../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-146
Útg.dags.: 06/15/2023
Útgáfa: 5.0
2.02.01.01 Oxalat í þvagi
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar:
Oxalsýra er tvíbasisk sýra ((COOH)2) sem myndar torleyst salt með kalsíum. Hún myndast í líkamanum frá glyoxalati og glycini og skilst út í þvagi. Mikil þéttni oxalats í þvagi getur valdið útfellingu kalsíumoxalats og myndun nýrnasteina.
Oxalat er að jafnaði torleyst í fæðu og frásogast að litlu leyti. Um 10-15 % af oxalati í þvagi er upprunnið beint frá frásogi í meltingarvegi. Mikið oxalat í fæðu getur þó valdið auknum útskilnaði í þvagi, sérstaklega ef lítið er af kalsíumjónum í görnum til að binda oxalat og draga úr frásogi.
Hide details for Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.
Gerð og magn sýnis:
Sólarhringsþvag. Sýrið: setjið 25 ml af 50% ediksýru í söfnunarílát áður en þvagsöfnun hefst. Magn þvags mælt og 10-20 ml sendir til rannsóknar ásamt upplýsingum um þvagmagn. Einnig má senda ósýrt sýni á rannsóknastofuna og þvagið er þá sýrt strax við komu.
Geymist 7 daga í kæli eða fryst.

Mæling gerð tvisvar í mánuði.
Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk
karlar0,08-0,49 mmól/24 klst
konur0,04-0,32 mmól/24 klst
börn 7-14 ára0,14-0,42 mmól/24 klst
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Túlkun
    Hækkun: Hækkun á oxalati getur valdið útfellingu kalsíum oxalats og myndun nýrnsteina.
    Hide details for HeimildirHeimildir
    Tietz Textbook of Clinical Chemistry and Molecular Diagnostics. Fifth Edition. Elsevier Saunders, 2012
      Ritstjórn

      Sigrún H Pétursdóttir
      Ingunn Þorsteinsdóttir
      Fjóla Margrét Óskarsdóttir

      Samþykkjendur

      Ábyrgðarmaður

      Ingunn Þorsteinsdóttir

      Útgefandi

      Ingunn Þorsteinsdóttir

      Upp »


      Skjal fyrst lesið þann 03/03/2011 hefur verið lesið 3542 sinnum