../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-194
Útg.dags.: 10/02/2023
Útgáfa: 9.0
2.02.01.01 Vaxtarhormón
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar: Vaxtarhormón (VH) myndast í fremri hluta heiladinguls. Helsta hlutverk VH er að stuðla að vexti mjúkvefja, brjósks og beina og gerist það óbeint í gegn um IGF-1. Auk þess hefur VH bein áhrif á efnaskipti; það eykur fitusundrun, eykur glúkósuframleiðsu í lifur og minnkar upptöku á glúkósa í vefjum (getur þannig stuðlað að sykursýki ef offramleiðsla verður á VH) og eykur nýmyndun próteina (er vefjaaukandi). Sermisstyrkur VH er mjög sveiflukennur þar sem seyting hormónsins gerist í púlsum allan sólarhringinn, mest yfir nóttina (nætursvefn) en einnig eftir máltíðir og áreynslu. Tengdar mælingar eru IGF-1 og IGF-1BP.
Helstu ábendingar: Til að greina skort eða ofgnótt VH vegna truflunar í starfsemi heiladinguls.
Hide details for MæliaðferðMæliaðferð
Chemiluminescent immunometric assay á mælitæki frá Siemens (Immulite 2000).
Hide details for Sýnataka, sending og geymslaSýnataka, sending og geymsla
Undirbúningur sjúklings: Sjúklingur skal vera fastandi og þarf að hafa verið í hvíld í 30 mínútur fyrir blóðsöfnun.
Gerð og magn sýnis: Sermi, 0,5 ml. Sýni tekið í serum glas með rauðum tappa með geli (gul miðja). Litakóði samkvæmt Greiner. Sermi þarf að kæla strax og blóðsýnið hefur verið skilið en það þarf að gerast innan tveggja klst frá sýnatöku.

Geymsla: Geymist í 8 klst í kæli (2-8ºC) og í mánuð í frysti við – 20ºC.
Mælt einu sinni í viku á rannsóknarkjarna Fossvogi.
Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk
Karlar: ≤ 3,0 μg/L.
Konur: ≤ 8 μg/L.
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Túlkun: Stakar VH mælingar eru almennt ekki taldar mjög gagnlegar vegna þess hve sermisstyrkurinn er púlserandi. Mælingar á sýnum sem tekin eru á 20 mínútna fresti yfir nokkurra klst tímabil gefa betri upplýsingar. Greiningar á sjúkdómum orsökuðum af skorti eða ofgnótt VH þufta oft að byggjast á VH mælingum eftir VH-örvunar- eða bælingar-próf en þau próf eru einungis gerð í samráði við innkirtlasérfræðinga.
    Hækkun: Ofgnótt vaxtarhormóns veldur risavexti (gigantismus) hjá börnum en æsavexti (acromegaly) hjá fullorðnum. Áreynsla, líkamlegt og andlegt álag, blóðsykurslækkun, aukinn styrkur amínósýra í blóði (sérstaklega arginíns) og ákveðin hormón (t.d. testósterón og thýroxín) geta valdið hækkun VH.
    Lækkun: Skortur á vaxtarhormóni hjá börnum heftir vöxt og þroska en hjá fullorðnum getur VH skortur leitt til ótímabærra dauðsfalla, óeðlilegrar líkamssamsetningar, óeðlilegra blóðfita, minnkaðrar beinþéttni og aukinnar beinbrotahættu auk almennt minni lífsgæða. Neysla kolvetna veldur lækkun á VH styrk í blóði.
    Hide details for HeimildirHeimildir
    Upplýsingableðill Growth Hormone (hGH) (Recombinant 98/574) fyrir Immulite 2000 (PIL2GRH-10, 2015-06-17). Siemens Healthcare Diagnostics, 2015.
    Tietz Textbook of Clinical Chemistry and Molecular Diagnostics. Sixth Edition. Elsevier Saunders, 2017.


      Ritstjórn

      Sigrún H Pétursdóttir
      Ingunn Þorsteinsdóttir
      Fjóla Margrét Óskarsdóttir
      Guðmundur Sigþórsson

      Samþykkjendur

      Ábyrgðarmaður

      Ísleifur Ólafsson

      Útgefandi

      Sigrún H Pétursdóttir

      Upp »


      Skjal fyrst lesið þann 03/08/2011 hefur verið lesið 8325 sinnum