../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-012
Útg.dags.: 05/30/2023
Útgáfa: 12.0
2.02.01.01 ACTH
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar: ACTH (adrenocorticotropic hormone) er peptíð hormón, framleitt í heiladingli. Helsta hlutverk þess er að stjórna framleiðslu kortisóls í nýrnahettuberki. Framleiðslu ACTH er stjórnað af CRF (corticotropic releasing factor) frá undirstúku og af neikvæðri afturvirkni frá kortisóli. Mikil sólarhringssveifla er á styrk ACTH í blóði, hæst gildi mælist snemma morguns en lægst seint að kvöldi. Streita eykur ACTH styrk í blóði.
Helstu ábendingar: Mæling á ACTH er gerð þegar verið er að greina orsakir skorts eða ofgnóttar á kortisóli.
Hide details for MæliaðferðMæliaðferð
Electrochemiluminiscence immunoassay "ECLIA" á mælitæki frá Roche (cobas e immunoassay analyzers).
Hide details for Sýnataka, sending og geymslaSýnataka, sending og geymsla
Sýnataka: Venjan að safna sýni milli klukkan 8-10 að morgni vegna sólarhringssveiflu í styrk ACTH í blóði.
Gerð og magn sýnis: EDTA plasma, 0,5 ml.
Sýni skal safnað í glas með fjólubláum tappa án gels (svört miðja) sem hefur verið kælt í ísbaði fyrir söfnun. Um leið og sýni hefur verið safnað skal því komið aftur fyrir í ísbaði. Skilja þarf plasmað frá frumuhlutanum í kældri skilvindu og plasmað þarf síðan að frysta í plastglasi stax á eftir.

Geymsla: Sýni geymist í mánuð í frysti við -20ºC.
Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk
7,2 - 63,3 ng/L (miðað við sýnatökutíma milli kl. 7 - 10 að morgni).
Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
Bíótín (B7 vítamín) í háum styrk getur valdið truflun, falskri lækkun, í ACTH aðferðinni sem verið er að nota á Landspítala (Cobas Roche). Hjá sjúklingum á háum bíótín skömmtum (<5 mg/dag) þurfa að líða a.m.k. 8 klst frá síðasta bíótín skammti þar til bóðsýni er tekið. Það sama gildir um fjölvítamín og bætiefni sem innihalda bíótín (fjölvítamín og bætiefni fyrir hár, húð og neglur innihalda oft mikið bíótín).

Túlkun: ACTH mælingar hjálpa til við að greina orsakir of- og van-starfsemi í nýrnahettuberki.
Hækkun: Vanstarfsemi í nýrnahettuberki (Addisons sjúkdómur (primary adrenal insufficiency)). ACTH framleiðandi æxli í heiladingli eða annarstaðar (ectopic).
Lækkun: ACTH skortur vegna sjúkdóms í undirstúku eða heiladingli (leiðir til vanstarfssemi í nýrnahettuberki). Kortisólframleiðandi æxli (adenoma og carcinoma) í nýrnahettum.
Hide details for HeimildirHeimildir
Upplýsingableðill Elecsys ACTH, 2022-08,V13.0. Roche Diagnostics.
Tietz Textbook of Clinical Chemistry and Molecular Diagnostics. Sixth Edition. Elsevier Saunders, 2017.

    Ritstjórn

    Sigrún H Pétursdóttir
    Ingunn Þorsteinsdóttir
    Fjóla Margrét Óskarsdóttir
    Guðmundur Sigþórsson

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Ísleifur Ólafsson

    Útgefandi

    Fjóla Margrét Óskarsdóttir

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 03/03/2011 hefur verið lesið 19279 sinnum