../
IS
Gæðahandbók
Breytingartillaga
Prenta
Senda
Loka
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-146
Útg.dags.: 06/15/2023
Útgáfa: 5.0
2.02.01.01 Oxalat í þvagi
Almennt
Almennt
Verð:
Sjá
Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar:
Oxalsýra er tvíbasisk sýra ((COOH)2) sem myndar torleyst salt með kalsíum. Hún myndast í líkamanum frá glyoxalati og glycini og skilst út í þvagi. Mikil þéttni oxalats í þvagi getur valdið útfellingu kalsíumoxalats og myndun nýrnasteina.
Oxalat er að jafnaði torleyst í fæðu og frásogast að litlu leyti. Um 10-15 % af oxalati í þvagi er upprunnið beint frá frásogi í meltingarvegi. Mikið oxalat í fæðu getur þó valdið auknum útskilnaði í þvagi, sérstaklega ef lítið er af kalsíumjónum í görnum til að binda oxalat og draga úr frásogi.
Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.
Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.
Gerð og magn sýnis:
Sólarhringsþvag. Sýrið: setjið 25 ml af 50% ediksýru í söfnunarílát áður en þvagsöfnun hefst. Magn þvags mælt og 10-20 ml sendir til rannsóknar ásamt upplýsingum um þvagmagn. Einnig má senda ósýrt sýni á rannsóknastofuna og þvagið er þá sýrt strax við komu.
Geymist 7 daga í kæli eða fryst.
Mæling gerð tvisvar í mánuði.
Viðmiðunarmörk
Viðmiðunarmörk
karlar
0,08-0,49 mmól/24 klst
konur
0,04-0,32 mmól/24 klst
börn 7-14 ára
0,14-0,42 mmól/24 klst
Niðurstöður
Niðurstöður
Túlkun
Hækkun:
Hækkun á oxalati getur valdið útfellingu kalsíum oxalats og myndun nýrnsteina.
Heimildir
Heimildir
Tietz Textbook of Clinical Chemistry and Molecular Diagnostics. Fifth Edition. Elsevier Saunders, 2012
Ritstjórn
Sigrún H Pétursdóttir
Ingunn Þorsteinsdóttir
Fjóla Margrét Óskarsdóttir
Samþykkjendur
Ábyrgðarmaður
Ingunn Þorsteinsdóttir
Útgefandi
Ingunn Þorsteinsdóttir
Upp »