../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rmein-151
Útg.dags.: 01/31/2024
Útgáfa: 2.0
2.02.01.1 Sjúkrahúskrufning
Hide details for Rannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriðiRannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriði
Heiti rannsóknar: Sjúkrahúskrufning

Markmið rannsóknar: Að afla líffærameinafræðilegra gagna til að finna og greina sjúklegar breytingar, bæði sem tengjast dauðsfallinu beint eða óbeint, í þeim til gangi að gera sjúkdómsgreiningu nákvæmari og til að kortleggja útbreiðslu sjúkdóms.
Í lærdómsskyni fyrir bæði sérfræðinga, unglækna og læknanema.
Að kanna árangur meðferðarinngripa.
Kufningar andvana fæddra barna falla undir sjúkrahúskrufningar, sjá Fóstur (barn) og fylgja >22 vikna meðgöngu - krufning.

Pöntun: Beiðni um sjúkrahúskrufningu / Rafræn beiðni
Læknir sjúklings óskar eftir sjúkrahúskrufningu en einnig geta ættingjar krafist þess að læknir fari fram á krufningu.
Ósk um krufningu tilkynnist til sérfræðings á vakt frá kl. 8 til kl: 23:00 alla daga (vaktsími 824-5246), eftir þann tíma, er beðið til næsta morguns.
Beiðni er send á móttöku meinafræðideildar í húsi 8 og líkið í líkhúsið.
Sjá skjal 
Útfylling beiðna, merking, frágangur og sending sýna.

Verð: Sjá Gjaldskrá

Ábendingar:
    • Dauðsfall á sjúkrahúsi vegna sjúkdóms þar sem nánar þarf að upplýsa um útbreiðslu og gang sjúkdóms eða til að gera sjúkdómsgreiningu nákvæmari.
    • Dauðsfall á sjúkrahúsi vegna sjúkdóms þar sem ástæða þykir til að kanna árangur meðferðarinngrips.
    • Dauðsfall á sjúkrahúsi vegna sjúkdóms sem er sjaldgæfur og krufningin gæti verið verðmætt lærdómstækifæri fyrir lækna eða læknanema. Beiðandi lækni/læknum er velkomið að vera við krufninguna.

Mögulegar viðbótarrannsóknir:
    • Vefjameinafræðileg rannsókn.
    • Klínísk lífefnafræðileg rannsókn á augnvökva, blóði, gollurshússvökva, galli, liðvökva eða þvagi.
    • Sýklafræðileg rannsókn.
    • Taugameinafræðileg rannsókn.
Hide details for Sending og geymslaSending og geymsla
Merking, frágangur og sending
Sjá skjal Útfylling beiðna, merking, frágangur og sending sýna.

Geymsla ef bið verður á sendingu:
Lík skal senda strax í líkhúsið Barónsstíg, kjallari meinafræðideildar í húsi 8.
Beiðandi deild sér fyrir þessu með því að hafa samband við útfararstofu eða vaktmenn.
Hide details for SvartímiSvartími
Svartími er skilgreindur sem tími frá því að lík er móttekið á rannsóknastofunni og þar til staðfest svar er birt í Heilsugátt.
Beiðandi læknir fær munnlegt bráðabirgðasvar. Lokasvar berst jafnan innan fáeinna vikna.Svartími sjúkrahúskrufninga er 1-3 mánuðir.
Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
Rannsóknarsvar er birt í Heilsugátt.
Rannsóknarsvar er í þremur hlutum: lýsing, smásjárskoðun og niðurstöður (sjúkdómsgreiningar, annað) sem einnig innihalda ályktanir og umræður.
Ekki er kveðin upp dánarorsök sérstaklega enda er það hlutverk læknisins sem pantaði rannsóknina.

    Ritstjórn

    Helga Sigrún Gunnarsdóttir - helgashe
    Jón G Jónasson
    Pétur Guðmann Guðmannsson - peturgg

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Jón G Jónasson

    Útgefandi

    Helga Sigrún Gunnarsdóttir - helgashe

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 02/28/2023 hefur verið lesið 536 sinnum