../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-544
Útg.dags.: 09/05/2022
Útgáfa: 2.0
2.02.01.01 Mykofenólsýra (MPA)
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar:
Almenn atriði: Mykófenólsýra (mycophenolic Acid, MPA) er virki metabólítinn af lyfinu mýkófenólat mófetili (Mycophenolat Mofetil, CellCept®, Myfenax®) , en það er notað til ónæmisbælingar eftir líffæraflutninga og við suma sjálfsónæmissjúkdóma. Eftir töku á lyfinu MMF klofnar það hratt í mýkófenólsýru og óvirka efnið 2-ethanól. Ónæmisbælandi áhrif MPA er talin vera vegna hömlunar á ensýminu inósínmónófosfatdehýdrógenasa, sem leiðir til minnkaðrar myndunar á gúanosín-núkleótíðum í lymfócýtum og hemur þar með frumuskiptingu þeirra. Í plasma er um 97% af MPA bundið albumini, en það er aðeins frítt og óbundið MPA sem er lyfjafræðilega virkt. MPA konjúgerast í MPA-glúkúróníð í lifur en það er óvirkt. MPA-glúkúróníð skilst út um nýru og gall. Sá hluti sem skilst út með galli er endurupptekinn í þörmum og getur þá verið hýdrólýseraður af glúkúrónidasa sem gefur aftur frítt MPA. Þegar cyklósporin er gefið samhliða MMF minnkar endurupptaka MPA-glúkúróníðs en það hefur í för með sér styttri helmingunartíma á MPA.
Mæling á MPA í sermi hjá sjúklingum er talin geta gefið betri klínískan árangur og dregið úr aukaverkunum þess. Lyfið er oft gefið með calcíneurin hemlum cycklósporín, takrólímus)-eða mTor hemlum (sírólimus, everolimus).
Hámarksstyrkur MPA i blóði er 1-2 tímum eftir töku lyfins per os. Annar toppur í styrk kemur 6-12 tímum seinna vegna endurupptöku MPA-glúkúroníðs í þarmi. Mikill breytileiki er í styrk MPA í blóði frá einum sjúklingi til annars sem skýrist af sjúkdómsástandi og víxlverkunum við önnur ónæmisbælandi lyf. Helstu aukaverkanir MPA eru truflanir í meltingavegi (ógleði, uppköst, kviðverkir og niðurgangur), mergbæling og aukin sýkingarhætta.
Mæling MPA er gerð með tveim hvarfefnum. Annað inniheldur IMP (inosine mónófosfat) og ensýmið IMPDH II (inosín mónófosfat dehydrógenasi II) og hitt nicotínamíð adenín dínucleotíð (NAD). Fast magn IMPDH II og IMP er blandað við fast magn NAD. Þessi efni mynda ensýmkomplex þar sem IMP er breytt í XMP og NADH losnar. MPA hemur losun XMP frá ensýmkomplexnum og minnkar því virkni hvarfsins. Myndun NADH í hvarfefnalausn er mæld með ljósgleypni við 340 nm. Magn MPA í sýni er í öfugu hlutfalli við myndunarhraða NADH.

Helstu ábendingar: Eftirfylgni sjúklinga sem fá lyfið MMF (Mycophenolat Mofetil, CellCept®, Myfenax®)
Hide details for Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.
Gerð og magn sýnis: Serum
Sýni tekið í serum glas með rauðum tappa án gels (svört miðja) . Litakóði samkvæmt Greiner

Geymsla: Geymist aðeins 8 klst við stofuhita. 96 klst við 2-8°C og 11 mánuði við -20°C

Mæling gerð tvisvar í viku á rannsóknarkjarna Hringbraut.
Hide details for MeðferðarmörkMeðferðarmörk
1,5 – 3,5 mg/L
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Túlkun niðurstaðna: Styrkur MPA í sermi fyrir lyfjagjöf skal vera 1,5-3.5 mg/L við meðferð á sjúklingum með ígrætt líffæri sem einnig taka takrólímus eða cyklósporín. Ef MPA er notað við vasculitis eða SLE skal styrkur fyrir lyfjagöf vera hærri en 2,5 mg/L.
    Hide details for HeimildirHeimildir
    Heimildir:
      1. Fylgiskjöl framleiðandi hvarfefna – Roche Diagnostics.
      2. Maripuri S, Kasiske B. The role for mycophenolate in kidney transplantation revisited. Transplantation rewviews 2014;28:26-31.
      3. Omair MA, Alahmadi A, Johnson SR. Safety and effectiveness of mycophnolate in systemic sclerosis. A systematic review. PLOS One. May 2015.
      4. Tang JT, de Winter BC, Hesselink DA, Sombogaard F, Wang LL, van Gelder T. The pharmacokinetics and pharmacodynamics of mycophenolate mofetil in younger and elderly renal transplant recipients. Br J Clin Pharmacol. 2017;83(4):812-822.

    Ritstjórn

    Sigrún H Pétursdóttir
    Ingunn Þorsteinsdóttir
    Fjóla Margrét Óskarsdóttir
    Guðmundur Sigþórsson
    Ísleifur Ólafsson

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Ísleifur Ólafsson

    Útgefandi

    Sigrún H Pétursdóttir

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 11/30/2017 hefur verið lesið 2678 sinnum