../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rmein-048
Útg.dags.: 09/14/2023
Útgáfa: 2.0
2.02.01.01 Fóstur (barn) og fylgja >22 vikna meðgöngu - krufning
    Hide details for Rannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriðiRannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriði
    Heiti rannsóknar: Krufning barns/fósturs og fylgju.

    Markmið rannsóknar:
    Dánarorsök barns og/eða orsök fósturláts.

    Pöntun:
    Ósk um krufningu tilkynnist til sérfræðings á vakt frá kl. 8 til kl: 23:00 alla daga (vaktsíminn er 824-5246), eftir þann tíma, er beðið til næsta morguns.
    Beiðni um krufningu er send rafrænt í heilsugátt eða á móttöku meinafræðideildar í húsi 8 og líkið í líkhúsið. Á beiðni skal staðfesta að sýni hafi verið tekið og sent í litningarannsókn.

    Athugið að velja rétta beiðni skv. eftirfarandi skilgreiningu:
    Sjá nánar Útfylling beiðna, merking, frágangur og sending sýna.

    Verð: Sjá Gjaldskrá

    Upplýst samþykki:
    Foreldar þurfa að samþykkja krufningu.
    Foreldrar þurfa sérstaklega að samþykkja að það sé í lagi að einstaka líffæri muni hugsanlega ekki fylgja fóstri/barni eftir krufningu, þar sem ákveðin líffæri, einkum heilar þurfa lengri herðingartíma. Hægt er að framkvæma krufningu og láta öll líffæri fylgja með (þarf þá að koma fram á beiðni að þess sé óskað) en þá getur það komið niður á gæðum og gagnsemi krufningarinnar sem greiningarrannsóknar. Líklegt er að það seinki um 2-3 daga að líkið verði tilbúið fyrir útfararstofuna.
    Einu skiptin sem þörf er á að senda strax á meinafræðideildina er ef það hefur verið sterkur klínískur grunur um efnaskiptasjúkdóm í nýbura á vökudeild (mjög sterkur, > 95%, grunur (ekki bara ein af mörgum mismunagreiningum)) - sýni frá líffærum þarf þá að frysta í -80°C og helst þarf það að gerast innan við 4 klst frá andláti. Ef foreldrar samþykkja ekki hefðbundna eða takmarkaða krufningu, eða eru ósátt við þennan tímaramma má bjóða upp á að tekin séu húðsýni til ræktunar fibroblasta sem síðar má ensímprófa eða gera DNA rannsóknir á. Þessi sýni yrðu þá tekin eins fljótt og hægt er eftir að foreldrar hafa látið líkið frá sér. Í þeim tilvikum þarf þó engu að síður að fylla út beiðni um krufningu þar sem fram kemur: ”Foreldrar samþykkja eingöngu að tekin séu húðsýni til fibroblastaræktunar og frekari prófana. Engin innri skoðun.”
    Hide details for SýnatakaSýnataka
    Ílát og áhöld: Fylgja í íláti merktu móður. Barn (fóstur) er merkt með eigin kennitölu eða móður (sjá ofar).

    Gerð og magn sýnis: Fylgja og barn (fóstur).

    Lýsing sýnatöku:
    Ef foreldrar samþykkja ekki hefðbundna eða takmarkaða krufningu, eða eru ósátt við 4 klukkustunda tímaramma þegar sterkur klínískur grunur er um efnaskiptasjúkdóm í nýbura á vökudeild (sjá lið Rannsóknir hér að ofan/Upplýst samþykki) má bjóða upp á að tekin séu húðsýni til ræktunar fibroblasta sem síðar má ensímprófa eða gera DNA rannsóknir á.
    Þessi sýni yrðu þá tekin eins fljótt og hægt er eftir að foreldrar hafa látið líkið frá sér. Í þeim tilvikum þarf þó engu að síður aðfylla út beiðni um krufningu þar sem fram kemur: ”Foreldrar samþykkja eingöngu að tekin séu húðsýni til fibroblastaræktunar og frekari prófana. Engin innri skoðun.”
    Hide details for Sending og geymslaSending og geymsla
    Merking, frágangur og sending sýna og beiðna
    Sjá skjal Útfylling beiðna, merking, frágangur og sending sýna

    Geymsla ef bið verður á sendingu:
    Fóstur og fylgja geta geymst í kæli til næsta virka dags og eru þá send á meinafræðideild morgni.
    Einu skiptin sem þörf er á að senda strax á meinafræðideild er ef sterkur klínískur grunur er um efnaskiptasjúkdóm í nýbura á vökudeild (mjög sterkur, > 95%, grunur (ekki bara ein af mörgum mismunagreiningum)) - sýni frá líffærum þarf þá að frysta í -80°C og helst þarf það að gerast innan við 4 klst frá andláti.

    Flutningskröfur:
    Fylgjur eru sendar ferskar til meinafræðideildar með útfylltri beiðni um fylgjurannsókn.
    Barn (fóstur) í líkhúsið með útfylltri beiðni um krufningu.
    Hide details for SvartímiSvartími
    Svartími er skilgreindur sem fjöldi virka daga frá því að sýnið er móttekið á rannsóknastofunni og þar til staðfest svar er birt í heilsugátt. Svartími tekur mið af gerð, stærð og hversu vandasamt sýnið er.

    Svartími krufningu barns (fóstur) og vefjagreiningu fylgju er 1-3 mánuðir.


Ritstjórn

Jurate Ásmundsson - juratea
Sigrún Kristjánsdóttir
Fjóla Haraldsdóttir
Dagmar Sigríður Lúðvíksdóttir - dagmarsl
Helga Sigrún Gunnarsdóttir - helgashe
Jón G Jónasson
Sylvía Oddný Einarsdóttir - sylviaei

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Jón G Jónasson

Útgefandi

Helga Sigrún Gunnarsdóttir - helgashe

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 12/15/2022 hefur verið lesið 401 sinnum