun. Að eðlilegu er örþunnt vökvalag í fleiðrunni en vökvinn getur aukist við ýmsa sjúkdóma, meðal annars sýkingar. Algengasta orsök bakteríusýkinga í fleiðru er að lungnabólga brjóti sér leið þangað. Sýkingar eftir brjóstholsaðgerðir koma þar næst og síðan slys. Einnig geta bakteríur borist í fleiðruna við rofið vélinda eða frá sýkingum í kviðarholi (3). Áður fyrr voru þessar sýkingar langoftast af völdum Streptococcus pneumoniae. Nú eru sýkingar oft með blönduðum bakteríugróðri, gjarnan þá með loftfælnum bakteríum. Algengir sýkingarvaldar eru: Streptococcus pneumoniae, Staphylococcus aureus, Streptococcus pyogenes og Streptococcus anginosus hópur, ásamt loftfælnum bakteríum (3).
      Svepparannsókn. Candida er algengasta orsök fleiðruholsígerðar, og verður þá oftast til út frá vélindarofi eða sýkingu í kviðarholi. Myglusveppir, s.s. Aspergillus geta líka sýkt fleiðru, en virðast sjaldgæfari.
      Mýkóbakteríurannsókn. Mýkóbakteríur geta valdið fleiðruholsígerðum; sjást þær aðallega hjá ónæmisbældum einstaklingum og oftast samhliða útbreiddri sýkingu. Ef grunur um berkla er líklegar að fá vöxt M. tuberculosis ef tekið er vefjasýni frá fleiðrunni sjálfri og því er fleiðrubiti mikilvægt viðbótarsýni við brjósthols-vökvaræktun. Sýni frá fleiðru ætti einnig að senda til vefjameinafræðinga m.t.t. granuloma og litunar fyrir sýruföstum stöfum.
      Mögulegar viðbótarrannsóknir: Unnt er að leita að M. tuberculosis komplex beint úr brjóstholsvökva með PCR aðferð. Einnig er leitað að lyfjaónæmisgenum sem skrá fyrir ónæmi gegn rifampicin og isoniazid.
      Hide details for Grunnatriði rannsóknarGrunnatriði rannsóknar
      Bakteríuræktun. Sýnið er Gramslitað og smásjárskoðað. Sáð er á bakteríuæti í leit að súrefnisþolnum og súrefnisfælnum bakteríum.
      Svepparannsókn. Sýni er smurt á gler til smásjárskoðunar eftir Gramslitun. Ræktað er í 3 vikur. Allur gróður er greindur með viðeigandi aðferðum. Upplýsingar um næmispróf má finna í leiðbeiningum.
      Mýkóbakteríurannsókn. Sýni er smásjárskoðað eftir sýrufasta litun með Auramin O og ræktað í fljótandi og á föstu æti í 6 vikur. Þegar sýrufastir stafir ræktast er framkvæmd kjarnsýrumögnun á gróðrinum til að greina mýkóbakteríur til tegundar. Ef M. tuberculosis komplex greinist er leitað að lyfjaónæmisgenum sem skrá fyrir ónæmi gegn rifampicin og isoniazid. Biðja þarf sérstaklega um næmispróf.
      Hide details for SýnatakaSýnataka
        Hide details for Sérstök tímasetning sýnatökuSérstök tímasetning sýnatöku
        Sýni eru helst tekin fyrir sýkla- eða sveppalyfjagjöf. Vöxtur sveppa bælist þó síðar (eftir sveppalyfjagjöf) en vöxtur baktería (eftir bakteríulyfjagjöf).
        Hide details for Ílát og áhöldÍlát og áhöld
        Bakteríu- og svepparannsókn. Sýni er sett í dauðhreinsað glas með utanáskrúfuðu loki. Einnig má setja sýni í blóðræktunarflöskur ef grunur er um sýkingu af völdum (i) baktería annarra en mýkóbaktería eða (ii) gersveppa. Blóðræktunarkolbur henta ekki til leitar að myglusveppum.
        Mýkóbakteríurannsókn. Sýni sett í dauðhreinsað glas með utanáskrúfuðu loki. Í blóðugum sýnum má hindra storku með sodium polyanethole sulfonate eða heparín storkuvara, en ekki EDTA.
        Hide details for Gerð og magn sýnisGerð og magn sýnis
        Best er að fá sem mestan vökva svo rannsóknin verði sem næmust, helst að minnsta kosti 20 til 30 ml og ekki minna en 10 ml.
        Sé beðið um margar rannsóknir á litlu magni af vökva, gæti verið að forgangsraða þurfi rannsóknum þar eð ekki sé unnt að framkvæma þær allar.
        Bakteríur - almenn ræktun. Mögulegt er að setja vökvann beint í blóðræktunarflöskur, 10ml í hverja flösku. Best er að fá einnig vökva.
        Hide details for Lýsing sýnatökuLýsing sýnatöku
        Skurðaðgerð: Ef sýni er tekið í skurðaðgerð er leitast við að senda bæði gröft/vökva og vefjasýni úr ígerðarvegg til sýklarannsóknar.
        Ástunga: Ef stungið er í gegnum húð er húðsvæðið þvegið með sótthreinsandi efni og látið þorna fyrir sýnatöku (annars gæti það haft áhrif á ræktunina). Sýni er síðan sogað upp í sprautu. Náist ekki út gröftur er reynandi að sprauta inn örlitlu af saltvatni og draga það síðan út aftur.
        Strok (helst senda vökva, en ekki strok): Fyrir bakteríurannsókn er stroksýni tekið djúpt úr holinu; forðast er að snerta húð umhverfis sýkinguna. Fyrir svepparannsókn eru tekin 2 strok, eitt fyrir smásjárskoðun og annað fyrir ræktun. Strok henta ekki til mýkóbakteríurannsóknar.
        Dren: Vökvi dreginn upp í sprautu eða látinn renna í glas.

      Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
        Hide details for SvarSvar
        Bakteríuræktun. Greinist bakteríur í fleiðruvökva er hringt í meðferðaraðila. Alltaf er gefið upp tegundarheiti og gert næmispróf. Neikvæðri ræktun er svarað út eftir fimm sólarhringa. Jákvæð ræktun gæti tekið lengri tíma
        Svepparannsókn. Ef sveppir vaxa er hringt til meðferðaraðila. Neikvæð svör fást eftir 2 - 3 vikur.
        Mýkóbakteríurannsókn. Niðurstöður úr smásjárskoðun liggja að jafnaði fyrir eftir 1 – 2 virka daga. Fyrsta svar úr jákvæðri ræktun kemur oftast innan 3 vikna frá sáningu. Sjáist sýrufastir stafir, eða ræktast eru niðurstöður hringdar til meðferðaraðila. Neikvæð svör fást eftir 6 vikur.
        Hide details for TúlkunTúlkun
        Bakteríuræktun. Flestar bakteríur sem ræktast eru álitnar meinvaldar. Kóagúlasa neikvæðir stafýlókokkar og aðrar húðbakteríur geta þó hafa smitast frá húðinni.
        Svepparannsókn. Sveppir sem finnast í aðgerðar- og ástungusýnum frá líffærum sem venjulega eru örverufrí teljast sýkingarvaldar þar til annað sannast. Þegar sveppir greinast í stroksýni frá sýktu svæði eða úr drenvökva sem gætu hafa mengast af húðflóru þarf að meta hlutverk þeirra. Sveppir geta borist í slík sýni frá húðflóru og tákna ekki alltaf sveppasýkingu.
        Mýkóbakteríurannsókn. M. tuberculosis telst alltaf sjúkdómsvaldur. Greining annarra mýkóbaktería verður að túlka í samræmi við tegund og bakteríumagn, einkenni og undirliggjandi ástand sjúklings.

    Ritstjórn

    Una Þóra Ágústsdóttir - unat
    Ingibjörg Hilmarsdóttir
    Soffía Björnsdóttir
    Hjördís Harðardóttir
    Katrín Helga Óskarsdóttir - katrinho

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Ingibjörg Hilmarsdóttir
    Hjördís Harðardóttir

    Útgefandi

    Katrín Helga Óskarsdóttir - katrinho

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 03/04/2011 hefur verið lesið 1639259 sinnum