../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-552
Útg.dags.: 03/03/2023
Útgáfa: 5.0
2.02.01.01 Amikacín
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar: Amikacín er hálfsmíðað (semi-synthetic) amínóglýkósíð sýklalyf með sýkladrepandi virkni gegn ýmsum tegundum baktería, þar á meðal mörgum bakteríum sem eru ónæmar fyrir öðrum amínóglýkósíðum. Kostur lyfsins liggur fyrst og fremst í viðnámi gegn ensímum sem óvirkja amínóglýkósíð. Fylgjast þarf með styrk amikacín í sermi til að tryggja bestu mögulegu virkni lyfsins og til að minnka líkur á aukaverkunum.
Helstu ábendingar: Að sitlla inn og fylgja eftir lyfjameðferð með amikacín.
Hide details for Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.
Undirbúningur sjúklings: Til að mæla minnsta styrk (lágstyrk) er sýni dregið 30 mínútum fyrir gjöf. Til að mæla mesta styrk (hástyrk) er sýni dregið 30 mínútum eftir að i.v. inngjöf líkur eða 60 mínútum eftir i.m. gjöf. Stundum eru tekin sýni á öðrum "random" tímapunktum. Skrá þarf með beiðni hvort er verið að biðja um lágstyrk, hástyrk eða hvort um er að ræða "random" sýni en þá þarf að skrá á beiðni tímalengd frá því að inngjöf lauk.

Ekki skal taka blóðsýni í mælinguna úr i.v. legg sem lyfið er gefið í.
Gerð og magn sýnis: Sýni tekið í serum glas með rauðum tappa án gels (svört miðja) .
Litakóði samkvæmt Greiner.

Geymsla: Sermi geymist í 2 daga í kæli og í mánuð í frysti við - 20°C.

Mælingin er gerð í Fossvogi, allan sólarhringinn, alla daga vikunnar.

Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk
Hástyrkur: 20-25 mg/L
Lágstyrkur: < 5 mg/L

Ofangreind meðferðarmörk eru algeng viðmið en stundum er notast við hærri lyfjastyrk þegar um er að ræða alvarlegar lífshættulegar sýkingar (gert í samráði við smitsjúkdómalækna).

"Random" styrkur: gildi metin út frá nomogrami.

Eitranir geta sést við hástyrk > 35 mg/L og lágstyrk > 10 mg/L.
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Túlkun
    Hækkun: Amikacín er mjög stöðugt lyf og umbrotnar ekki í líkamanum en er skilið óbreytt út um nýru. Nýrnastarfsemi hefur því mikil áhrif á lyfjahvörf amikacins sem þarf að hafa í huga við skömmtun lyfsins. Uppsöfnun amikacíns getur leitt til varanlegrar sköddunar á 8. heilataug, ýmist heyrn eða jafnvægisskini en auk þess getur lyfið í eitrunarskömmtum valdið nýrnaskemmdum sem oftast ganga til baka þegar meðferð er hætt.
    Lækkun: Of lágur styrkur amikacíns getur leitt til ófullnægjandi sýkladrepandi meðferðar. Eins getur meðferð með of lágum lyfjastyrk stuðlað að þróun bakteríustofna sem eru ónæmir fyrir lyfinu.
    Hide details for HeimildirHeimildir
      Upplýsingableðill frá hvarfefnaframleiðanda, AMIK2, Roche Diagnostics, 2021-07, V 11.0
      Dosing of other aminoglycosides in adults, UpToDate (27.12.2018).




    Ritstjórn

    Sigrún H Pétursdóttir
    Ingunn Þorsteinsdóttir
    Fjóla Margrét Óskarsdóttir
    Guðmundur Sigþórsson

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Ísleifur Ólafsson

    Útgefandi

    Ingunn Þorsteinsdóttir

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 01/10/2019 hefur verið lesið 726 sinnum